Hvernig eyðum við bleikum sköttum? Haukur Hilmarsson skrifar 3. mars 2016 00:00 Fréttablaðið birti á dögunum grein um bleikan skatt, en það er aukaálagning á vörur ætluðar konum og stúlkum. Þarna er verðlagningu á vörum sérstaklega markaðssettum fyrir konur stillt upp sem kynjamismunun. Það er staðreynd að það hallar á konur í útgjöldum. Konur eru meiri neytendur en karlar því þær hugsa almennt meira um útlit og ásýnd en karlar og eru því að kaupa meira af snyrtivörum, fötum og skóm. Þessar vörur hafa margar hverjar svokallaðan bleikan skatt sem gerir þessa neyslu dýrari fyrir konur. Að auki má bæta við að konur lifa lengur þannig að ævilöng útgjöld þeirra eru því samkvæmt þessu hærri, í meira magni og yfir lengri tíma en hjá körlum. Til að kosta þennan mismun í útgjöldum fá þær lægri laun en karlar. Fyrir nokkrum áratugum gekk þetta öðruvísi fyrir sig þar sem karlinn var fyrirvinnan og „baðaði frúna í gjöfum og peningum til að punta sig“. Það er að minnsta kosti ímyndin. En neysluvenjur okkar hafa breyst mikið á síðastliðnum 50 árum. Konur taka í ríkari mæli þátt í tekjuöflun og verða sjálfstæðari með breyttu hugarfari samfélagsins. En hugarfar beggja kynja til fjármála almennt er lítið breytt. Við erum feimin við að ræða fjármálin við aðra og við erum of feimin til að hugsa um eigin fjármál. Um það bil helmingur landsmanna hugsar lítið eða ekkert um útgjöldin sín. Venjan er að fá tekjur og eyða þeim á mánaðartímabili. Lítill sem enginn gaumur er gefinn að því hvert peningarnir eru að fara og hvort við séum að eyða þeim skynsamlega. Þarna verður bleiki skatturinn til. Annars vegar vegna þess að konur eru meiri neytendur og hins vegar vegna þess að stór hluti beggja kynja hugsar lítið um útgjöldin – borgar bara.Lítið heyrist í neytendum Íslendingar eru almennt séð tekjumiðað samfélag. Það er auðséð á því að háværar raddir heyrast þegar tekist er á um hærri laun og hærri bætur en lágróma tal þegar kemur að mótmælum um hækkandi verðlag. Samkeppniseftirlitið og Félag íslenskra bifreiðaeigenda hafa nýlega bent á að Íslendingar borga óþarflega hátt eldsneytisverð. Það eru ekki jafn sterk mótmælin við því og samstaðan sem fylgdi kjarabaráttunni á síðasta ári. Bent hefur verið á að álagning á matvöru er hærri hér á landi en í nágrannalöndunum. Aftur heyrist lítið í okkur neytendum. Tekjumiðuð neysla eins og við höfum vanist mun alltaf ýta verðlagi upp því að í hvert sinn sem laun á vinnumarkaði hækka þá fer verðlag upp. Kaupmenn og heildsalar nýta sér þessi viðhorf okkar og treysta á að hegðun okkar sé samkvæmt venju; að horfa á tekjurnar og forðast að skoða eigin fjármál. Lausnin er einföld. Við eigum að leggja jafn mikla áherslu á útgjöldin okkar og tekjurnar. Þegar við horfum ekki aðeins á það að fá meiri tekjur til að borga fyrir neysluna okkar heldur horfum líka á hve mikið við fáum fyrir peningana þá batnar hagur okkar enn frekar. Það er líka miklu árangursríkara að horfa á útgjöldin því við getum tekið ákvarðanir um að kaupa eða ekki kaupa vörur strax í dag. Það tekur okkur hins vegar að jafnaði langan tíma að vinna okkur upp í tekjum.Besta kjarabótin Besta kjarabótin, og um leið aðferð til að eyða bleikum sköttum, er áhersla á lægra verðlag og að lækka útgjöld heimilanna. Með því að nota innkaupalista og skipuleggja útgjöldin má lækka rekstrarkostnað einstaklinga og heimila strax. Þessi einfalda vitundarvakning getur haft áhrif á fjármálin þín núna í dag. Tuga prósenta lækkun í útgjöldum á næstu vikum er miklu betri en 3-5% launahækkun yfir nokkurra ára tímabil. Þegar við krefjumst lægra verðlags þá höfum við ekki bara áhrif á matvöru, eldsneyti eða sérvörur fyrir konur. Við höfum áhrif á allar stéttir samfélagsins. Í dag hefur lágtekjufólk og lífeyrisþegar enga kosti aðra en að kaupa vörur og þjónustu millistéttarinnar. Þeirra val verður í mörgum tilfellum of dýr innkaup á dagvöru og þiggja ölmusu eða skerða eðlileg lífsgæði til að ná endum saman. Það er rangt að hluti samfélagsins sé háður öðrum fjárhagslega bara vegna verðlagsins. Ef við stöndum saman og hugsum um peningana okkar þá höfum við áhrif. Ef fjöldinn leitar í ódýrari en sambærilegar vörur og mótmælir hækkunum og mikilli álagningu þá ýtum niður verði á eldsneyti og matvöru og ýtum niður bleikum sköttum. Við aukum lífsgæðin. Það er hagur okkar allra að snúa vörn í sókn. Byrjaðu strax í dag að skoða í hvað þú eyðir peningunum þínum og hvort þú getir ekki gert betur. Lægri útgjöld styrkja samfélagið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Fréttablaðið birti á dögunum grein um bleikan skatt, en það er aukaálagning á vörur ætluðar konum og stúlkum. Þarna er verðlagningu á vörum sérstaklega markaðssettum fyrir konur stillt upp sem kynjamismunun. Það er staðreynd að það hallar á konur í útgjöldum. Konur eru meiri neytendur en karlar því þær hugsa almennt meira um útlit og ásýnd en karlar og eru því að kaupa meira af snyrtivörum, fötum og skóm. Þessar vörur hafa margar hverjar svokallaðan bleikan skatt sem gerir þessa neyslu dýrari fyrir konur. Að auki má bæta við að konur lifa lengur þannig að ævilöng útgjöld þeirra eru því samkvæmt þessu hærri, í meira magni og yfir lengri tíma en hjá körlum. Til að kosta þennan mismun í útgjöldum fá þær lægri laun en karlar. Fyrir nokkrum áratugum gekk þetta öðruvísi fyrir sig þar sem karlinn var fyrirvinnan og „baðaði frúna í gjöfum og peningum til að punta sig“. Það er að minnsta kosti ímyndin. En neysluvenjur okkar hafa breyst mikið á síðastliðnum 50 árum. Konur taka í ríkari mæli þátt í tekjuöflun og verða sjálfstæðari með breyttu hugarfari samfélagsins. En hugarfar beggja kynja til fjármála almennt er lítið breytt. Við erum feimin við að ræða fjármálin við aðra og við erum of feimin til að hugsa um eigin fjármál. Um það bil helmingur landsmanna hugsar lítið eða ekkert um útgjöldin sín. Venjan er að fá tekjur og eyða þeim á mánaðartímabili. Lítill sem enginn gaumur er gefinn að því hvert peningarnir eru að fara og hvort við séum að eyða þeim skynsamlega. Þarna verður bleiki skatturinn til. Annars vegar vegna þess að konur eru meiri neytendur og hins vegar vegna þess að stór hluti beggja kynja hugsar lítið um útgjöldin – borgar bara.Lítið heyrist í neytendum Íslendingar eru almennt séð tekjumiðað samfélag. Það er auðséð á því að háværar raddir heyrast þegar tekist er á um hærri laun og hærri bætur en lágróma tal þegar kemur að mótmælum um hækkandi verðlag. Samkeppniseftirlitið og Félag íslenskra bifreiðaeigenda hafa nýlega bent á að Íslendingar borga óþarflega hátt eldsneytisverð. Það eru ekki jafn sterk mótmælin við því og samstaðan sem fylgdi kjarabaráttunni á síðasta ári. Bent hefur verið á að álagning á matvöru er hærri hér á landi en í nágrannalöndunum. Aftur heyrist lítið í okkur neytendum. Tekjumiðuð neysla eins og við höfum vanist mun alltaf ýta verðlagi upp því að í hvert sinn sem laun á vinnumarkaði hækka þá fer verðlag upp. Kaupmenn og heildsalar nýta sér þessi viðhorf okkar og treysta á að hegðun okkar sé samkvæmt venju; að horfa á tekjurnar og forðast að skoða eigin fjármál. Lausnin er einföld. Við eigum að leggja jafn mikla áherslu á útgjöldin okkar og tekjurnar. Þegar við horfum ekki aðeins á það að fá meiri tekjur til að borga fyrir neysluna okkar heldur horfum líka á hve mikið við fáum fyrir peningana þá batnar hagur okkar enn frekar. Það er líka miklu árangursríkara að horfa á útgjöldin því við getum tekið ákvarðanir um að kaupa eða ekki kaupa vörur strax í dag. Það tekur okkur hins vegar að jafnaði langan tíma að vinna okkur upp í tekjum.Besta kjarabótin Besta kjarabótin, og um leið aðferð til að eyða bleikum sköttum, er áhersla á lægra verðlag og að lækka útgjöld heimilanna. Með því að nota innkaupalista og skipuleggja útgjöldin má lækka rekstrarkostnað einstaklinga og heimila strax. Þessi einfalda vitundarvakning getur haft áhrif á fjármálin þín núna í dag. Tuga prósenta lækkun í útgjöldum á næstu vikum er miklu betri en 3-5% launahækkun yfir nokkurra ára tímabil. Þegar við krefjumst lægra verðlags þá höfum við ekki bara áhrif á matvöru, eldsneyti eða sérvörur fyrir konur. Við höfum áhrif á allar stéttir samfélagsins. Í dag hefur lágtekjufólk og lífeyrisþegar enga kosti aðra en að kaupa vörur og þjónustu millistéttarinnar. Þeirra val verður í mörgum tilfellum of dýr innkaup á dagvöru og þiggja ölmusu eða skerða eðlileg lífsgæði til að ná endum saman. Það er rangt að hluti samfélagsins sé háður öðrum fjárhagslega bara vegna verðlagsins. Ef við stöndum saman og hugsum um peningana okkar þá höfum við áhrif. Ef fjöldinn leitar í ódýrari en sambærilegar vörur og mótmælir hækkunum og mikilli álagningu þá ýtum niður verði á eldsneyti og matvöru og ýtum niður bleikum sköttum. Við aukum lífsgæðin. Það er hagur okkar allra að snúa vörn í sókn. Byrjaðu strax í dag að skoða í hvað þú eyðir peningunum þínum og hvort þú getir ekki gert betur. Lægri útgjöld styrkja samfélagið.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar