Á rafdrifnu hjólabretti á 95 km ferð Finnur Thorlacius skrifar 3. mars 2016 10:17 Rafdrifin hjólabretti er nýjasta form afar hættulegs ferðamáta. Eins og með flest það sem hreyfist er einhver tilbúinn til þess að setja hraðamet á græjunni. Það gerði einmitt þessi ofurhugi, Mischo Eban og tókst honum að ná ríflega 95 km hraða á brettinu á flugbraut einni, en það var ekki þrautalaust eins og sést í myndskeiðinu hér að ofan. Það getur ekki verið þægilegt að detta af hjólabretti á 95 km ferð, þó svo maður sé í leðurgalla. Þessi sami Mischo Eban setti einmitt hraðaheimsmet á hjólbretti niður brekku árið 2012 og náði þá 130 km hraða, sem verður að teljast nokkuð fífldjarft. Rafdrifna hjólabrettið sem hann setti metið á er kallað Nextboard en þessi bretti eru ekki enn komin til sölu. Þau eru með drif á öllum fjórum hjólunum en framleiðslugerð þeirra á að hafa drægni uppá 10-15 kílómetra, sem er nú bara nokkuð drjúgt. Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent
Rafdrifin hjólabretti er nýjasta form afar hættulegs ferðamáta. Eins og með flest það sem hreyfist er einhver tilbúinn til þess að setja hraðamet á græjunni. Það gerði einmitt þessi ofurhugi, Mischo Eban og tókst honum að ná ríflega 95 km hraða á brettinu á flugbraut einni, en það var ekki þrautalaust eins og sést í myndskeiðinu hér að ofan. Það getur ekki verið þægilegt að detta af hjólabretti á 95 km ferð, þó svo maður sé í leðurgalla. Þessi sami Mischo Eban setti einmitt hraðaheimsmet á hjólbretti niður brekku árið 2012 og náði þá 130 km hraða, sem verður að teljast nokkuð fífldjarft. Rafdrifna hjólabrettið sem hann setti metið á er kallað Nextboard en þessi bretti eru ekki enn komin til sölu. Þau eru með drif á öllum fjórum hjólunum en framleiðslugerð þeirra á að hafa drægni uppá 10-15 kílómetra, sem er nú bara nokkuð drjúgt.
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent