Viljum við hætta öllum forvörnum gagnvart slysum á sjó? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar 19. mars 2016 15:02 Spyrja má hvers konar umfjöllun það fengi í samfélaginu ef fram kæmi á Alþingi tillaga um að hætta námskeiðahaldi fyrir sjómenn og forvarnarstarfi gagnvart slysum á sjó. Sú röksemdafærsla sem heyrst hefur frá talsmönnum þess að selja áfengi í matvörubúðum er að ýmsu leyti hliðstæð slíkum málflutningi. Eitt mikilvægasta viðfangsefni samfélagsins er að fyrirbyggja heimilisofbeldi. Það er málefni sem stofnanir samfélagsins sem fjalla um heilsu og almannaheill eru einhuga um. Með komu Varnarliðsins um miðja sl. öld jókst aðgengi að áfengi á Suðurnesjum eins og þekkt er. Í marga áratugi hefur verið meira um heimilisofbeldi og önnur félagsleg vandamál á Suðurnesjum en annarsstaðar á landinu. Félagslegu vandamálin, eru geðraskanir, lágt menntunarstig, ungar einstæðar mæður og örorka. Allar fagstéttir sem vinna að menntunar og velferðarmálum hafa bent á skaðann sem aukið aðgengi að áfengi veldur. Þar kemur fram að kostnaður hins opinbera aukist mest vegna aukinnar áfengisneyslu þeirra sem drekka áfengi í hófi. Meira en 70 prósent kvenna eru andvíg því að selja áfengi í verslunum samkv. könnun Fréttablaðsins. Kynferðisofbeldi tengist áfengisneysluGera má ráð fyrir að sá hópur kvenna sem beittur hefur verið kynferðislegu ofbeldi sé í þeim hóp og stærð þess hóps er ógnvænleg, meira en 30% kvenna hafa verið beitt kynferðisofbeldi á einhverjum tíma. Þáttur áfengisneyslu í kynferðisofbeldismálum er löngu þekktur. Hafði andstaða fagstétta og kvenna engin áhrif á ákvörðum meirihluta allsherjar og menntamálanefndar? Samtök foreldrafélaga, sem eru afl 21. aldar í að styrkja menntun og velferð í landinu og samtök barna og ungmenna eru í hópi þeirra sem eru andvíg sölu áfengis í matvöruverslunum. Undirritaður ólst upp á Suðurnesjum, hefur setið í Barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar frá árinu 2002 og einnig unnið að jafnréttisfræðslu fyrir unglinga og foreldra. Ef skoðaður er nánar sá hluti barna sem er hvað verst settur þ.e. um 25% barna. Það eru börnin sem alast upp á heimilum með geðvandamál, vímuefnavandamál eða heimilisofbeldi. Áfengisneysla stór áhrifavaldurAfleiðingar áfengsneyslu eru oft samnefnari í öllum þessum vandamálum. Eins og vitað er leggur hið opinbera ekki til nægt fjármagn til að takast á við afleiðingar áfengisneyslu og vandræðalega litlu fjármagni er varið í forvarnir. Með auknu aðgengi að áfengi eins og mælt er fyrir nú er verið að auka enn frekar vandamál verst setta hóps samfélagsins. Það sem vitum um skaðsemi ofneyslu áfengis er byggt á jafn traustum heimildum og okkar bestu og mikilvægustu samfélagsreglur, eins og það er bannað að keyra ölvaður. Sama þyrfti á eiga við um uppeldi á börnum en lögum um að banna ölvuðu fólki að ala upp börn er erfitt að framfylgja. Við þurfum aftur á móti ekki lagabreytingar sem fjölga ölvuðu fólki í barnauppeldi. Tímamótarannsóknin ACE STUDY var unnin árin 1995 – 1997. Þátttakendur voru 17.000. Rannsóknin sýnir ef að stúlka elst upp á heimili með foreldrum sem misnota áfengi eru 500% meiri líkur á að hún verði fórnarlamb heimilisofbeldis á fullorðinsárum og 900% meiri líkur á að hún verði fyrir nauðgun. Fjölda annarra rannsókna sýna samskonar niðurstöður. Aukið fjármagn til lögreglumála kemur ekki í veg fyrir heimilisofbeldi og hefði ekki getað gert það fyrir þær þúsundir einstaklinga sem hafa verið fórnarlömb ofneyslu á áfengis á Suðurnesjum með tilkomu aukins aðgengis að því frá miðri 20. öld. Hagsmunir verslanakeðja sem vilja fá að selja áfengi og hafa af því tekjur eru í þessu máli fullkomlega andstæðar og vinna gegn hagsmunum alls þorra landsmanna sem ótvírætt hafa hag af og bera ábyrgð á félagslegum aðstæðum samborgaranna. Gróði verslunar = tap fólksins!Verslanakeðjurnar þurfa ekki að greiða kostnað af aukinni áfengisneyslu almennings og þeim félagslegu áföllum sem af henni leiða. Sá kostnaður lendir hinsvegar á samfélaginu með ýmsum birtingarmyndum þar sem einna átakanlegast er aukið heimilisofbeldi gagnvart bæði konum og börnum með öllum því óbætanlega tjóni sem af slíku hlýst. Til að réttlæta þessa breytingu á fyrirkomulagi á sölu áfengis sem er í raun bein aðför að lýðheilsu og hagsmunum almennings, er rætt um að lögreglan fái fjármagn til að stunda forvarnir og taka félagsleg vandamál eins og heimilisofbeldi fastari tökum. Á því er full þörf nú þegar án þess að bætt sé í til að fjölga slíkum verkefnunum. Það sem þó er alvarlegast við þá rökfærslu sem komið hefur fram í orðræðu á Alþingi er að með fjárveitingum til lögreglu er verið að taka á vandamálum eftir að þau eru orðin til en ekki að reyna að fyrirbyggja þau. Viljum við hætta að fyrirbyggja sjóslys?Með sömu rökum ættum við ekki að kenna sjómönnum að fyrirbyggja óhöpp eða slys um borð í skipum, ekki að ætlast til að skipstjórar forðist að sigla skipum sínum í hættu eða að krefjast þess að skip séu vel útbúin og með björgunarbáta. Nei ekki aldeilis - samkvæmt þeirri hugmyndafræði sem fram kemur í umfjöllun um sölu áfengis í matvörubúðum þá ættum við eingöngu að veita auknu fé til landhelgisgæslunnar og björgunarsveita. Þessir aðilar sjá jú um að bjarga því sem bjargað verður þegar skaðinn er skeður. Það er sú hugsun sem kemur fram í umræðunni um þetta frumvarp á Alþingi. Getur verið að þingmenn Íslendinga árið 2016 séu tilbúnir til að samþykkja regluverk um sölu áfengis sem jafngildir því að afnema fullkomlega allar slysavarnir og forvarnarhugsun fyrir sjómenn á Íslandsmiðum og beina einungis kröftum að björgunarliðinu? Hér er um að tefla stærra mál en svo að það snúist bara um hver fær að selja hvað. Hér er eitt af stærstu lýðheilsumálum samfélagsins lagt á vogarskálarnar - og öll fagleg og skynsemisrök eru á móti breytingu á núverandi fyrirkomulagi. Hér mun við afgreiðslu þessara mála verða fylgst grannt með afstöðu þingmanna og þá hverjir taka afstöðu byggða á hagsmunum þjóðarinnar annars vegar og hagsmunum verslunarinnar hinsvegar. Fyrir þingmenn Suðurnesja er þetta val einfalt - einkennin eru einna skýrust í þeirra kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Grétar Gunnarsson Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Spyrja má hvers konar umfjöllun það fengi í samfélaginu ef fram kæmi á Alþingi tillaga um að hætta námskeiðahaldi fyrir sjómenn og forvarnarstarfi gagnvart slysum á sjó. Sú röksemdafærsla sem heyrst hefur frá talsmönnum þess að selja áfengi í matvörubúðum er að ýmsu leyti hliðstæð slíkum málflutningi. Eitt mikilvægasta viðfangsefni samfélagsins er að fyrirbyggja heimilisofbeldi. Það er málefni sem stofnanir samfélagsins sem fjalla um heilsu og almannaheill eru einhuga um. Með komu Varnarliðsins um miðja sl. öld jókst aðgengi að áfengi á Suðurnesjum eins og þekkt er. Í marga áratugi hefur verið meira um heimilisofbeldi og önnur félagsleg vandamál á Suðurnesjum en annarsstaðar á landinu. Félagslegu vandamálin, eru geðraskanir, lágt menntunarstig, ungar einstæðar mæður og örorka. Allar fagstéttir sem vinna að menntunar og velferðarmálum hafa bent á skaðann sem aukið aðgengi að áfengi veldur. Þar kemur fram að kostnaður hins opinbera aukist mest vegna aukinnar áfengisneyslu þeirra sem drekka áfengi í hófi. Meira en 70 prósent kvenna eru andvíg því að selja áfengi í verslunum samkv. könnun Fréttablaðsins. Kynferðisofbeldi tengist áfengisneysluGera má ráð fyrir að sá hópur kvenna sem beittur hefur verið kynferðislegu ofbeldi sé í þeim hóp og stærð þess hóps er ógnvænleg, meira en 30% kvenna hafa verið beitt kynferðisofbeldi á einhverjum tíma. Þáttur áfengisneyslu í kynferðisofbeldismálum er löngu þekktur. Hafði andstaða fagstétta og kvenna engin áhrif á ákvörðum meirihluta allsherjar og menntamálanefndar? Samtök foreldrafélaga, sem eru afl 21. aldar í að styrkja menntun og velferð í landinu og samtök barna og ungmenna eru í hópi þeirra sem eru andvíg sölu áfengis í matvöruverslunum. Undirritaður ólst upp á Suðurnesjum, hefur setið í Barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar frá árinu 2002 og einnig unnið að jafnréttisfræðslu fyrir unglinga og foreldra. Ef skoðaður er nánar sá hluti barna sem er hvað verst settur þ.e. um 25% barna. Það eru börnin sem alast upp á heimilum með geðvandamál, vímuefnavandamál eða heimilisofbeldi. Áfengisneysla stór áhrifavaldurAfleiðingar áfengsneyslu eru oft samnefnari í öllum þessum vandamálum. Eins og vitað er leggur hið opinbera ekki til nægt fjármagn til að takast á við afleiðingar áfengisneyslu og vandræðalega litlu fjármagni er varið í forvarnir. Með auknu aðgengi að áfengi eins og mælt er fyrir nú er verið að auka enn frekar vandamál verst setta hóps samfélagsins. Það sem vitum um skaðsemi ofneyslu áfengis er byggt á jafn traustum heimildum og okkar bestu og mikilvægustu samfélagsreglur, eins og það er bannað að keyra ölvaður. Sama þyrfti á eiga við um uppeldi á börnum en lögum um að banna ölvuðu fólki að ala upp börn er erfitt að framfylgja. Við þurfum aftur á móti ekki lagabreytingar sem fjölga ölvuðu fólki í barnauppeldi. Tímamótarannsóknin ACE STUDY var unnin árin 1995 – 1997. Þátttakendur voru 17.000. Rannsóknin sýnir ef að stúlka elst upp á heimili með foreldrum sem misnota áfengi eru 500% meiri líkur á að hún verði fórnarlamb heimilisofbeldis á fullorðinsárum og 900% meiri líkur á að hún verði fyrir nauðgun. Fjölda annarra rannsókna sýna samskonar niðurstöður. Aukið fjármagn til lögreglumála kemur ekki í veg fyrir heimilisofbeldi og hefði ekki getað gert það fyrir þær þúsundir einstaklinga sem hafa verið fórnarlömb ofneyslu á áfengis á Suðurnesjum með tilkomu aukins aðgengis að því frá miðri 20. öld. Hagsmunir verslanakeðja sem vilja fá að selja áfengi og hafa af því tekjur eru í þessu máli fullkomlega andstæðar og vinna gegn hagsmunum alls þorra landsmanna sem ótvírætt hafa hag af og bera ábyrgð á félagslegum aðstæðum samborgaranna. Gróði verslunar = tap fólksins!Verslanakeðjurnar þurfa ekki að greiða kostnað af aukinni áfengisneyslu almennings og þeim félagslegu áföllum sem af henni leiða. Sá kostnaður lendir hinsvegar á samfélaginu með ýmsum birtingarmyndum þar sem einna átakanlegast er aukið heimilisofbeldi gagnvart bæði konum og börnum með öllum því óbætanlega tjóni sem af slíku hlýst. Til að réttlæta þessa breytingu á fyrirkomulagi á sölu áfengis sem er í raun bein aðför að lýðheilsu og hagsmunum almennings, er rætt um að lögreglan fái fjármagn til að stunda forvarnir og taka félagsleg vandamál eins og heimilisofbeldi fastari tökum. Á því er full þörf nú þegar án þess að bætt sé í til að fjölga slíkum verkefnunum. Það sem þó er alvarlegast við þá rökfærslu sem komið hefur fram í orðræðu á Alþingi er að með fjárveitingum til lögreglu er verið að taka á vandamálum eftir að þau eru orðin til en ekki að reyna að fyrirbyggja þau. Viljum við hætta að fyrirbyggja sjóslys?Með sömu rökum ættum við ekki að kenna sjómönnum að fyrirbyggja óhöpp eða slys um borð í skipum, ekki að ætlast til að skipstjórar forðist að sigla skipum sínum í hættu eða að krefjast þess að skip séu vel útbúin og með björgunarbáta. Nei ekki aldeilis - samkvæmt þeirri hugmyndafræði sem fram kemur í umfjöllun um sölu áfengis í matvörubúðum þá ættum við eingöngu að veita auknu fé til landhelgisgæslunnar og björgunarsveita. Þessir aðilar sjá jú um að bjarga því sem bjargað verður þegar skaðinn er skeður. Það er sú hugsun sem kemur fram í umræðunni um þetta frumvarp á Alþingi. Getur verið að þingmenn Íslendinga árið 2016 séu tilbúnir til að samþykkja regluverk um sölu áfengis sem jafngildir því að afnema fullkomlega allar slysavarnir og forvarnarhugsun fyrir sjómenn á Íslandsmiðum og beina einungis kröftum að björgunarliðinu? Hér er um að tefla stærra mál en svo að það snúist bara um hver fær að selja hvað. Hér er eitt af stærstu lýðheilsumálum samfélagsins lagt á vogarskálarnar - og öll fagleg og skynsemisrök eru á móti breytingu á núverandi fyrirkomulagi. Hér mun við afgreiðslu þessara mála verða fylgst grannt með afstöðu þingmanna og þá hverjir taka afstöðu byggða á hagsmunum þjóðarinnar annars vegar og hagsmunum verslunarinnar hinsvegar. Fyrir þingmenn Suðurnesja er þetta val einfalt - einkennin eru einna skýrust í þeirra kjördæmi.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun