Geggjaður BMW M2 Schnitzer Finnur Thorlacius skrifar 3. mars 2016 14:45 BMW M2 frá Schnitzer. BMW M2 er í grunninn mjög öflugur smár sportbíll með sín 365 hestöfl en þessi betrumbætta gerð hans sem breytt hefur verið af Schnitzer er öllu öflugri og drastískari í útliti. Hún er nú til sýnis á bílasýningunni í Genf. Breytingarfyrirtækinu Schnitzer hefur tekist að kreista heil 570 hestöfl úr þessari 3,0 lítra V6 línuvél BMW. Þó merkilegt megi teljast þá bætir það tímann uppí 100 km hraða ekki svo mikið, eða úr 4,2 sekúndum í 3,9. Breyting Schnitzer leyfir þó hámarkshraðann 330 km/klst í stað 250 km takmarkaðs hámarkshraða grunnbílsins. Schnitzer hefur þó breytt fleiru í þessum bíl en vélinniu og er nýtt pústkerfi, loftinntak, fjöðrun og keramikbremsur komnar í hann. Auk þess hefur Schnitzer skipt út hlutum í yfirbyggingunni sem eru úr koltrefjum í þessum bíl. Schnitzer hefur sett verðmiðann 149.000 evrur á þessa útgáfu BMW M2, eða 21,1 milljón krónur. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent
BMW M2 er í grunninn mjög öflugur smár sportbíll með sín 365 hestöfl en þessi betrumbætta gerð hans sem breytt hefur verið af Schnitzer er öllu öflugri og drastískari í útliti. Hún er nú til sýnis á bílasýningunni í Genf. Breytingarfyrirtækinu Schnitzer hefur tekist að kreista heil 570 hestöfl úr þessari 3,0 lítra V6 línuvél BMW. Þó merkilegt megi teljast þá bætir það tímann uppí 100 km hraða ekki svo mikið, eða úr 4,2 sekúndum í 3,9. Breyting Schnitzer leyfir þó hámarkshraðann 330 km/klst í stað 250 km takmarkaðs hámarkshraða grunnbílsins. Schnitzer hefur þó breytt fleiru í þessum bíl en vélinniu og er nýtt pústkerfi, loftinntak, fjöðrun og keramikbremsur komnar í hann. Auk þess hefur Schnitzer skipt út hlutum í yfirbyggingunni sem eru úr koltrefjum í þessum bíl. Schnitzer hefur sett verðmiðann 149.000 evrur á þessa útgáfu BMW M2, eða 21,1 milljón krónur.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent