Sádí-arabískir prinsar hverfa sporlaust Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. mars 2016 15:25 Sultan bin Turki er hér fyrir miðju. Talið er að sádí-arabíski prinsinn Sultan bin Turki hafi verið fluttur til Sádí-Arabíu frá Evrópu gegn vilja sínum. Hvorki tangur né tetur hefur sést af honum frá 1. febrúar síðastliðnum og bætist hann í hóp sádí-arabískra prinsa sem hafa horfið sporlaust að undanförnu. Bin Turki hefur staðið í málaferlum við sádí-arabísk stjórnvöld að undanförnu en málið má rekja allt til ársins 2003. Þá var honum rænt, af því er virðist af téðum stjórnvöldum, og hefur hann þurft að kljást við margvísleg andleg- og líkamleg mein allar götur síðan.The Guardian rekur sögu prinsins í dag. Í frétt miðilsins segir að þann 1. febrúar hafi Sultan bin turki og fylgdarmenn hans stigið upp í flugvél í París sem fljúga átti til Kaíró í Egyptalandi. Þar ætlaði hann að heimsækja vini sína og föður, sem er eldri bróðir núverandi konungs Sádí-Arabíu og hafði verið gengið frá hótelgistingu fyrir hópinn í egypsku höfuðborginni. Þangað rataði hópurinn hins vegar aldrei. „Það var flugvél frá Sádí-Arabíu sem ætlaði að fljúga til Kaíró en þangað flaug hún aldrei,“ sagði einn aðstandenda prinsins sem var með honum í París í samtali við Guardian. „Sádí-arabíski fáninn prýddi vélina. Þetta var flugvél frá konungsríkinu.“Þriðji prinsinn sem ekkert spyrst tilVinur prinsins sem beið hans í Kaíró sagði að hann hafi gantast með að komast ekki á leiðarenda. „Í síðasta símtali okkar sagði hann hlæjandi: „Ég mun fljúga til Kaíró í vikunni með konunglegri flugvél. Ef þú finnur mig ekki hafa þeir flutt mig til Riyadh, reyndu að gera eitthvað.“ Sultan prins er þriðji sádí-arabíski prinsinn sem virðist hafa horfið af yfirborði jarðar á síðastliðnu ári. Hinir tveir, prinsarnir Turki bin Bandar bin Mohammed bin Abdurahman al-Saud og Saud bin Saif al-Nasr bin Saud bin Abdulaziz al-Saud voru einnig áberandi gagnrýnendur sádí-arabískra yfirvalda áður en þeir hurfu. Ekkert hefur spurst til þess fyrrnefnda allt frá því að hann fór í viðskiptaferð til Marokkó í júlí í fyrra. Grunsemdir fóru að vakna um stöðu bin Abdulaziz al-Saul þegar hann hætti skyndilega að uppfæra Twitter-síðu sína í september á síðasta ári. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Talið er að sádí-arabíski prinsinn Sultan bin Turki hafi verið fluttur til Sádí-Arabíu frá Evrópu gegn vilja sínum. Hvorki tangur né tetur hefur sést af honum frá 1. febrúar síðastliðnum og bætist hann í hóp sádí-arabískra prinsa sem hafa horfið sporlaust að undanförnu. Bin Turki hefur staðið í málaferlum við sádí-arabísk stjórnvöld að undanförnu en málið má rekja allt til ársins 2003. Þá var honum rænt, af því er virðist af téðum stjórnvöldum, og hefur hann þurft að kljást við margvísleg andleg- og líkamleg mein allar götur síðan.The Guardian rekur sögu prinsins í dag. Í frétt miðilsins segir að þann 1. febrúar hafi Sultan bin turki og fylgdarmenn hans stigið upp í flugvél í París sem fljúga átti til Kaíró í Egyptalandi. Þar ætlaði hann að heimsækja vini sína og föður, sem er eldri bróðir núverandi konungs Sádí-Arabíu og hafði verið gengið frá hótelgistingu fyrir hópinn í egypsku höfuðborginni. Þangað rataði hópurinn hins vegar aldrei. „Það var flugvél frá Sádí-Arabíu sem ætlaði að fljúga til Kaíró en þangað flaug hún aldrei,“ sagði einn aðstandenda prinsins sem var með honum í París í samtali við Guardian. „Sádí-arabíski fáninn prýddi vélina. Þetta var flugvél frá konungsríkinu.“Þriðji prinsinn sem ekkert spyrst tilVinur prinsins sem beið hans í Kaíró sagði að hann hafi gantast með að komast ekki á leiðarenda. „Í síðasta símtali okkar sagði hann hlæjandi: „Ég mun fljúga til Kaíró í vikunni með konunglegri flugvél. Ef þú finnur mig ekki hafa þeir flutt mig til Riyadh, reyndu að gera eitthvað.“ Sultan prins er þriðji sádí-arabíski prinsinn sem virðist hafa horfið af yfirborði jarðar á síðastliðnu ári. Hinir tveir, prinsarnir Turki bin Bandar bin Mohammed bin Abdurahman al-Saud og Saud bin Saif al-Nasr bin Saud bin Abdulaziz al-Saud voru einnig áberandi gagnrýnendur sádí-arabískra yfirvalda áður en þeir hurfu. Ekkert hefur spurst til þess fyrrnefnda allt frá því að hann fór í viðskiptaferð til Marokkó í júlí í fyrra. Grunsemdir fóru að vakna um stöðu bin Abdulaziz al-Saul þegar hann hætti skyndilega að uppfæra Twitter-síðu sína í september á síðasta ári.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira