Körfubolti

Sló Jerome Hill Helga Margeirs?

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jerome Hill lék með Stólunum
Jerome Hill lék með Stólunum vísir

Keflvíkingar unnu frábæran sigur á Tindastól, 95-71, í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla og náðu því að minnka muninn í 2-1 í einvígi liðanna.

Vinna þarf þrjá leiki til að komast í undanúrslitin og náðu suðurnesjamenn að galopna einvígið.

Umdeilt atvik átti sér stað í leiknum þegar Jerome Hill virtust slá til Helga Margeirssonar og féll hann í gólfið eftir atvikið.

Dómarar leiksins virtust ekki sjá atvikið og voru Stólarnir mjög pirraðir út í Hill. Jerome Hill lék fyrr í vetur með Tindastólsmönnum og er greinilega mikill hiti milli hans og Tindastólsmanna.

Hér að neðan má sjá atvikið sem tekið var fyrir í Körfuboltakvöldinu í gærkvöldi.            


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.