Geðheilbrigði barna Guðbjörg Björnsdóttir og Halldór S. Guðmundsson skrifar 29. mars 2016 06:00 Geðheilbrigði barna hefur verið í umræðunni að undanförnu eftir að skýrsla Ríkisendurskoðunar um geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga var birt í febrúar 2016. Í skýrslunni kemur fram að langir biðlistar geti haft langvarandi afleiðingar og jafnvel leitt til örorku síðar meir. Sálfélagslegur vandi barna er algengari en ætla mætti og slíkir erfiðleikar geta haft mikil áhrif á einstakling, leitt til skertrar virkni hans innan fjölskyldunnar, í námi og síðar á vinnumarkaði. Alþjóðaheilbrigðisstofnun hefur t.a.m. spáð því að þunglyndi verði eitt af þeim vandkvæðum sem helst leiði til örorku árið 2020. Erfiðleikar af þessu tagi hafa töluvert verið rannsakaðir meðal grunnskólabarna og unglinga og hafa þær rannsóknir, ásamt rannsóknum á fullorðnum, bent til að erfiðleikarnir hefjist á leikskólaárum. Fyrir Alþingi liggur nú aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára. Meginmarkmið slíkrar áætlunar er m.a. að auka forvarnir, auðvelda aðgengi að hópa- og einstaklingsmeðferð og auka stuðning við fjölskyldur. Auk þess er lagt til að tekin verði upp reglubundin skimun vegna kvíða, þunglyndis og annars konar vanda barna og unglinga í grunn- og framhaldsskólum landsins. Athygli vekur að þó upphaf hegðunar- og tilfinningavanda barna megi rekja til leikskólaaldurs er ekki fjallað um þann aldurshóp í fyrrgreindri aðgerðaráætlun. Skimun hefjist á leikskólaaldriHalldór S. Guðmundsson dósent við félagsráðgjafardeild HÍNýlegar niðurstöður rannsókna meðal leikskólabarna á Íslandi leiddu í ljós að rúmlega 20% leikskólabarna eiga við sálfélagslegan vanda að stríða að mati foreldra og leikskólakennara. Sálfélagslegur vandi getur verið bæði tilfinningalegir erfiðleikar og hegðunarvandi. Alls voru 12% barna metin með kvíðavanda sem þyrfti að fylgjast sérstaklega með eða jafnvel þarfnaðist meðhöndlunar. Ef miðað er við fjölda leikskólabarna á Íslandi benda þessar niðurstöður til að um sé að ræða 4.000 börn sem glíma við erfiðleika sem þarfnist eftirlits eða meðhöndlunar. Í aðgerðaráætluninni sem liggur fyrir Alþingi er meðal annars lagt til að framkvæmd verði reglubundin skimun á kvíða og þunglyndi meðal barna í grunn- og framhaldsskólum landsins. Rökin fyrir slíkri skimun skv. aðgerðaráætluninni er há tíðni slíkra raskana (15-20%). Miðað við fyrrgreinda rannsókn á íslenskum leikskólabörnum mælist tíðni þessara raskana lítið lægri en sú sem getið er í um aðgerðaráætluninni. Með það í huga, ásamt því að rannsóknir benda til að upphaf geðraskana megi rekja til leikskólaaldurs, telja greinarhöfundar mikilvægt að hefja reglubundna skimun á sálfélagslegri líðan barna á leikskólaaldri. Slíkt myndi gefa tækifæri til snemmtækrar íhlutunar og þar með minnka líkur á vaxandi og viðvarandi erfiðleikum síðar á ævinni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Geðheilbrigði barna hefur verið í umræðunni að undanförnu eftir að skýrsla Ríkisendurskoðunar um geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga var birt í febrúar 2016. Í skýrslunni kemur fram að langir biðlistar geti haft langvarandi afleiðingar og jafnvel leitt til örorku síðar meir. Sálfélagslegur vandi barna er algengari en ætla mætti og slíkir erfiðleikar geta haft mikil áhrif á einstakling, leitt til skertrar virkni hans innan fjölskyldunnar, í námi og síðar á vinnumarkaði. Alþjóðaheilbrigðisstofnun hefur t.a.m. spáð því að þunglyndi verði eitt af þeim vandkvæðum sem helst leiði til örorku árið 2020. Erfiðleikar af þessu tagi hafa töluvert verið rannsakaðir meðal grunnskólabarna og unglinga og hafa þær rannsóknir, ásamt rannsóknum á fullorðnum, bent til að erfiðleikarnir hefjist á leikskólaárum. Fyrir Alþingi liggur nú aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára. Meginmarkmið slíkrar áætlunar er m.a. að auka forvarnir, auðvelda aðgengi að hópa- og einstaklingsmeðferð og auka stuðning við fjölskyldur. Auk þess er lagt til að tekin verði upp reglubundin skimun vegna kvíða, þunglyndis og annars konar vanda barna og unglinga í grunn- og framhaldsskólum landsins. Athygli vekur að þó upphaf hegðunar- og tilfinningavanda barna megi rekja til leikskólaaldurs er ekki fjallað um þann aldurshóp í fyrrgreindri aðgerðaráætlun. Skimun hefjist á leikskólaaldriHalldór S. Guðmundsson dósent við félagsráðgjafardeild HÍNýlegar niðurstöður rannsókna meðal leikskólabarna á Íslandi leiddu í ljós að rúmlega 20% leikskólabarna eiga við sálfélagslegan vanda að stríða að mati foreldra og leikskólakennara. Sálfélagslegur vandi getur verið bæði tilfinningalegir erfiðleikar og hegðunarvandi. Alls voru 12% barna metin með kvíðavanda sem þyrfti að fylgjast sérstaklega með eða jafnvel þarfnaðist meðhöndlunar. Ef miðað er við fjölda leikskólabarna á Íslandi benda þessar niðurstöður til að um sé að ræða 4.000 börn sem glíma við erfiðleika sem þarfnist eftirlits eða meðhöndlunar. Í aðgerðaráætluninni sem liggur fyrir Alþingi er meðal annars lagt til að framkvæmd verði reglubundin skimun á kvíða og þunglyndi meðal barna í grunn- og framhaldsskólum landsins. Rökin fyrir slíkri skimun skv. aðgerðaráætluninni er há tíðni slíkra raskana (15-20%). Miðað við fyrrgreinda rannsókn á íslenskum leikskólabörnum mælist tíðni þessara raskana lítið lægri en sú sem getið er í um aðgerðaráætluninni. Með það í huga, ásamt því að rannsóknir benda til að upphaf geðraskana megi rekja til leikskólaaldurs, telja greinarhöfundar mikilvægt að hefja reglubundna skimun á sálfélagslegri líðan barna á leikskólaaldri. Slíkt myndi gefa tækifæri til snemmtækrar íhlutunar og þar með minnka líkur á vaxandi og viðvarandi erfiðleikum síðar á ævinni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. mars.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar