Chris Evans vildi ekki Matt LeBlanc í Top Gear Finnur Thorlacius skrifar 2. mars 2016 13:30 Chris Evans kominn með horn og Matt LeBlanc út. jalopnik Aðalstjórnandi komandi þátta af Top Gear setti sig á móti því að Friends leikarinn Matt LeBlanc yrði meðstjórnandi með honum og fyrir vikið hefur sýningu þáttanna verið frestað um tvær vikur, eða frá 8. maí til 22. maí. Það virðist ekki ætla að ganga þrautalaust að koma þáttunum á skjáinn og svo virðist sem aðalstjórnandinn Chris Evans mislíki margt og bandi frá sér samstarfsfólki í röðum. Chris Evans vildi meina að frægðarsól Matt LeBlanc væri hætt að skína og hann væri bara eini-sinni-var frægur og það væri ekki gott fyrir þáttinn. Chris Evans hefur líka losað sig við framleiðandann Lisa Clark vegna árekstra við hana við framleiðsluna. Það var einmitt Lisa sem vildi fá Matt LeBlanc í þættina. Eftir standa meðstjórnendurnir Chris Harris, Sabine Schmidt, Eddie Jordan og Rory Reid og ætti sá fríði flokkur að duga til að skila athygliverðum þáttum. Á leiðinni að framleiðslu þáttanna hefur Chris Evans hótað að hætta framleiðslu þeirra vegna mikilla afskipta frá stjórnendum BBC. Hann þykir mjög stjórnsamur og virðist hafa sömu drottnunartilburðina og fyrrum aðalframleiðandi þáttanna, Any Wilman, sem þó tókst vel að vinna með þeim Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent
Aðalstjórnandi komandi þátta af Top Gear setti sig á móti því að Friends leikarinn Matt LeBlanc yrði meðstjórnandi með honum og fyrir vikið hefur sýningu þáttanna verið frestað um tvær vikur, eða frá 8. maí til 22. maí. Það virðist ekki ætla að ganga þrautalaust að koma þáttunum á skjáinn og svo virðist sem aðalstjórnandinn Chris Evans mislíki margt og bandi frá sér samstarfsfólki í röðum. Chris Evans vildi meina að frægðarsól Matt LeBlanc væri hætt að skína og hann væri bara eini-sinni-var frægur og það væri ekki gott fyrir þáttinn. Chris Evans hefur líka losað sig við framleiðandann Lisa Clark vegna árekstra við hana við framleiðsluna. Það var einmitt Lisa sem vildi fá Matt LeBlanc í þættina. Eftir standa meðstjórnendurnir Chris Harris, Sabine Schmidt, Eddie Jordan og Rory Reid og ætti sá fríði flokkur að duga til að skila athygliverðum þáttum. Á leiðinni að framleiðslu þáttanna hefur Chris Evans hótað að hætta framleiðslu þeirra vegna mikilla afskipta frá stjórnendum BBC. Hann þykir mjög stjórnsamur og virðist hafa sömu drottnunartilburðina og fyrrum aðalframleiðandi þáttanna, Any Wilman, sem þó tókst vel að vinna með þeim Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent