Á rafdrifnu hjólabretti á 95 km ferð Finnur Thorlacius skrifar 3. mars 2016 10:17 Rafdrifin hjólabretti er nýjasta form afar hættulegs ferðamáta. Eins og með flest það sem hreyfist er einhver tilbúinn til þess að setja hraðamet á græjunni. Það gerði einmitt þessi ofurhugi, Mischo Eban og tókst honum að ná ríflega 95 km hraða á brettinu á flugbraut einni, en það var ekki þrautalaust eins og sést í myndskeiðinu hér að ofan. Það getur ekki verið þægilegt að detta af hjólabretti á 95 km ferð, þó svo maður sé í leðurgalla. Þessi sami Mischo Eban setti einmitt hraðaheimsmet á hjólbretti niður brekku árið 2012 og náði þá 130 km hraða, sem verður að teljast nokkuð fífldjarft. Rafdrifna hjólabrettið sem hann setti metið á er kallað Nextboard en þessi bretti eru ekki enn komin til sölu. Þau eru með drif á öllum fjórum hjólunum en framleiðslugerð þeirra á að hafa drægni uppá 10-15 kílómetra, sem er nú bara nokkuð drjúgt. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent
Rafdrifin hjólabretti er nýjasta form afar hættulegs ferðamáta. Eins og með flest það sem hreyfist er einhver tilbúinn til þess að setja hraðamet á græjunni. Það gerði einmitt þessi ofurhugi, Mischo Eban og tókst honum að ná ríflega 95 km hraða á brettinu á flugbraut einni, en það var ekki þrautalaust eins og sést í myndskeiðinu hér að ofan. Það getur ekki verið þægilegt að detta af hjólabretti á 95 km ferð, þó svo maður sé í leðurgalla. Þessi sami Mischo Eban setti einmitt hraðaheimsmet á hjólbretti niður brekku árið 2012 og náði þá 130 km hraða, sem verður að teljast nokkuð fífldjarft. Rafdrifna hjólabrettið sem hann setti metið á er kallað Nextboard en þessi bretti eru ekki enn komin til sölu. Þau eru með drif á öllum fjórum hjólunum en framleiðslugerð þeirra á að hafa drægni uppá 10-15 kílómetra, sem er nú bara nokkuð drjúgt.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent