Þrífur enn klósettið og verslar í Bónus 23. mars 2016 18:51 Ólafur Darri var nokkrum sinnum stoppaður á götum London af aðdáendum þáttanna. Vísir „Við skulum ekki gleyma því að það að vera frægur á Íslandi þýðir ekki að ég sleppi við að þrífa klósettið. Ég held því bara áfram og að versla í Bónus,“ sagði Ólafur Darri Ólafsson leikari í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar var hann að svara þáttastjórnendum um hvort hann hefði fundið fyrir því að frægð hans hefði aukist eftir velgengni Ófærðar þáttanna. Sýningu þáttanna í Bretlandi á BBC4 lauk nýverið en svo virðist sem þættirnir hafi vakið töluverða eftirtekt. Fyrir því fann leikarinn sjálfur í stuttri heimsókn sinni til London á dögunum. „Það kom fyrir tvisvar eða þrisvar að ég var stoppaður út á götu þar sem fólk var að þakka mér fyrir þættina. Ég fann að fólk var að fylgjast með og var spennt. Það er gaman að vera gera sjónvarpsefni á litla Siglufirði sem fólk svo út í hinum stóra heimi er að fylgjast með“.Persóna í ævintýraheimi OzÓlafur gerði lítið út á frægðina í viðtalinu og sagði það eina jákvæða við hana vera að því meiri eftirtekt sem leikari nái að fanga, því meira val hafi hann á milli verkefna. Ekki er búið að ræða formlega við Ólaf um framhald Ófærðar en í viðtalinu segir hann þó að það hafi alla tíð verið ósk framleiðenda, handritshöfunda og leikara að gerð yrði önnur sería. Þessa daganna er Ólafur með annan fótinn í Búdapest þar sem tökur fara fram á bandarísku sjónvarpsseríunni Emerald City. Sú sería gerist í ævintýraheiminum Oz sem skapaður var af rithöfundinum L. Frank Baum. Í þátttunum fer Ólafur Darri með hlutverk persónu sem heitir Ojo hin heppni. Á meðal samleikara hans þar eru Vincent D‘Onofrio sem m.a. er þekktur fyrir leik sinn í kvikmyndinni Full metal jacket og sjónvarpsþáttunum Daredevil og Law & Order: Criminal Intent. Hér fyrir neðan má heyra viðtalið í heild sinni. Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira
„Við skulum ekki gleyma því að það að vera frægur á Íslandi þýðir ekki að ég sleppi við að þrífa klósettið. Ég held því bara áfram og að versla í Bónus,“ sagði Ólafur Darri Ólafsson leikari í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar var hann að svara þáttastjórnendum um hvort hann hefði fundið fyrir því að frægð hans hefði aukist eftir velgengni Ófærðar þáttanna. Sýningu þáttanna í Bretlandi á BBC4 lauk nýverið en svo virðist sem þættirnir hafi vakið töluverða eftirtekt. Fyrir því fann leikarinn sjálfur í stuttri heimsókn sinni til London á dögunum. „Það kom fyrir tvisvar eða þrisvar að ég var stoppaður út á götu þar sem fólk var að þakka mér fyrir þættina. Ég fann að fólk var að fylgjast með og var spennt. Það er gaman að vera gera sjónvarpsefni á litla Siglufirði sem fólk svo út í hinum stóra heimi er að fylgjast með“.Persóna í ævintýraheimi OzÓlafur gerði lítið út á frægðina í viðtalinu og sagði það eina jákvæða við hana vera að því meiri eftirtekt sem leikari nái að fanga, því meira val hafi hann á milli verkefna. Ekki er búið að ræða formlega við Ólaf um framhald Ófærðar en í viðtalinu segir hann þó að það hafi alla tíð verið ósk framleiðenda, handritshöfunda og leikara að gerð yrði önnur sería. Þessa daganna er Ólafur með annan fótinn í Búdapest þar sem tökur fara fram á bandarísku sjónvarpsseríunni Emerald City. Sú sería gerist í ævintýraheiminum Oz sem skapaður var af rithöfundinum L. Frank Baum. Í þátttunum fer Ólafur Darri með hlutverk persónu sem heitir Ojo hin heppni. Á meðal samleikara hans þar eru Vincent D‘Onofrio sem m.a. er þekktur fyrir leik sinn í kvikmyndinni Full metal jacket og sjónvarpsþáttunum Daredevil og Law & Order: Criminal Intent. Hér fyrir neðan má heyra viðtalið í heild sinni.
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira