Mathöll verður opnuð á Hlemmi í haust Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. mars 2016 13:36 Þrívíddarmynd af því hvernig mathöllin mun hugsanlega líta út. mynd/trípóli arkitektúr Reykjavíkurborg og Sjávarklasinn skrifuðu í dag undir samstarfssamning um mathöll sem opna mun á Hlemmi í haust. Mathöllin á að vera heimili úrvals sælkeraverslana og smárra veitingastaða en Hlemmur verður þó eftir sem áður mikilvægur áfangastaður í leiðakerfi Strætó. Þá munu farþegar Strætó njóta bættrar þjónustu á opnunartíma mathallarinnar. Verkefnið hefur verið í undirbúningi um nokkurt skeið en seinasta sumar auglýsti borgin eftir rekstraraðila að matarmarkaði á Hlemmi. Í ágúst samþykkti borgarráð að velja Sjávarklasann til áframhaldandi viðræðna og síðan þá hefur verið unnið að þróun mathallarinnar. Ráðast þarf í umtalsverðar breytingar á Hlemmi áður en matarhöllin opnar og munu framkvæmdir hefjast í apríl. Reykjavíkurborg stendur straum af kostnaði vegna breytinganna en í liðinni viku samþykkti borgarráð að verja 107 milljónum króna í verkefnið. Haukur Már Gestsson og Bjarki Vigfússon hjá Sjávarklasanum eru framkvæmdastjórar mathallarinnar. Þeir vilja leggja sérstaka áherslu á matarupplifun, gæði vörunnar og fjölbreytni þannig að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. „Á Hlemmi verður úrval lítilla sælkeraverslana og veitingastaða. Þar gæti verið á boðstólnum allt frá nýbökuðu brauði, fersku kjöti, sjávarfangi og grænmeti yfir í kaffi, ljúffenga smárétti og framandi götumat.“ segir Haukur Már. Í þessari viku verður svo auglýst eftir rekstraraðilum en hægt verður að fylgjast með framhaldinu á hlemmurmatholl.is og á Facebook-síðu Hlemms - mathallar.Ásýnd Hlemms breytist mikið þegar búið verður að taka filmur úr gluggum.mynd/trípólí arkitektúrDeiliskipulag á Hlemmtorgi er í endurskoðun og stefnt er að því að stækka almenningsrými í kringum Hlemm í nýju skipulagi.mynd/trípólí arktitektúr Tengdar fréttir Vill fá matarmarkað á Hlemm Reykjavíkurborg auglýsir nú eftir hugmyndaríkum rekstraraðilum 15. júní 2015 07:00 Vilja að Hlemmur verði mathöll Íslenski sjávarklasinn í viðræður við borgina um rekstur á Hlemmi. 19. ágúst 2015 07:00 Vísað burt af Hlemmi eftir tugi ára Hlemmi verður lokað í vetur og rekstraraðilum vísað burt. Eigandi sjoppu á torginu er ósáttur við að fá engin svör frá Reykjavíkurborg um það hvort hann fái að halda áfram rekstri eftir endurbætur. 15. september 2015 07:00 Hlemmur áfram opinn fyrir farþega Strætó Framkvæmdir vegna matarmarkaðar eiga að hefjast í apríl. Borgin tók við rekstrinum 1. janúar. 3. janúar 2016 09:13 Harmar framkomu við starfsfólk á Hlemmi Starfsfólk Strætó er í óvissu um framtíð sína á Hlemmi vegna skipulagsbreytinga sem eru í vændum. Eftir sex vikur stendur til að loka torginu. Sonja Sigurjónsdóttir þjónustufulltrúi og Árni Kjartansson, öryggis- og húsvörður á Hlemmi, segja starfsfólki haldið í óvissu. 16. september 2015 10:00 Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Reykjavíkurborg og Sjávarklasinn skrifuðu í dag undir samstarfssamning um mathöll sem opna mun á Hlemmi í haust. Mathöllin á að vera heimili úrvals sælkeraverslana og smárra veitingastaða en Hlemmur verður þó eftir sem áður mikilvægur áfangastaður í leiðakerfi Strætó. Þá munu farþegar Strætó njóta bættrar þjónustu á opnunartíma mathallarinnar. Verkefnið hefur verið í undirbúningi um nokkurt skeið en seinasta sumar auglýsti borgin eftir rekstraraðila að matarmarkaði á Hlemmi. Í ágúst samþykkti borgarráð að velja Sjávarklasann til áframhaldandi viðræðna og síðan þá hefur verið unnið að þróun mathallarinnar. Ráðast þarf í umtalsverðar breytingar á Hlemmi áður en matarhöllin opnar og munu framkvæmdir hefjast í apríl. Reykjavíkurborg stendur straum af kostnaði vegna breytinganna en í liðinni viku samþykkti borgarráð að verja 107 milljónum króna í verkefnið. Haukur Már Gestsson og Bjarki Vigfússon hjá Sjávarklasanum eru framkvæmdastjórar mathallarinnar. Þeir vilja leggja sérstaka áherslu á matarupplifun, gæði vörunnar og fjölbreytni þannig að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. „Á Hlemmi verður úrval lítilla sælkeraverslana og veitingastaða. Þar gæti verið á boðstólnum allt frá nýbökuðu brauði, fersku kjöti, sjávarfangi og grænmeti yfir í kaffi, ljúffenga smárétti og framandi götumat.“ segir Haukur Már. Í þessari viku verður svo auglýst eftir rekstraraðilum en hægt verður að fylgjast með framhaldinu á hlemmurmatholl.is og á Facebook-síðu Hlemms - mathallar.Ásýnd Hlemms breytist mikið þegar búið verður að taka filmur úr gluggum.mynd/trípólí arkitektúrDeiliskipulag á Hlemmtorgi er í endurskoðun og stefnt er að því að stækka almenningsrými í kringum Hlemm í nýju skipulagi.mynd/trípólí arktitektúr
Tengdar fréttir Vill fá matarmarkað á Hlemm Reykjavíkurborg auglýsir nú eftir hugmyndaríkum rekstraraðilum 15. júní 2015 07:00 Vilja að Hlemmur verði mathöll Íslenski sjávarklasinn í viðræður við borgina um rekstur á Hlemmi. 19. ágúst 2015 07:00 Vísað burt af Hlemmi eftir tugi ára Hlemmi verður lokað í vetur og rekstraraðilum vísað burt. Eigandi sjoppu á torginu er ósáttur við að fá engin svör frá Reykjavíkurborg um það hvort hann fái að halda áfram rekstri eftir endurbætur. 15. september 2015 07:00 Hlemmur áfram opinn fyrir farþega Strætó Framkvæmdir vegna matarmarkaðar eiga að hefjast í apríl. Borgin tók við rekstrinum 1. janúar. 3. janúar 2016 09:13 Harmar framkomu við starfsfólk á Hlemmi Starfsfólk Strætó er í óvissu um framtíð sína á Hlemmi vegna skipulagsbreytinga sem eru í vændum. Eftir sex vikur stendur til að loka torginu. Sonja Sigurjónsdóttir þjónustufulltrúi og Árni Kjartansson, öryggis- og húsvörður á Hlemmi, segja starfsfólki haldið í óvissu. 16. september 2015 10:00 Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Vill fá matarmarkað á Hlemm Reykjavíkurborg auglýsir nú eftir hugmyndaríkum rekstraraðilum 15. júní 2015 07:00
Vilja að Hlemmur verði mathöll Íslenski sjávarklasinn í viðræður við borgina um rekstur á Hlemmi. 19. ágúst 2015 07:00
Vísað burt af Hlemmi eftir tugi ára Hlemmi verður lokað í vetur og rekstraraðilum vísað burt. Eigandi sjoppu á torginu er ósáttur við að fá engin svör frá Reykjavíkurborg um það hvort hann fái að halda áfram rekstri eftir endurbætur. 15. september 2015 07:00
Hlemmur áfram opinn fyrir farþega Strætó Framkvæmdir vegna matarmarkaðar eiga að hefjast í apríl. Borgin tók við rekstrinum 1. janúar. 3. janúar 2016 09:13
Harmar framkomu við starfsfólk á Hlemmi Starfsfólk Strætó er í óvissu um framtíð sína á Hlemmi vegna skipulagsbreytinga sem eru í vændum. Eftir sex vikur stendur til að loka torginu. Sonja Sigurjónsdóttir þjónustufulltrúi og Árni Kjartansson, öryggis- og húsvörður á Hlemmi, segja starfsfólki haldið í óvissu. 16. september 2015 10:00
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent