Lindu Pétursdóttur – á Bessastaði! Árni Stefán Árnason skrifar 14. mars 2016 16:39 Hugprúð, tignarleg, þægileg í samskiptum, gestrisin með hlýja og uppörvandi útgeislun. Þannig kemur Linda Pétursdóttir fyrir. Þekki ágætlega til Lindu okkar. Býr yfir mikilli lífsreynslu, er vinsæl, hlaðin dygðum og þekkir íslenska sögu vel. Pólitískur þokki hennar kæmi okkur Íslendingum vel. Hlutleysi hennar í stjórnmálum er óumdeilt og mikilvægt. Atriði, sem vega þungt hjá flestum við val á nýjum þjóðhöfðingja. Frambjóðandi á ekki að koma úr röðum gamalgróinna íslenskra stjórnmálaflokka. Það er ávísun mögulega mismunun þjóðfélagshópa. Samkvæmt stjórnarskrá Íslands er forsetaembættið valdamikið þó margir kunni og hafi haldið hinu gagnstæða fram. Getur haft víðtæk áhrif, þjóð sinni til framdráttar hér og erlendis. Til þess þarf þarf þá mannkosti og innsæi, sem Linda hefur. Ákveði Linda, að gefa kost á sér, sem forsetaframbjóðandi , sem ég vona og komi embættið í kjölfarið í hennar hlut, veit ég, að hún mun beita sér í samræmi við ákvæði stjórnarskrár lýðveldisins um forseta Íslands. Ákvæði, sem oft hafa verið vanmetin en í felast öflug tækifæri fyrir forsetann í þágu þjóðar sinnar. Stjórnmál eru: samfélagsmálaflóran í allri sinni mynd. Mál, sem varða einstaklinga með einum eða öðrum hætti. Ég tel Lindu vera góðan stjórnmálamann þó hún hafi lítið látið sig stjórnmál varða opinberlega til þessa í þeim skilningi, sem við höfum tamið okkur að leggja í það hugtak. Stjórnmál fjalla um mannleg samskipti, félagslega þátttöku á hinum ýmsum sviðum farsældar hinnar mannlegu flóru. Þar býr Linda að góðri reynslu enda getur hún litið sæl til baka á eigið líf og árangur. Hún er því stjórnmálakona í orðsins fyllstu merkingu, óháð stefnum og straumum ríkjandi íslenskrar flokkspólitíkar. – Að vera óháður í þeim skilningi felast yfirburðir. Í samskiptum er Linda líka jákvæð, glaðvær og skilningsrík. Þegar við á er hún rökföst , alvarleg og einbeitt og getur staðið fast á sínu þegar sannfæring hennar býður henni það. Hún veltir málum vandlega fyrir sér, er gagnrýnin á sig og samferðafólk en hikar ekki við, að skipta um skoðun, hnýgi rök til slíks. Langflestir bera henni orðið afar vel. Linda er vel að sér í þeim málum, sem skipta heill íslenskur þjóðarinnar máli. Hún þekkir líka vilja þjóðarinnar í þeim efnum og er sammála henni. Af góðum ættum komin? – Spurning, sem hefð er fyrir að spyrja á Íslandi, einkum af eldri kynslóðar fólki, hinum lífsreyndustu. Já, foreldrar eru frú Ása Dagný Hólmgeirsdóttur húsfreyja og Pétur Olgeirsson skiptstjóri. Linda er alin upp í dreifbýli, fyrst á Húsavík síðan á Vopnafirði. Síðari búseta í þéttbýli og víða um heim. Hún þekkir því vel til þarfa vorra allra Íslendinga - og umhverfis vors. Að mínu mati hefur enginn stigið fram til þessa, sem stendur jafnfætis heimskonunni Lindu Pétursdóttur þegar kemur að vali á nýjum þjóðhöfðingja, enda á brattann að sækja. Þjóðhöfðingi þarf að standa upp úr hvar og hvenær sem er. Fyrir þjóð sína og land. Ég skora á þig kjósandi góður, að styðja Lindu Pétursdóttur í forsetakosningum 25. júní n.k. taki hún þá ákvörðun, að bjóða fram þjónustu sína, sem þjóðhöfðingi Íslendinga á Bessastöðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Árni Stefán Árnason Mest lesið Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Hugprúð, tignarleg, þægileg í samskiptum, gestrisin með hlýja og uppörvandi útgeislun. Þannig kemur Linda Pétursdóttir fyrir. Þekki ágætlega til Lindu okkar. Býr yfir mikilli lífsreynslu, er vinsæl, hlaðin dygðum og þekkir íslenska sögu vel. Pólitískur þokki hennar kæmi okkur Íslendingum vel. Hlutleysi hennar í stjórnmálum er óumdeilt og mikilvægt. Atriði, sem vega þungt hjá flestum við val á nýjum þjóðhöfðingja. Frambjóðandi á ekki að koma úr röðum gamalgróinna íslenskra stjórnmálaflokka. Það er ávísun mögulega mismunun þjóðfélagshópa. Samkvæmt stjórnarskrá Íslands er forsetaembættið valdamikið þó margir kunni og hafi haldið hinu gagnstæða fram. Getur haft víðtæk áhrif, þjóð sinni til framdráttar hér og erlendis. Til þess þarf þarf þá mannkosti og innsæi, sem Linda hefur. Ákveði Linda, að gefa kost á sér, sem forsetaframbjóðandi , sem ég vona og komi embættið í kjölfarið í hennar hlut, veit ég, að hún mun beita sér í samræmi við ákvæði stjórnarskrár lýðveldisins um forseta Íslands. Ákvæði, sem oft hafa verið vanmetin en í felast öflug tækifæri fyrir forsetann í þágu þjóðar sinnar. Stjórnmál eru: samfélagsmálaflóran í allri sinni mynd. Mál, sem varða einstaklinga með einum eða öðrum hætti. Ég tel Lindu vera góðan stjórnmálamann þó hún hafi lítið látið sig stjórnmál varða opinberlega til þessa í þeim skilningi, sem við höfum tamið okkur að leggja í það hugtak. Stjórnmál fjalla um mannleg samskipti, félagslega þátttöku á hinum ýmsum sviðum farsældar hinnar mannlegu flóru. Þar býr Linda að góðri reynslu enda getur hún litið sæl til baka á eigið líf og árangur. Hún er því stjórnmálakona í orðsins fyllstu merkingu, óháð stefnum og straumum ríkjandi íslenskrar flokkspólitíkar. – Að vera óháður í þeim skilningi felast yfirburðir. Í samskiptum er Linda líka jákvæð, glaðvær og skilningsrík. Þegar við á er hún rökföst , alvarleg og einbeitt og getur staðið fast á sínu þegar sannfæring hennar býður henni það. Hún veltir málum vandlega fyrir sér, er gagnrýnin á sig og samferðafólk en hikar ekki við, að skipta um skoðun, hnýgi rök til slíks. Langflestir bera henni orðið afar vel. Linda er vel að sér í þeim málum, sem skipta heill íslenskur þjóðarinnar máli. Hún þekkir líka vilja þjóðarinnar í þeim efnum og er sammála henni. Af góðum ættum komin? – Spurning, sem hefð er fyrir að spyrja á Íslandi, einkum af eldri kynslóðar fólki, hinum lífsreyndustu. Já, foreldrar eru frú Ása Dagný Hólmgeirsdóttur húsfreyja og Pétur Olgeirsson skiptstjóri. Linda er alin upp í dreifbýli, fyrst á Húsavík síðan á Vopnafirði. Síðari búseta í þéttbýli og víða um heim. Hún þekkir því vel til þarfa vorra allra Íslendinga - og umhverfis vors. Að mínu mati hefur enginn stigið fram til þessa, sem stendur jafnfætis heimskonunni Lindu Pétursdóttur þegar kemur að vali á nýjum þjóðhöfðingja, enda á brattann að sækja. Þjóðhöfðingi þarf að standa upp úr hvar og hvenær sem er. Fyrir þjóð sína og land. Ég skora á þig kjósandi góður, að styðja Lindu Pétursdóttur í forsetakosningum 25. júní n.k. taki hún þá ákvörðun, að bjóða fram þjónustu sína, sem þjóðhöfðingi Íslendinga á Bessastöðum.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar