Skipt um þjóð Guðmundur Sighvatsson skrifar 11. mars 2016 07:00 Frá árinu 2000 hafa 10.499 Íslendingar flutt af landi brott umfram Íslendinga sem hafa flust til landsins. Á sama tíma fjölgar erlendum ríkisborgurum á vinnumarkaði og eru orðnir fleiri en árið 2007 eða 17.700 manns. Slæm kjör almennings eru helsta orsök þess að fólk flýr land. Nær ómögulegt er fyrir ungt fólk að kaupa húsnæði. Okurleiga er viðvarandi og ekkert gert til að stemma stigu við henni. Verkalýðshreyfingin gerir ótrúlega litlar kröfur á atvinnurekendur. Í síðustu samningum var samið um að lágmarkslaun næðu 300 þúsundum 2018 á sama tíma og velferðarráðuneytið gefur út að lágmarksframfærsla einstaklings sé kr. 236.581 á mánuði og hjóna með 2 börn er 507.908 án húsnæðiskostnaðar. Þess ber að geta að 300 þúsundin eru laun fyrir skatt og gjöld. Iðnaðarmenn fóru sérlega illa út úr hruninu. Fjöldi manna missti vinnu þegar byggingaframkvæmdir stöðvuðust. Öðrum var gefinn kostur á lágmarkslaunum sem nú rétt slefa yfir 300 þúsund á mánuði fyrir fulla vinnu. Iðnaðarmenn fluttu í stórum hópum til Noregs og annarra Norðurlanda þar sem þeir eru eftirsótt vinnuafl vegna þekkingar sinnar, dugnaðar og menntunar. Þessir iðnaðarmenn eru ekki að koma heim því launum er markvisst haldið hér niðri með innfluttu vinnuafli eins og tölurnar hér að ofan sýna. Það er verið að skipta út íslenskum iðnaðarmönnum fyrir suður- og austur-evrópska verkamenn, færanlegt vinnuafl. Nú fjölgar aftur starfsmönnum sem hingað koma á vegum svonefndra starfsmannaleiga og kallast það þjónustukaup af Evrópska efnahagssvæðinu. Hvaða menntun hefur það fólk sem hingað er leigt eða ræður sig hér í störf iðnaðarmanna? Þeir eru ekki iðnsveinar og hafa í fæstum tilfellum tilskilin réttindi eins og krafist var hér og við þekkjum frá nágrannalöndum. Því miður er menntun flestra líkari því sem sagt er frá í Grimms-ævintýrum, þ.e.a.s. einhver takmörkuð verkþekking en lítil sem engin skólaganga eða önnur nauðsynleg grunnmenntun. Ýmis samtök, t.d. Samtök verslunar og þjónustu, hafa sótt stíft og lagt til við stjórnvöld að afnema lögverndun iðngreina. Iðnlöggjöfin og lögverndun iðngreina hefur verið þyrnir í augum þeirra sem vilja eyðileggja iðnmenntun í landinu.Skipt út fyrir ódýrt vinnuafl Íslenskum launþegum sem vilja sanngjarnan skerf af kökunni er nú skipt út fyrir erlent ódýrt vinnuafl sem ekki gerir kröfur. Á Reykjavíkursvæðinu er skóli einn þar sem 75% nemenda eru af erlendum uppruna og hafa annað mál en íslensku að móðurmáli. Skóli þessara krakka kemur endurtekið afar illa út úr svonefndum PISA-könnunum og samræmdum prófum. Brottfall unglinga af erlendum uppruna úr framhaldsskólum er allt að 90%, og ný kynslóð ódýrs vinnuafls vex úr grasi. Svona er íslenskt samfélag í dag þegar bankar og stórfyrirtæki mergsjúga almenning í landinu með samþykki stjórnvalda. Arði af auðlindum þjóðarinnar og fyrirtækjum í eigu ríkisins hefur verið komið á fárra hendur sem kreppast fast utan um aurinn, þegar stór hluti þjóðarinnar býr við fátækt og innviðir samfélagsins eru í molum. Svona er þrælahaldið endurvakið í breyttri mynd og svona eru vistarböndin endurvakin með eiginlegu eignarhaldi fyrirtækja á erlendu vinnuafli og fjölskyldum þeirra sem ekki þora eða geta ekki sótt rétt sinn. Koma verður í veg fyrir að gróðabraskarar geti nýtt sér eymd fólks frá löndum þar sem allt aðrar kröfur eru til almennra lífsgæða á sama tíma og grafið er undan þeim ávinningi sem almenningur hér á landi hefur barist fyrir áratugum saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Frá árinu 2000 hafa 10.499 Íslendingar flutt af landi brott umfram Íslendinga sem hafa flust til landsins. Á sama tíma fjölgar erlendum ríkisborgurum á vinnumarkaði og eru orðnir fleiri en árið 2007 eða 17.700 manns. Slæm kjör almennings eru helsta orsök þess að fólk flýr land. Nær ómögulegt er fyrir ungt fólk að kaupa húsnæði. Okurleiga er viðvarandi og ekkert gert til að stemma stigu við henni. Verkalýðshreyfingin gerir ótrúlega litlar kröfur á atvinnurekendur. Í síðustu samningum var samið um að lágmarkslaun næðu 300 þúsundum 2018 á sama tíma og velferðarráðuneytið gefur út að lágmarksframfærsla einstaklings sé kr. 236.581 á mánuði og hjóna með 2 börn er 507.908 án húsnæðiskostnaðar. Þess ber að geta að 300 þúsundin eru laun fyrir skatt og gjöld. Iðnaðarmenn fóru sérlega illa út úr hruninu. Fjöldi manna missti vinnu þegar byggingaframkvæmdir stöðvuðust. Öðrum var gefinn kostur á lágmarkslaunum sem nú rétt slefa yfir 300 þúsund á mánuði fyrir fulla vinnu. Iðnaðarmenn fluttu í stórum hópum til Noregs og annarra Norðurlanda þar sem þeir eru eftirsótt vinnuafl vegna þekkingar sinnar, dugnaðar og menntunar. Þessir iðnaðarmenn eru ekki að koma heim því launum er markvisst haldið hér niðri með innfluttu vinnuafli eins og tölurnar hér að ofan sýna. Það er verið að skipta út íslenskum iðnaðarmönnum fyrir suður- og austur-evrópska verkamenn, færanlegt vinnuafl. Nú fjölgar aftur starfsmönnum sem hingað koma á vegum svonefndra starfsmannaleiga og kallast það þjónustukaup af Evrópska efnahagssvæðinu. Hvaða menntun hefur það fólk sem hingað er leigt eða ræður sig hér í störf iðnaðarmanna? Þeir eru ekki iðnsveinar og hafa í fæstum tilfellum tilskilin réttindi eins og krafist var hér og við þekkjum frá nágrannalöndum. Því miður er menntun flestra líkari því sem sagt er frá í Grimms-ævintýrum, þ.e.a.s. einhver takmörkuð verkþekking en lítil sem engin skólaganga eða önnur nauðsynleg grunnmenntun. Ýmis samtök, t.d. Samtök verslunar og þjónustu, hafa sótt stíft og lagt til við stjórnvöld að afnema lögverndun iðngreina. Iðnlöggjöfin og lögverndun iðngreina hefur verið þyrnir í augum þeirra sem vilja eyðileggja iðnmenntun í landinu.Skipt út fyrir ódýrt vinnuafl Íslenskum launþegum sem vilja sanngjarnan skerf af kökunni er nú skipt út fyrir erlent ódýrt vinnuafl sem ekki gerir kröfur. Á Reykjavíkursvæðinu er skóli einn þar sem 75% nemenda eru af erlendum uppruna og hafa annað mál en íslensku að móðurmáli. Skóli þessara krakka kemur endurtekið afar illa út úr svonefndum PISA-könnunum og samræmdum prófum. Brottfall unglinga af erlendum uppruna úr framhaldsskólum er allt að 90%, og ný kynslóð ódýrs vinnuafls vex úr grasi. Svona er íslenskt samfélag í dag þegar bankar og stórfyrirtæki mergsjúga almenning í landinu með samþykki stjórnvalda. Arði af auðlindum þjóðarinnar og fyrirtækjum í eigu ríkisins hefur verið komið á fárra hendur sem kreppast fast utan um aurinn, þegar stór hluti þjóðarinnar býr við fátækt og innviðir samfélagsins eru í molum. Svona er þrælahaldið endurvakið í breyttri mynd og svona eru vistarböndin endurvakin með eiginlegu eignarhaldi fyrirtækja á erlendu vinnuafli og fjölskyldum þeirra sem ekki þora eða geta ekki sótt rétt sinn. Koma verður í veg fyrir að gróðabraskarar geti nýtt sér eymd fólks frá löndum þar sem allt aðrar kröfur eru til almennra lífsgæða á sama tíma og grafið er undan þeim ávinningi sem almenningur hér á landi hefur barist fyrir áratugum saman.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar