Mathöll verður opnuð á Hlemmi í haust Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. mars 2016 13:36 Þrívíddarmynd af því hvernig mathöllin mun hugsanlega líta út. mynd/trípóli arkitektúr Reykjavíkurborg og Sjávarklasinn skrifuðu í dag undir samstarfssamning um mathöll sem opna mun á Hlemmi í haust. Mathöllin á að vera heimili úrvals sælkeraverslana og smárra veitingastaða en Hlemmur verður þó eftir sem áður mikilvægur áfangastaður í leiðakerfi Strætó. Þá munu farþegar Strætó njóta bættrar þjónustu á opnunartíma mathallarinnar. Verkefnið hefur verið í undirbúningi um nokkurt skeið en seinasta sumar auglýsti borgin eftir rekstraraðila að matarmarkaði á Hlemmi. Í ágúst samþykkti borgarráð að velja Sjávarklasann til áframhaldandi viðræðna og síðan þá hefur verið unnið að þróun mathallarinnar. Ráðast þarf í umtalsverðar breytingar á Hlemmi áður en matarhöllin opnar og munu framkvæmdir hefjast í apríl. Reykjavíkurborg stendur straum af kostnaði vegna breytinganna en í liðinni viku samþykkti borgarráð að verja 107 milljónum króna í verkefnið. Haukur Már Gestsson og Bjarki Vigfússon hjá Sjávarklasanum eru framkvæmdastjórar mathallarinnar. Þeir vilja leggja sérstaka áherslu á matarupplifun, gæði vörunnar og fjölbreytni þannig að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. „Á Hlemmi verður úrval lítilla sælkeraverslana og veitingastaða. Þar gæti verið á boðstólnum allt frá nýbökuðu brauði, fersku kjöti, sjávarfangi og grænmeti yfir í kaffi, ljúffenga smárétti og framandi götumat.“ segir Haukur Már. Í þessari viku verður svo auglýst eftir rekstraraðilum en hægt verður að fylgjast með framhaldinu á hlemmurmatholl.is og á Facebook-síðu Hlemms - mathallar.Ásýnd Hlemms breytist mikið þegar búið verður að taka filmur úr gluggum.mynd/trípólí arkitektúrDeiliskipulag á Hlemmtorgi er í endurskoðun og stefnt er að því að stækka almenningsrými í kringum Hlemm í nýju skipulagi.mynd/trípólí arktitektúr Tengdar fréttir Vill fá matarmarkað á Hlemm Reykjavíkurborg auglýsir nú eftir hugmyndaríkum rekstraraðilum 15. júní 2015 07:00 Vilja að Hlemmur verði mathöll Íslenski sjávarklasinn í viðræður við borgina um rekstur á Hlemmi. 19. ágúst 2015 07:00 Vísað burt af Hlemmi eftir tugi ára Hlemmi verður lokað í vetur og rekstraraðilum vísað burt. Eigandi sjoppu á torginu er ósáttur við að fá engin svör frá Reykjavíkurborg um það hvort hann fái að halda áfram rekstri eftir endurbætur. 15. september 2015 07:00 Hlemmur áfram opinn fyrir farþega Strætó Framkvæmdir vegna matarmarkaðar eiga að hefjast í apríl. Borgin tók við rekstrinum 1. janúar. 3. janúar 2016 09:13 Harmar framkomu við starfsfólk á Hlemmi Starfsfólk Strætó er í óvissu um framtíð sína á Hlemmi vegna skipulagsbreytinga sem eru í vændum. Eftir sex vikur stendur til að loka torginu. Sonja Sigurjónsdóttir þjónustufulltrúi og Árni Kjartansson, öryggis- og húsvörður á Hlemmi, segja starfsfólki haldið í óvissu. 16. september 2015 10:00 Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Sjá meira
Reykjavíkurborg og Sjávarklasinn skrifuðu í dag undir samstarfssamning um mathöll sem opna mun á Hlemmi í haust. Mathöllin á að vera heimili úrvals sælkeraverslana og smárra veitingastaða en Hlemmur verður þó eftir sem áður mikilvægur áfangastaður í leiðakerfi Strætó. Þá munu farþegar Strætó njóta bættrar þjónustu á opnunartíma mathallarinnar. Verkefnið hefur verið í undirbúningi um nokkurt skeið en seinasta sumar auglýsti borgin eftir rekstraraðila að matarmarkaði á Hlemmi. Í ágúst samþykkti borgarráð að velja Sjávarklasann til áframhaldandi viðræðna og síðan þá hefur verið unnið að þróun mathallarinnar. Ráðast þarf í umtalsverðar breytingar á Hlemmi áður en matarhöllin opnar og munu framkvæmdir hefjast í apríl. Reykjavíkurborg stendur straum af kostnaði vegna breytinganna en í liðinni viku samþykkti borgarráð að verja 107 milljónum króna í verkefnið. Haukur Már Gestsson og Bjarki Vigfússon hjá Sjávarklasanum eru framkvæmdastjórar mathallarinnar. Þeir vilja leggja sérstaka áherslu á matarupplifun, gæði vörunnar og fjölbreytni þannig að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. „Á Hlemmi verður úrval lítilla sælkeraverslana og veitingastaða. Þar gæti verið á boðstólnum allt frá nýbökuðu brauði, fersku kjöti, sjávarfangi og grænmeti yfir í kaffi, ljúffenga smárétti og framandi götumat.“ segir Haukur Már. Í þessari viku verður svo auglýst eftir rekstraraðilum en hægt verður að fylgjast með framhaldinu á hlemmurmatholl.is og á Facebook-síðu Hlemms - mathallar.Ásýnd Hlemms breytist mikið þegar búið verður að taka filmur úr gluggum.mynd/trípólí arkitektúrDeiliskipulag á Hlemmtorgi er í endurskoðun og stefnt er að því að stækka almenningsrými í kringum Hlemm í nýju skipulagi.mynd/trípólí arktitektúr
Tengdar fréttir Vill fá matarmarkað á Hlemm Reykjavíkurborg auglýsir nú eftir hugmyndaríkum rekstraraðilum 15. júní 2015 07:00 Vilja að Hlemmur verði mathöll Íslenski sjávarklasinn í viðræður við borgina um rekstur á Hlemmi. 19. ágúst 2015 07:00 Vísað burt af Hlemmi eftir tugi ára Hlemmi verður lokað í vetur og rekstraraðilum vísað burt. Eigandi sjoppu á torginu er ósáttur við að fá engin svör frá Reykjavíkurborg um það hvort hann fái að halda áfram rekstri eftir endurbætur. 15. september 2015 07:00 Hlemmur áfram opinn fyrir farþega Strætó Framkvæmdir vegna matarmarkaðar eiga að hefjast í apríl. Borgin tók við rekstrinum 1. janúar. 3. janúar 2016 09:13 Harmar framkomu við starfsfólk á Hlemmi Starfsfólk Strætó er í óvissu um framtíð sína á Hlemmi vegna skipulagsbreytinga sem eru í vændum. Eftir sex vikur stendur til að loka torginu. Sonja Sigurjónsdóttir þjónustufulltrúi og Árni Kjartansson, öryggis- og húsvörður á Hlemmi, segja starfsfólki haldið í óvissu. 16. september 2015 10:00 Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Sjá meira
Vill fá matarmarkað á Hlemm Reykjavíkurborg auglýsir nú eftir hugmyndaríkum rekstraraðilum 15. júní 2015 07:00
Vilja að Hlemmur verði mathöll Íslenski sjávarklasinn í viðræður við borgina um rekstur á Hlemmi. 19. ágúst 2015 07:00
Vísað burt af Hlemmi eftir tugi ára Hlemmi verður lokað í vetur og rekstraraðilum vísað burt. Eigandi sjoppu á torginu er ósáttur við að fá engin svör frá Reykjavíkurborg um það hvort hann fái að halda áfram rekstri eftir endurbætur. 15. september 2015 07:00
Hlemmur áfram opinn fyrir farþega Strætó Framkvæmdir vegna matarmarkaðar eiga að hefjast í apríl. Borgin tók við rekstrinum 1. janúar. 3. janúar 2016 09:13
Harmar framkomu við starfsfólk á Hlemmi Starfsfólk Strætó er í óvissu um framtíð sína á Hlemmi vegna skipulagsbreytinga sem eru í vændum. Eftir sex vikur stendur til að loka torginu. Sonja Sigurjónsdóttir þjónustufulltrúi og Árni Kjartansson, öryggis- og húsvörður á Hlemmi, segja starfsfólki haldið í óvissu. 16. september 2015 10:00
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent