Hjólaði upp kirkjutröppurnar eftir að hafa sporðrennt súkkulaðiköku Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. mars 2016 21:28 Þeir sem hafa heimsótt Akureyri vita að tröppurnar eru ansi margar og alls ekki sjálfgefið að hjóla upp þær. „Ég gerði tilraun til þessa jólin 2014 en það gekk ekki upp þá. Núna fór ég hins vegar alla leið,“ segir Bergur Benediktsson í samtali við Vísi. Í dag tók hann sig til og hjólaði upp kirkjutröppurnar á Akureyri. Hjólið sem notað var til verksins var svokallað „fat-bike“ en dekkin á þeim eru umtalsvert breiðari en á venjulegu hjóli. Bergur lýsir hjólunum sem nokkurskonar skriðdrekaútgáfu af reiðhjóli. „Þau eru hönnuð fyrir snjó, sand og torfærur.“ Um tilraunina fyrir rúmlega ári segir Bergur að hann hafi þá verið nýkominn á svona hjól og ekki almennilega verið búinn að læra á það. Hann hafi þá verið með stífan gaffal en sé nú kominn með sérhannaðan fjaðurgaffal sem geri gæfumuninn. „Þetta tók svona sjö til átta tilraunnir. Fyrst um sinn gleymdi ég að anda og síðan urðu dekkin drullug og ég byrjaði að spóla. Ég settist því niður á kaffihúsi og fékk mér súkkulaðiköku og kaffi. Eftir það þá flaug ég upp alla leið,“ segir Bergur. Bergur veit ekki til þess að einhverjir aðrir hafi hjólað alla þessa leið áður en útilokar það ekki. „Ég hef ekki enn komist í ritaðar heimildir sem sýna fram á annað,“ segir hann að lokum. Myndbandið af ferðinni þar sem allt gekk upp má sjá hér fyrir neðan.Stairway to heaven. Það er búið að blunda í mér lengi að hjóla upp kirkjutröppurnar á Akureyri. Það tókst eftir nokkrar tilraunir í dag. Takk Sara Ben fyrir frábært pepp og myndatöku! Lauf Forks Fatback Bikes Garmin Búðin ZO-ON ICELANDPosted by Bergur Benediktsson on Thursday, 24 March 2016 Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Sjá meira
„Ég gerði tilraun til þessa jólin 2014 en það gekk ekki upp þá. Núna fór ég hins vegar alla leið,“ segir Bergur Benediktsson í samtali við Vísi. Í dag tók hann sig til og hjólaði upp kirkjutröppurnar á Akureyri. Hjólið sem notað var til verksins var svokallað „fat-bike“ en dekkin á þeim eru umtalsvert breiðari en á venjulegu hjóli. Bergur lýsir hjólunum sem nokkurskonar skriðdrekaútgáfu af reiðhjóli. „Þau eru hönnuð fyrir snjó, sand og torfærur.“ Um tilraunina fyrir rúmlega ári segir Bergur að hann hafi þá verið nýkominn á svona hjól og ekki almennilega verið búinn að læra á það. Hann hafi þá verið með stífan gaffal en sé nú kominn með sérhannaðan fjaðurgaffal sem geri gæfumuninn. „Þetta tók svona sjö til átta tilraunnir. Fyrst um sinn gleymdi ég að anda og síðan urðu dekkin drullug og ég byrjaði að spóla. Ég settist því niður á kaffihúsi og fékk mér súkkulaðiköku og kaffi. Eftir það þá flaug ég upp alla leið,“ segir Bergur. Bergur veit ekki til þess að einhverjir aðrir hafi hjólað alla þessa leið áður en útilokar það ekki. „Ég hef ekki enn komist í ritaðar heimildir sem sýna fram á annað,“ segir hann að lokum. Myndbandið af ferðinni þar sem allt gekk upp má sjá hér fyrir neðan.Stairway to heaven. Það er búið að blunda í mér lengi að hjóla upp kirkjutröppurnar á Akureyri. Það tókst eftir nokkrar tilraunir í dag. Takk Sara Ben fyrir frábært pepp og myndatöku! Lauf Forks Fatback Bikes Garmin Búðin ZO-ON ICELANDPosted by Bergur Benediktsson on Thursday, 24 March 2016
Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning