Af hljóði Ólafur Hjálmarsson skrifar 3. mars 2016 00:00 Það er ánægjulegt að verða vitni að vitundarvakningu um áhrif hljóðs og hávaða á lífsgæði hér á landi. Við getum gert betur. Enn þann dag í dag er verið að gera mistök sem vönduð ráðgjöf gæti komið í veg fyrir með tiltölulega litlum tilkostnaði. Hljóðfræði (e. acoustics) er því miður ekki kennd svo nokkru nemi við háskóla landsins. Því verður að breyta. Það eru verulegir hagsmunir í húfi fyrir íslenskt samfélag að tryggja lágmarksþekkingu á þessu fræðasviði eins og öðrum. Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) hefur með sívaxandi þunga allar götur frá árinu 1980 verið að benda á mikilvægi góðrar hljóðvistar fyrir heilsu okkar og líðan. Á Norðurlöndum hafa menn af því áhyggjur að skortur verði á fagfólki með hljóðmenntun á komandi árum. Þar gera háskólarnir þó talsvert betur en hér á landi. Átak sveitarfélaga til að bæta hljóðvist í leik- og grunnskólum og allt of hljómmiklum íþróttasölum er mjög ánægjulegt. Heyrnarskerðing er útbreiddur atvinnusjúkdómur meðal kennara. Nokkuð hefur verið rætt um raddheilsu þeirra upp á síðkastið. Af þeim sökum vill bera við að gerðar séu óraunhæfar kröfur til hljóðhönnunar skólahúsnæðis. Umræðan vekur spurningar um hvort verðandi kennarar fái næga raddþjálfun í náminu. Stór opin kennslurými sem nú tíðkast, þar sem börnin eru í sjálfstæðri vinnu á sinni vinnustöð eins og í atvinnulífinu, kalla á nýja kennsluhætti. Í þannig rýmum, sem verða að vera mjög hljóðdeyfð til þess að halda hljóðstigi frá starfi barnanna í skefjum, er óskynsamlegt að reyna að ná til allra barnanna í einu á sinni vinnustöð. Skynsamlegra er að kennari kalli börnin til sín og hafi þau sem næst sér við fyrirlestra. Það léttir verulega álagi á röddina. Sama á við um íþróttakennara. Það er ekkert vit í því að reyna með órafmagnaðri röddu að reyna að ná enda á milli í íþróttasölum. Með flautu geta íþróttakennarar kallað börnin til sín, til þess að gefa þeim fyrirmæli; ef tala á við öll börnin í einu. Bandarísku hljóðfræðisamtökin (Acoustical Society of America) hafa fremur mælt gegn notkun hljóðkerfa í kennslu nema þá fyrir heyrnarskert börn. Þá er samskiptaleiðin frá kennara til nemenda rafmögnuð á meðan tjáskiptin frá nemanda til kennara og á milli nemenda eru það ekki og því hætta á að þau séu bæld niður. Það getur vart talist gott kennsluumhverfi.Varanlegt heilsutjón Háværu tónleikarnir, skemmtistaðirnir og veitingastaðirnir eru nokkurt áhyggjuefni. Þar þarf að bæta mæliaðferðir eftirlitsaðila og herða reglur. Heyrnin er í húfi. Heyrnarfrumur sem deyja vegna of mikils álags endurnýja sig ekki. Varanlegt heilsutjón verður sem erfitt getur reynst að átta sig á fyrr en skaðinn er skeður. Skert heyrn er veruleg fötlun eins og þeir vita sem reynt hafa. Hlutfall heyrnarskertra fer stöðugt vaxandi hér á landi. Við skotveiðar ættu menn ætíð af hafa fullnægjandi heyrnarvörn. Mikil framför hefur orðið í reglugerðum og hljóðstöðlum á nýliðnum árum. Því ber að fagna. Fyrir nýbyggingar eru skilgreindar lágmarkskröfur (flokkur C) og gæðaflokkar (flokkar A og B) vilji menn gera betur en skyldan býður. Í nokkrum verkum í Noregi en einungis í einu verki hér á landi hefur greinarhöfundur verið beðinn að uppfylla flokk B í hljóðhönnun. Það var eigandi Sigló hótels á Siglufirði sem hugsaði svo stórt. Vonandi fylgja fleiri í kjölfarið. Reynslan sýnir að góð hljóðvist og þær aðgerðir sem grípa þarf til þurfa ekki að kosta nema örfá prósent af byggingarkostnaði sé hugað að þeim strax í upphafi. Sem dæmi má nefna að í höfuðstöðvum Íslenskrar erfðagreiningar sem kostuðu uppkomnar um 3 milljarða króna á sínum tíma var kostnaður við hljóðaðgerðir einungis um 30 milljónir króna eða um 1% af stofnkostnaði. Þessu fé er vel varið og það skilar sér margfalt í bættu vinnuumhverfi, betri líðan og afköstum nemenda og starfsfólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Það er ánægjulegt að verða vitni að vitundarvakningu um áhrif hljóðs og hávaða á lífsgæði hér á landi. Við getum gert betur. Enn þann dag í dag er verið að gera mistök sem vönduð ráðgjöf gæti komið í veg fyrir með tiltölulega litlum tilkostnaði. Hljóðfræði (e. acoustics) er því miður ekki kennd svo nokkru nemi við háskóla landsins. Því verður að breyta. Það eru verulegir hagsmunir í húfi fyrir íslenskt samfélag að tryggja lágmarksþekkingu á þessu fræðasviði eins og öðrum. Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) hefur með sívaxandi þunga allar götur frá árinu 1980 verið að benda á mikilvægi góðrar hljóðvistar fyrir heilsu okkar og líðan. Á Norðurlöndum hafa menn af því áhyggjur að skortur verði á fagfólki með hljóðmenntun á komandi árum. Þar gera háskólarnir þó talsvert betur en hér á landi. Átak sveitarfélaga til að bæta hljóðvist í leik- og grunnskólum og allt of hljómmiklum íþróttasölum er mjög ánægjulegt. Heyrnarskerðing er útbreiddur atvinnusjúkdómur meðal kennara. Nokkuð hefur verið rætt um raddheilsu þeirra upp á síðkastið. Af þeim sökum vill bera við að gerðar séu óraunhæfar kröfur til hljóðhönnunar skólahúsnæðis. Umræðan vekur spurningar um hvort verðandi kennarar fái næga raddþjálfun í náminu. Stór opin kennslurými sem nú tíðkast, þar sem börnin eru í sjálfstæðri vinnu á sinni vinnustöð eins og í atvinnulífinu, kalla á nýja kennsluhætti. Í þannig rýmum, sem verða að vera mjög hljóðdeyfð til þess að halda hljóðstigi frá starfi barnanna í skefjum, er óskynsamlegt að reyna að ná til allra barnanna í einu á sinni vinnustöð. Skynsamlegra er að kennari kalli börnin til sín og hafi þau sem næst sér við fyrirlestra. Það léttir verulega álagi á röddina. Sama á við um íþróttakennara. Það er ekkert vit í því að reyna með órafmagnaðri röddu að reyna að ná enda á milli í íþróttasölum. Með flautu geta íþróttakennarar kallað börnin til sín, til þess að gefa þeim fyrirmæli; ef tala á við öll börnin í einu. Bandarísku hljóðfræðisamtökin (Acoustical Society of America) hafa fremur mælt gegn notkun hljóðkerfa í kennslu nema þá fyrir heyrnarskert börn. Þá er samskiptaleiðin frá kennara til nemenda rafmögnuð á meðan tjáskiptin frá nemanda til kennara og á milli nemenda eru það ekki og því hætta á að þau séu bæld niður. Það getur vart talist gott kennsluumhverfi.Varanlegt heilsutjón Háværu tónleikarnir, skemmtistaðirnir og veitingastaðirnir eru nokkurt áhyggjuefni. Þar þarf að bæta mæliaðferðir eftirlitsaðila og herða reglur. Heyrnin er í húfi. Heyrnarfrumur sem deyja vegna of mikils álags endurnýja sig ekki. Varanlegt heilsutjón verður sem erfitt getur reynst að átta sig á fyrr en skaðinn er skeður. Skert heyrn er veruleg fötlun eins og þeir vita sem reynt hafa. Hlutfall heyrnarskertra fer stöðugt vaxandi hér á landi. Við skotveiðar ættu menn ætíð af hafa fullnægjandi heyrnarvörn. Mikil framför hefur orðið í reglugerðum og hljóðstöðlum á nýliðnum árum. Því ber að fagna. Fyrir nýbyggingar eru skilgreindar lágmarkskröfur (flokkur C) og gæðaflokkar (flokkar A og B) vilji menn gera betur en skyldan býður. Í nokkrum verkum í Noregi en einungis í einu verki hér á landi hefur greinarhöfundur verið beðinn að uppfylla flokk B í hljóðhönnun. Það var eigandi Sigló hótels á Siglufirði sem hugsaði svo stórt. Vonandi fylgja fleiri í kjölfarið. Reynslan sýnir að góð hljóðvist og þær aðgerðir sem grípa þarf til þurfa ekki að kosta nema örfá prósent af byggingarkostnaði sé hugað að þeim strax í upphafi. Sem dæmi má nefna að í höfuðstöðvum Íslenskrar erfðagreiningar sem kostuðu uppkomnar um 3 milljarða króna á sínum tíma var kostnaður við hljóðaðgerðir einungis um 30 milljónir króna eða um 1% af stofnkostnaði. Þessu fé er vel varið og það skilar sér margfalt í bættu vinnuumhverfi, betri líðan og afköstum nemenda og starfsfólks.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar