Viðskipti innlent

Vilja að Hlemmur verði mathöll

Svavar Hávarðsson skrifar
Hér verður ef til vill opnuð mathöll.
Hér verður ef til vill opnuð mathöll.
Íslenski sjávarklasinn og hópur samstarfsmanna mun á næstunni hefja viðræður við borgaryfirvöld um að taka við Hlemmi með það fyrir augum að starfrækja þar mathöll. Sjávarklasinn sótti um að taka við húsnæðinu eftir auglýsingu borgarinnar fyrr í sumar.

Sjávarklasinn telur mikil tækifæri felast í uppbyggingu mathallar á Hlemmi sem gætt getur matarmenningu Reykjavíkur enn meira lífi og skapað vettvang fyrir sölu á hágæða matvælum með áherslu á lífræna og umhverfisvæna framleiðslu. Þá skapast með þessu stórt tækifæri til aukinnar nýsköpunar og samstarfs í matarvælaframleiðslu og veitingageiranum, en sjávarklasinn hefur mikla reynslu af vinnu með nýsköpunarfyrirtækjum í matvælaiðnaði.

Áform Sjávarklasans um mathöll í Húsi sjávarklasans standa óbreytt enda mikil uppbygging við Vesturhöfnina og úti á Granda.

„Hlemmur á fyrst og síðast að þjónusta þá sem búa og starfa í næsta nágrenni Hlemms en einnig gesti miðborgarinnar sem vilja kaupa afbragðs mat og drykk,“ segir Bjarki Vigfússon, verkefnastjóri hjá Sjávarklasanum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×