Hekla innkallar Passat Finnur Thorlacius skrifar 16. mars 2016 14:54 Volkswagen Passat. Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu, þar sem kemur fram að þeir hafi fengið tilkynningu frá Volkswagen AG um innköllun á Passat árgerð 2015 og 2016, sem framleiddir voru á afmörkuðu tímabili. Um er að ræða 28 bifreiðar. Ástæða innköllunar er að möguleiki er á að tengi fyrir leiðslur í rafmagnsstjórnboxi sé ekki tryggilega fest. Ef los verður á tenginu getur bíllinn drepið á sér og truflanir orðið á öðrum rafbúnaði eins og mælaborði, aflstýri og hjálparátaki fyrir bremsur. Við þær aðstæður getur skapast slysahætta. Kemur fram í tilkynningunni að viðkomandi bifreiðareigendur munu fá sent bréf frá Heklu vegna þessarar innköllunar. Eigendum Passat bíla árgerð 2015 og 2016 sem fluttir hafa verið inn af öðrum en Heklu hf. er bent á að hafa samband við Heklu hf. til að kanna hvort þeirra bíll falli undir þessa innköllun. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu, þar sem kemur fram að þeir hafi fengið tilkynningu frá Volkswagen AG um innköllun á Passat árgerð 2015 og 2016, sem framleiddir voru á afmörkuðu tímabili. Um er að ræða 28 bifreiðar. Ástæða innköllunar er að möguleiki er á að tengi fyrir leiðslur í rafmagnsstjórnboxi sé ekki tryggilega fest. Ef los verður á tenginu getur bíllinn drepið á sér og truflanir orðið á öðrum rafbúnaði eins og mælaborði, aflstýri og hjálparátaki fyrir bremsur. Við þær aðstæður getur skapast slysahætta. Kemur fram í tilkynningunni að viðkomandi bifreiðareigendur munu fá sent bréf frá Heklu vegna þessarar innköllunar. Eigendum Passat bíla árgerð 2015 og 2016 sem fluttir hafa verið inn af öðrum en Heklu hf. er bent á að hafa samband við Heklu hf. til að kanna hvort þeirra bíll falli undir þessa innköllun.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent