Ert þú samkeppnislagabrjótur? Lárus S. Lárusson skrifar 2. mars 2016 14:51 Persónuvernd og Samkeppniseftirlitið eru afar ólíkar stofnanir. Að jafnaði fer lítið fyrir verkum Persónuverndar á meðan störf Samkeppniseftirlitsins virðast vera sífelldur fréttamatur. Ég hef verið svo heppinn að fá að starfa hjá báðum þessum stofnunum og af þeim sökum þykir mér sérstaklega spennandi þegar leiðir þessara ólíku stjórnvalda liggja saman, jafn sjaldan og það gerist. Einn slíkur hvítur hrafn sást í nóvember sl. en fékk litla athygli. Engu að síður var um stórt mál að ræða sem hefur umtalsverð áhrif á verklag hjá Samkeppniseftirlitinu. Um var að ræða ungan mann sem á námsárum sínum hafði starfað í þjónustuveri hjá tilteknu fyrirtæki. Síðar komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að þetta tiltekna fyrirtæki hefði brotið ákvæði samkeppnislaga. Hafði Samkeppniseftirlitið m.a. framkvæmt húsleit hjá fyrirtækinu og lagt hald á ýmis gögn. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins var ungi maðurinn nafngreindur og rakin samskipti sem hann hafði tekið þátt í. Unga manninum fannst það fráleitt að hann skyldi vera nafngreindur í stjórnvaldsákvörðun sem varðaði lögbrot fyrrverandi vinnuveitanda hans. Eftir að hafa árangurslaust farið þess á leit við Samkeppniseftirlitið að nafn hans yrði afmáð úr ákvörðuninni kvartaði hann til Persónuverndar. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að nafnbirtingin væri ólögmæt og lagði fyrir Samkeppniseftirlitið að afmá nafn mannsins. Það athyglisverða við þetta mál er að Samkeppniseftirlitið hefur ekki sérstaka heimild í lögum til þess að vinna með persónuupplýsingar og þarf stofnunin að styðjast við almennar heimildir í 8. og 9. gr. persónuverndarlaga. Engu að síður hefur það verið athugasemdalaus venja að birta nöfn starfsmanna fyrirtækja sem eru til rannsóknar í ákvörðunum Samkeppniseftirlitsins. Í úrskurði sínum gerði Persónuvernd ekki athugsemd út af fyrir sig við þá venju að birta nöfn starfsmanna en benti á að til þess að nafnbirtingin gæti talist lögmæt þá þyrfti hún að vera nauðsynleg, s.s. vegna sönnunarfærslu. Í því samhengi benti stofnunin á að námsmaðurinn ungi hafi ekki gengt lykilhlutverki, hann hafi verið lágt settur starfsmaður í þjónustuveri, ekki borið slíka ábyrgð í starfi að skipt hafi sköpum og þátttaka hans í aðgerðum er vörðuðu brotin var lítil. Nafn hans hafi því ekki haft nein teljandi áhrif á sönnunarfærslu eða niðurstöðu málsins hjá Samkeppniseftirlitinu. Í þessu sambandi skal áréttað að Samkeppniseftirlitið hefur ekki sett sér verklagsreglur um meðferð og vinnslu persónuupplýsinga, þ.m.t. um nafnbirtingar, eins og dómstólar hafa gert og löggæsluyfirvöld. Eftir situr að fjöldi einstaklinga hafa verið nafngreindir í ákvörðunum Samkeppniseftirlitsins í tengslum við hinar ýmsu rannsóknir á brotum fyrirtækja óháð stöðu þeirra og ábyrgð hjá viðkomandi fyrirtækjum. Þessir sömu einstaklingar hafa ekki haft færi á því að andmæla birtingunni enda njóta einstaklingar ekki aðildar að málum hjá Samkeppniseftirlitinu. Það er brýnt að ráðin verði bragarbót á þessu ástandi og er nærtækasta lausnin að Samkeppniseftirlitið setji sér verklagsreglur um meðferð og vinnslu persónuupplýsinga. Í þeim yrðu þá lögð viðmið um hvað teljist til nauðsynlegrar nafnbirtingar og jafnframt væri hægt að veita þeim einstaklingum andmælarétt sem til stendur að nafngreina. Með þessu væri aflétt því ástandi sem nú ríkir að fólk þurfi að leita réttar síns gagnvart Samkeppniseftirlitinu eftir á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Persónuvernd og Samkeppniseftirlitið eru afar ólíkar stofnanir. Að jafnaði fer lítið fyrir verkum Persónuverndar á meðan störf Samkeppniseftirlitsins virðast vera sífelldur fréttamatur. Ég hef verið svo heppinn að fá að starfa hjá báðum þessum stofnunum og af þeim sökum þykir mér sérstaklega spennandi þegar leiðir þessara ólíku stjórnvalda liggja saman, jafn sjaldan og það gerist. Einn slíkur hvítur hrafn sást í nóvember sl. en fékk litla athygli. Engu að síður var um stórt mál að ræða sem hefur umtalsverð áhrif á verklag hjá Samkeppniseftirlitinu. Um var að ræða ungan mann sem á námsárum sínum hafði starfað í þjónustuveri hjá tilteknu fyrirtæki. Síðar komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að þetta tiltekna fyrirtæki hefði brotið ákvæði samkeppnislaga. Hafði Samkeppniseftirlitið m.a. framkvæmt húsleit hjá fyrirtækinu og lagt hald á ýmis gögn. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins var ungi maðurinn nafngreindur og rakin samskipti sem hann hafði tekið þátt í. Unga manninum fannst það fráleitt að hann skyldi vera nafngreindur í stjórnvaldsákvörðun sem varðaði lögbrot fyrrverandi vinnuveitanda hans. Eftir að hafa árangurslaust farið þess á leit við Samkeppniseftirlitið að nafn hans yrði afmáð úr ákvörðuninni kvartaði hann til Persónuverndar. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að nafnbirtingin væri ólögmæt og lagði fyrir Samkeppniseftirlitið að afmá nafn mannsins. Það athyglisverða við þetta mál er að Samkeppniseftirlitið hefur ekki sérstaka heimild í lögum til þess að vinna með persónuupplýsingar og þarf stofnunin að styðjast við almennar heimildir í 8. og 9. gr. persónuverndarlaga. Engu að síður hefur það verið athugasemdalaus venja að birta nöfn starfsmanna fyrirtækja sem eru til rannsóknar í ákvörðunum Samkeppniseftirlitsins. Í úrskurði sínum gerði Persónuvernd ekki athugsemd út af fyrir sig við þá venju að birta nöfn starfsmanna en benti á að til þess að nafnbirtingin gæti talist lögmæt þá þyrfti hún að vera nauðsynleg, s.s. vegna sönnunarfærslu. Í því samhengi benti stofnunin á að námsmaðurinn ungi hafi ekki gengt lykilhlutverki, hann hafi verið lágt settur starfsmaður í þjónustuveri, ekki borið slíka ábyrgð í starfi að skipt hafi sköpum og þátttaka hans í aðgerðum er vörðuðu brotin var lítil. Nafn hans hafi því ekki haft nein teljandi áhrif á sönnunarfærslu eða niðurstöðu málsins hjá Samkeppniseftirlitinu. Í þessu sambandi skal áréttað að Samkeppniseftirlitið hefur ekki sett sér verklagsreglur um meðferð og vinnslu persónuupplýsinga, þ.m.t. um nafnbirtingar, eins og dómstólar hafa gert og löggæsluyfirvöld. Eftir situr að fjöldi einstaklinga hafa verið nafngreindir í ákvörðunum Samkeppniseftirlitsins í tengslum við hinar ýmsu rannsóknir á brotum fyrirtækja óháð stöðu þeirra og ábyrgð hjá viðkomandi fyrirtækjum. Þessir sömu einstaklingar hafa ekki haft færi á því að andmæla birtingunni enda njóta einstaklingar ekki aðildar að málum hjá Samkeppniseftirlitinu. Það er brýnt að ráðin verði bragarbót á þessu ástandi og er nærtækasta lausnin að Samkeppniseftirlitið setji sér verklagsreglur um meðferð og vinnslu persónuupplýsinga. Í þeim yrðu þá lögð viðmið um hvað teljist til nauðsynlegrar nafnbirtingar og jafnframt væri hægt að veita þeim einstaklingum andmælarétt sem til stendur að nafngreina. Með þessu væri aflétt því ástandi sem nú ríkir að fólk þurfi að leita réttar síns gagnvart Samkeppniseftirlitinu eftir á.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar