Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - ÍR 27-26 | ÍR fallið með Víkingi Guðmundur Marinó Ingvarsson í Víkinni skrifar 17. mars 2016 21:45 Víkingur er falinn en þjálfari liðsins, Ágúst Þór Jóhannsson, biður engu að síður fyrir sigri. vísir/stefán ÍR féll í kvöld í 1. deild í handbolta þegar liðið tapaði 27-26 fyrir Víkingi á útivelli í Olís deild karla í handbolta. ÍR var 14-12 yfir í hálfleik. Bæði þessi lið munu leika í 1. deild á næstu leiktíð því ÍR varð að vinna þrjá síðustu leiki sína í deildinni og treysta á að Akureyri tapaði sínum til að halda sæti sínu í deildinni. Það var því ljóst frá upphafi að mikið var undir. Bæði lið lögðu allt í leikinn. Víkingar fallnir en að spila fyrir stoltið og var að sjá eins og spennufallið við að falla hafi hjálpað Víkingi sem hefur ekki tapað neinum af þremur leikjum sínum síðan liðið féll og alls náð í 4 stig. ÍR var með yfirhöndina í leiknum í fyrri hálfleik en varð fyrir miklu áfalli um miðbik hans þegar Ingi Rafn Róbertsson meiddist og kom ekki meira við sögu. Breiddin er ekki mikil hjá ÍR og saknaði liðið Inga mikið en Ingi hefur leikið vel að undanförnu og verið stígandi í hans leik. ÍR var tveimur mörkum yfir í hálfleik en Víkingar komu eins og særð dýr til leiks í seinni hálfleik og náðu fljótt frumkvæðinu. ÍR-ingar jöfnuðu sig á því og var gríðarleg spenna allt til leiksloka. Liðin skiptust á að leiða en ÍR-ingar voru vægast sagt ósáttir við þá Gísla Jóhannesson og Hafstein Ingibergsson þegar þeir dæmdu línu á Aron Örn Ægisson þegar Aron stökk inn í teiginn, ÍR-ingar vildu víti. Marki undir þegar hálf mínúta var eftir vann ÍR boltann aftur en náði ekki að skora í þann mund sem leiknum lauk. Bæði lið því fallin. ÍR barðist hetjulega seinni hluta móts en vandræðagangur liðsins fyrir áramót var of mikill til að liðið gæti bjargað sér frá falli. Flestir leikir liðsins hafa verið jafnir og spennandi en oftar en ekki hefur andstæðingurinn fagnað sigri í lokin. Víkingur er með 11 stig í botnsætinu þegar tvær umferðir eru eftir og ÍR í sætinu fyrir ofan með 16 stig. Akureyri er með 21 stig þar fyrir ofan og á þrjá leiki eftir. Bjarni: Trúðum að við gætum gert eitthvað ótrúlegt„Þetta er bara glatað,“ sagði Bjarni Fritzson þjálfari ÍR um þá staðreynd að ÍR er fallið niður í 1. deild í handbolta. „Eftir að við misstum leikinn úr höndunum á okkur gegn Aftureldingu hérna seinast þá hefði allt þurft að ganga upp. Við trúðum því statt og stöðugt að við gætum gert eitthvað ótrúlegt hérna í lokin. Það vantaði ekki mikið upp á.“ ÍR-ingar hafa lagt sig alla í síðustu leiki og gert allt sem í þeirra valdi stóð til að vinna þá leiki sem þurftu en staðan var einfaldlega orðin of erfið. „Menn eru búnir að gefa hjarta og sál í verkefnið og þú getur ekki verið ósáttur við leikmenn þegar þeir gera allt sem þeir geta. „Þetta er búið að vera mjög lærdómsríkur vetur og við fáum mikið út úr honum af því að við gáfum allt í þetta. „Ef leikmenn gefa allt sitt í þetta þá bæta þeir sig,“ sagði Bjarni en lang flestir leikir ÍR hafa verið jafnir og úrslitin ráðist í lokin. „Nánast allir leikirnir okkar í vetur hafa verið alveg eins. Þeir réðust alltaf á síðustu sekúndunum. Það segir pínu um hugarfarið hjá okkur. Það er sama hverjum við mætum það er alltaf á þeirra getu. Sama þótt liðin séu mismunandi að getu,“ sagði Bjarni. ÍR-ingar hafa átt í nokkrum meiðsla vandræðum á leiktíðinni og endurspeglaði það nokkurn vegin tímabil ÍR-inga að missa Inga Rafn Róbertsson meiddan að velli í fyrri hálfleik en Bjarni vildi ekki fela sig á bak við meiðslin. Hann var þó ósáttur við að fá ekki víti undir lokin þegar Aron Örn fór í gegn en fékk aðeins dæmda á sig línu. „Eða þegar þeir dæma ekki víti þegar Aron fer á milli eitt og tvö. Þeir dæma bara línu og leikurinn búinn. Það var búið að strauja hann rétt á undan líka. „Það vantaði herslumuninn. Við spiluðum góða vörn og þeir ná að skora, tvö, þrjú, þegar það vantar herslumuninn á að ná að stoppa. Það er saga tímabilsins. Það vantaði örlítið upp á,“ sagð Bjarni en að lokum þá lýgur taflan ekki og þau lið sem falla eru einfaldlega slökust á tímabilinu. „Ef og hefði er ekki til. Það þýðir ekki að velta sér upp úr því. Við vorum ekki nógu góðir í vetur. Það er það rétta. Þó við höfum gefið allt í þetta þá vorum við ekki nógu góðir og klókir á síðustu sekúndunum í allt of mörgum leikjum sem við glutrum frá okkur. Þetta snýst um að safna stigum. Það er ekki nóg að spila vel í næstum því allan leiktímann.“ Ágúst: Mikil fórnfýsi í mönnum„Við höfum spilað marga leiki mjög vel í vetur. Verið í jöfnum leikjum en ekki náð að klára þá en við höfum náð að sýna heilsteyptari leik núna upp á síðkastið,“ sagði Ágúst Jóhannsson þjálfari Víkings en síðan Víkingur féll hefur liðið gert tvö jafnefli fyrir sigurinn í kvöld. „Strákarnir hafa verið yfirvegaðir og flottir og gæðin alltaf að aukast. Mistökunum að fækka og þar að leiðandi höfum við náð góðum úrslitum upp á síðkastið.“ Ágúst sagði þó spennufallið við að falla hefði ekki átt að breyta svo miklu þar sem liðið hefur reynslumikla leikmenn innanborðs. „Það eru reynslumiklir leikmenn í bland við mjög unga stráka í liðinu. Mér fannst spennustigið oft vera í fínu lagi en auðvitað breytast hlutirnir þegar liðið er fallið og menn rólegri á boltanum en að sama skapi þá hef ég verið ánægður með leik liðsins stóran hluta í vetur og nánast allan tímann núna eftir áramót.“ Þó Víkingur væri fallinn var að sjá mikið hungur hjá leikmönnum liðsins í að landa sigrinum í kvöld. „Þetta var að mörgu leyti viljasigur hér í lokin. Menn köstuðu sér á boltann og það var mikil fórnfýsi í mönnum. Það hefur einkennt liðið að mestu leyti í vetur. Það má ekki gleyma því að við höfum tapað tveimur leikjum stórt annars höfum við tapað flestum leikjum með, einu, tveim, þremur mörkum í vetur. Það hefur oft munað litlu og það er oft saga liðanna sem falla,“ sagði Ágúst. Olís-deild karla Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Danir úr leik á HM Handbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira
ÍR féll í kvöld í 1. deild í handbolta þegar liðið tapaði 27-26 fyrir Víkingi á útivelli í Olís deild karla í handbolta. ÍR var 14-12 yfir í hálfleik. Bæði þessi lið munu leika í 1. deild á næstu leiktíð því ÍR varð að vinna þrjá síðustu leiki sína í deildinni og treysta á að Akureyri tapaði sínum til að halda sæti sínu í deildinni. Það var því ljóst frá upphafi að mikið var undir. Bæði lið lögðu allt í leikinn. Víkingar fallnir en að spila fyrir stoltið og var að sjá eins og spennufallið við að falla hafi hjálpað Víkingi sem hefur ekki tapað neinum af þremur leikjum sínum síðan liðið féll og alls náð í 4 stig. ÍR var með yfirhöndina í leiknum í fyrri hálfleik en varð fyrir miklu áfalli um miðbik hans þegar Ingi Rafn Róbertsson meiddist og kom ekki meira við sögu. Breiddin er ekki mikil hjá ÍR og saknaði liðið Inga mikið en Ingi hefur leikið vel að undanförnu og verið stígandi í hans leik. ÍR var tveimur mörkum yfir í hálfleik en Víkingar komu eins og særð dýr til leiks í seinni hálfleik og náðu fljótt frumkvæðinu. ÍR-ingar jöfnuðu sig á því og var gríðarleg spenna allt til leiksloka. Liðin skiptust á að leiða en ÍR-ingar voru vægast sagt ósáttir við þá Gísla Jóhannesson og Hafstein Ingibergsson þegar þeir dæmdu línu á Aron Örn Ægisson þegar Aron stökk inn í teiginn, ÍR-ingar vildu víti. Marki undir þegar hálf mínúta var eftir vann ÍR boltann aftur en náði ekki að skora í þann mund sem leiknum lauk. Bæði lið því fallin. ÍR barðist hetjulega seinni hluta móts en vandræðagangur liðsins fyrir áramót var of mikill til að liðið gæti bjargað sér frá falli. Flestir leikir liðsins hafa verið jafnir og spennandi en oftar en ekki hefur andstæðingurinn fagnað sigri í lokin. Víkingur er með 11 stig í botnsætinu þegar tvær umferðir eru eftir og ÍR í sætinu fyrir ofan með 16 stig. Akureyri er með 21 stig þar fyrir ofan og á þrjá leiki eftir. Bjarni: Trúðum að við gætum gert eitthvað ótrúlegt„Þetta er bara glatað,“ sagði Bjarni Fritzson þjálfari ÍR um þá staðreynd að ÍR er fallið niður í 1. deild í handbolta. „Eftir að við misstum leikinn úr höndunum á okkur gegn Aftureldingu hérna seinast þá hefði allt þurft að ganga upp. Við trúðum því statt og stöðugt að við gætum gert eitthvað ótrúlegt hérna í lokin. Það vantaði ekki mikið upp á.“ ÍR-ingar hafa lagt sig alla í síðustu leiki og gert allt sem í þeirra valdi stóð til að vinna þá leiki sem þurftu en staðan var einfaldlega orðin of erfið. „Menn eru búnir að gefa hjarta og sál í verkefnið og þú getur ekki verið ósáttur við leikmenn þegar þeir gera allt sem þeir geta. „Þetta er búið að vera mjög lærdómsríkur vetur og við fáum mikið út úr honum af því að við gáfum allt í þetta. „Ef leikmenn gefa allt sitt í þetta þá bæta þeir sig,“ sagði Bjarni en lang flestir leikir ÍR hafa verið jafnir og úrslitin ráðist í lokin. „Nánast allir leikirnir okkar í vetur hafa verið alveg eins. Þeir réðust alltaf á síðustu sekúndunum. Það segir pínu um hugarfarið hjá okkur. Það er sama hverjum við mætum það er alltaf á þeirra getu. Sama þótt liðin séu mismunandi að getu,“ sagði Bjarni. ÍR-ingar hafa átt í nokkrum meiðsla vandræðum á leiktíðinni og endurspeglaði það nokkurn vegin tímabil ÍR-inga að missa Inga Rafn Róbertsson meiddan að velli í fyrri hálfleik en Bjarni vildi ekki fela sig á bak við meiðslin. Hann var þó ósáttur við að fá ekki víti undir lokin þegar Aron Örn fór í gegn en fékk aðeins dæmda á sig línu. „Eða þegar þeir dæma ekki víti þegar Aron fer á milli eitt og tvö. Þeir dæma bara línu og leikurinn búinn. Það var búið að strauja hann rétt á undan líka. „Það vantaði herslumuninn. Við spiluðum góða vörn og þeir ná að skora, tvö, þrjú, þegar það vantar herslumuninn á að ná að stoppa. Það er saga tímabilsins. Það vantaði örlítið upp á,“ sagð Bjarni en að lokum þá lýgur taflan ekki og þau lið sem falla eru einfaldlega slökust á tímabilinu. „Ef og hefði er ekki til. Það þýðir ekki að velta sér upp úr því. Við vorum ekki nógu góðir í vetur. Það er það rétta. Þó við höfum gefið allt í þetta þá vorum við ekki nógu góðir og klókir á síðustu sekúndunum í allt of mörgum leikjum sem við glutrum frá okkur. Þetta snýst um að safna stigum. Það er ekki nóg að spila vel í næstum því allan leiktímann.“ Ágúst: Mikil fórnfýsi í mönnum„Við höfum spilað marga leiki mjög vel í vetur. Verið í jöfnum leikjum en ekki náð að klára þá en við höfum náð að sýna heilsteyptari leik núna upp á síðkastið,“ sagði Ágúst Jóhannsson þjálfari Víkings en síðan Víkingur féll hefur liðið gert tvö jafnefli fyrir sigurinn í kvöld. „Strákarnir hafa verið yfirvegaðir og flottir og gæðin alltaf að aukast. Mistökunum að fækka og þar að leiðandi höfum við náð góðum úrslitum upp á síðkastið.“ Ágúst sagði þó spennufallið við að falla hefði ekki átt að breyta svo miklu þar sem liðið hefur reynslumikla leikmenn innanborðs. „Það eru reynslumiklir leikmenn í bland við mjög unga stráka í liðinu. Mér fannst spennustigið oft vera í fínu lagi en auðvitað breytast hlutirnir þegar liðið er fallið og menn rólegri á boltanum en að sama skapi þá hef ég verið ánægður með leik liðsins stóran hluta í vetur og nánast allan tímann núna eftir áramót.“ Þó Víkingur væri fallinn var að sjá mikið hungur hjá leikmönnum liðsins í að landa sigrinum í kvöld. „Þetta var að mörgu leyti viljasigur hér í lokin. Menn köstuðu sér á boltann og það var mikil fórnfýsi í mönnum. Það hefur einkennt liðið að mestu leyti í vetur. Það má ekki gleyma því að við höfum tapað tveimur leikjum stórt annars höfum við tapað flestum leikjum með, einu, tveim, þremur mörkum í vetur. Það hefur oft munað litlu og það er oft saga liðanna sem falla,“ sagði Ágúst.
Olís-deild karla Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Danir úr leik á HM Handbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira