Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, var dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar í dag vegna Ímon-málsins. Hæstiréttur sneri dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði sýknaði bæði Sigurjón og Elínu Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans.
Hæstiréttur dæmdi Elínu til átján mánaða fangelsisvistar. Steinþór Gunnarson hlaut níu mánaða fangelsisdóm í Hæstarétti en hann hafði áður fengið sama dóm í héraði þar sem sex mánuðir voru á skilorði.
Elín, Sigurjón og Steinþór voru ekki viðstödd dómsuppkvaðningu í Hæstarétti klukkan 16 í dag. Þá voru verjendur Elínar og Steinþórs fjarverandi en Sigurður G. Guðjónsson, verjandi Sigurjóns, var viðstaddur.
Afar langur og ítarlegur dómur
Dóm Hæstaréttar má lesa hér en hann er 57 blaðsíður útprentaður. Því virðist sem Hæstiréttur hafi metið málið út frá öðrum forsendum en upphaflega var gert í héraði. Saksóknari og verjendur eiga enn eftir að lesa yfir dóminn enda verður um langa lesningu að ræða.
Í málinu voru þrír fyrrverandi stjórnendur Landsbankans ákærðir fyrir markaðsmisnotkun vegna lánveitinga til félagsins Ímon ehf. til að kaupa hlutabréf í Landsbankanum í miðju bankahruni eða þremur dögum fyrir setningu neyðarlaganna.
Málið er höfðað af embætti sérstaks saksóknara þar sem þau Sigurjón, Elín, og Steinþór voru ákærð í tengslum við sölu bankans á bréfum í sjálfum sér með 5 milljarða króna láni til félagsins Imon ehf. sem var í eigu Magnúsar Ármann.
Hæstiréttur dæmir Sigurjón og Elínu til fangelsisvistar

Tengdar fréttir

Áfrýjar í Imon-málinu
Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sem í dag var dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár skilorðsbundið, ætlar að áfrýja dómnum.

Sigurjón dæmdur í tólf mánaða fangelsi
Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóri Landsbankans, var dæmdur í tólf mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þar af eru níu mánuðir skilorðsbundnir,

„Augljóslega örvæntingarfull viðskipti“
Málflutningur í Imon-málinu fer fram í Hæstarétti í dag.