Markaðsmisnotkun í Landsbankanum: Umfangsmikil og þaulskipulögð brot yfir langan tíma Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. febrúar 2016 10:41 Sigurjón Þ. Árnason við aðalmeðferð málsins í héraði. vísir/gva „Dómurinn er í raun bara í samræmi við það sem lagt var upp með af hálfu ákæruvaldsins,“ segir Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara um dóm Hæstaréttar í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans sem féll í gær. Í málinu voru þeir Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, Ívar Guðjónsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin fjárfestinga bankans, Júlíus Steinar Heiðarsson og Sindri Sveinsson, fyrrverandi starfsmenn þeirrar deildar dæmdir í fangelsi fyrir stórfellda markaðsmisnotkun á tímabilinu nóvember 2007 til október 2008. Var Sigurjón dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi, Ívar í tveggja ára fangelsi, Júlíus í árs langt fangelsi og Sindri í níu mánaða fangelsi. Með dóminum í gær hefur Hæstiréttur nú dæmt Sigurjón í alls fimm ára fangelsi vegna efnahagsbrota í aðdraganda hrunsins en hann hafði áður verið dæmdur í þriggja og hálfs árs langt fangelsi vegna Ímon-málsins svokallaða. Dómur Hæstaréttar er nokkuð afdráttarlaus en þar segir meðal annars: „Samkvæmt framansögðu voru brot ákærðu, sem þeir hafa verið sakfelldir fyrir, mjög umfangsmikil, þaulskipulögð og stóðu yfir í langan tíma. Brotin leiddu til alvarlegrar röskunar á verðbréfamarkaði með víðtækum afleiðingum fyrir fjármálamarkaðinn hér á landi og allan almenning, en tjónið, sem af þeim hlaust, verður ekki metið til fjár. Við ákvörðun refsingar verður horft til þess hve alvarleg brotin voru.“ Arnþrúður segir ljóst að dómurinn líti á þetta sem alvarlega háttsemi og að hann hafi ótvírætt fordæmisgildi en markaðsmisnotkunarmál Kaupþings mun koma til kasta Hæstaréttar síðar á þessu ári. „Að sumu leyti er þetta sambærileg hegðun sem verið er að horfa til í þessum tveimur málum en þó með þeim fyrirvara að engin tvö mál eru eins. Engu að síður tel ég að dómurinn frá því í gær hafi fordæmisgildi fyrir Kaupþingsmálið,“ segir Arnþrúður. Þá bendir hún á að Hæstiréttur telji varnir sakborninga fyrir því að Landsbankinn hafi verið með viðskiptavakt í eigin bréfum ekki ganga upp. Mjög ströng skilyrði eru gerð fyrir viðskiptavakt skv lögum og ber að tilkynna um viðskiptavakt á markaði. Að auki finnist Hæstarétti sakborningar ekki hafa gefið skýringar á því hvers vegna það var lagt svona mikið upp úr því að flagga ekki, það er að eign Landsbankans í sjálfum sér færi ekki yfir 5 prósent mörkin, en í dóminum segir um þetta: „Engin haldbær skýring hefur fengist á því hvers vegna lögð var svo rík áhersla á að forðast flöggun, en með því móti var komið í veg fyrir að stórfelld kaup Landsbanka Íslands hf. á eigin hlutum í kauphöllinni kæmust til vitundar almennings, þar á meðal þeirra þúsunda manna sem áttu hlutabréf í félaginu.“ Dóm Hæstaréttar má sjá í heild sinni hér. Tengdar fréttir Hæstiréttur dæmir Sigurjón og Elínu til fangelsisvistar Hæstiréttur sneri dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. 8. október 2015 16:25 Hæstiréttur þyngir dóm yfir Landsbankamönnum Fyrrum bankastjóri Landsbankans dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi. 4. febrúar 2016 15:00 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Fleiri fréttir Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Sjá meira
„Dómurinn er í raun bara í samræmi við það sem lagt var upp með af hálfu ákæruvaldsins,“ segir Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara um dóm Hæstaréttar í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans sem féll í gær. Í málinu voru þeir Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, Ívar Guðjónsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin fjárfestinga bankans, Júlíus Steinar Heiðarsson og Sindri Sveinsson, fyrrverandi starfsmenn þeirrar deildar dæmdir í fangelsi fyrir stórfellda markaðsmisnotkun á tímabilinu nóvember 2007 til október 2008. Var Sigurjón dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi, Ívar í tveggja ára fangelsi, Júlíus í árs langt fangelsi og Sindri í níu mánaða fangelsi. Með dóminum í gær hefur Hæstiréttur nú dæmt Sigurjón í alls fimm ára fangelsi vegna efnahagsbrota í aðdraganda hrunsins en hann hafði áður verið dæmdur í þriggja og hálfs árs langt fangelsi vegna Ímon-málsins svokallaða. Dómur Hæstaréttar er nokkuð afdráttarlaus en þar segir meðal annars: „Samkvæmt framansögðu voru brot ákærðu, sem þeir hafa verið sakfelldir fyrir, mjög umfangsmikil, þaulskipulögð og stóðu yfir í langan tíma. Brotin leiddu til alvarlegrar röskunar á verðbréfamarkaði með víðtækum afleiðingum fyrir fjármálamarkaðinn hér á landi og allan almenning, en tjónið, sem af þeim hlaust, verður ekki metið til fjár. Við ákvörðun refsingar verður horft til þess hve alvarleg brotin voru.“ Arnþrúður segir ljóst að dómurinn líti á þetta sem alvarlega háttsemi og að hann hafi ótvírætt fordæmisgildi en markaðsmisnotkunarmál Kaupþings mun koma til kasta Hæstaréttar síðar á þessu ári. „Að sumu leyti er þetta sambærileg hegðun sem verið er að horfa til í þessum tveimur málum en þó með þeim fyrirvara að engin tvö mál eru eins. Engu að síður tel ég að dómurinn frá því í gær hafi fordæmisgildi fyrir Kaupþingsmálið,“ segir Arnþrúður. Þá bendir hún á að Hæstiréttur telji varnir sakborninga fyrir því að Landsbankinn hafi verið með viðskiptavakt í eigin bréfum ekki ganga upp. Mjög ströng skilyrði eru gerð fyrir viðskiptavakt skv lögum og ber að tilkynna um viðskiptavakt á markaði. Að auki finnist Hæstarétti sakborningar ekki hafa gefið skýringar á því hvers vegna það var lagt svona mikið upp úr því að flagga ekki, það er að eign Landsbankans í sjálfum sér færi ekki yfir 5 prósent mörkin, en í dóminum segir um þetta: „Engin haldbær skýring hefur fengist á því hvers vegna lögð var svo rík áhersla á að forðast flöggun, en með því móti var komið í veg fyrir að stórfelld kaup Landsbanka Íslands hf. á eigin hlutum í kauphöllinni kæmust til vitundar almennings, þar á meðal þeirra þúsunda manna sem áttu hlutabréf í félaginu.“ Dóm Hæstaréttar má sjá í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Hæstiréttur dæmir Sigurjón og Elínu til fangelsisvistar Hæstiréttur sneri dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. 8. október 2015 16:25 Hæstiréttur þyngir dóm yfir Landsbankamönnum Fyrrum bankastjóri Landsbankans dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi. 4. febrúar 2016 15:00 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Fleiri fréttir Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Sjá meira
Hæstiréttur dæmir Sigurjón og Elínu til fangelsisvistar Hæstiréttur sneri dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. 8. október 2015 16:25
Hæstiréttur þyngir dóm yfir Landsbankamönnum Fyrrum bankastjóri Landsbankans dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi. 4. febrúar 2016 15:00