Volkswagen Phideon fyrir Kína Finnur Thorlacius skrifar 1. mars 2016 15:55 Volkswagen Phideon er alls ekki ólíkur Phaeton heitnum. Autoblog Volkswagen ákvað að hætta smíði Phaeton lúxuskerrunnar seint á síðasta ári, en er ekki að baki dottið við að framleiða stóra lúxusfólksbíla og er nú að kynna þennan Phideon bíl á bílasýningunni í Genf. Þessi bíll er aðeins minni en Phaeton en talsvert stærri en Passat og verður eingöngu seldur í Kína. Kínverjar eru mikið fyrir stóra lúxusfólksbíla þar sem aftursætin skipta mestu máli því mektarmenn þar vilja láta keyra sig á milli staða. Þó mun ekki fara illa um ökumenn því þar má finna ökumannssæti sem hvaða lúxusbíll er sæmdur af. Í þessum bíl má velja á milli 3,0 lítra V6 bensínvélar sem er 295 hestöfl, en einnig 2,0 lítra aflminni bensínvél og tvinnútgáfa mun koma seinna. Þessi bíll er sá fyrsti sem fær Matrix MLB undirvagn Volkswagen. Eittvhað virðist þó bogið við það að Volkswagen sé að kynna bíl í Genf sem eingöngu er ætlaður Kínamarkaði, en kannski sækja margir Kínverjar sýninguna. Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent
Volkswagen ákvað að hætta smíði Phaeton lúxuskerrunnar seint á síðasta ári, en er ekki að baki dottið við að framleiða stóra lúxusfólksbíla og er nú að kynna þennan Phideon bíl á bílasýningunni í Genf. Þessi bíll er aðeins minni en Phaeton en talsvert stærri en Passat og verður eingöngu seldur í Kína. Kínverjar eru mikið fyrir stóra lúxusfólksbíla þar sem aftursætin skipta mestu máli því mektarmenn þar vilja láta keyra sig á milli staða. Þó mun ekki fara illa um ökumenn því þar má finna ökumannssæti sem hvaða lúxusbíll er sæmdur af. Í þessum bíl má velja á milli 3,0 lítra V6 bensínvélar sem er 295 hestöfl, en einnig 2,0 lítra aflminni bensínvél og tvinnútgáfa mun koma seinna. Þessi bíll er sá fyrsti sem fær Matrix MLB undirvagn Volkswagen. Eittvhað virðist þó bogið við það að Volkswagen sé að kynna bíl í Genf sem eingöngu er ætlaður Kínamarkaði, en kannski sækja margir Kínverjar sýninguna.
Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent