Erlent

Nýtt gervitungl nær frábærum myndum af jörðinni

Samúel Karl Ólason skrifar
Fyrsta myndin frá Sentinel-3A sýnir nótt verða að degi yfir Svalbarða.
Fyrsta myndin frá Sentinel-3A sýnir nótt verða að degi yfir Svalbarða. Mynd/ESA
Nýju gervitungli Evrópsku geimstöðvarinnar, ESA, var skotið á loft fyrir um tveimur vikum síðan. Gervitunglið heitir Sentinel-3A og er ætlað að fylgjast með vistkerfum hafsins. Nokkrar stórfenglegar myndir hafa nú borist frá gervitunglinu.

Myndirnar voru fangaðar með myndavélakerfi sem notað verður til að greina lit hafsins og jarðarinnar. Gervihnötturinn verður einnig notaður til að fylgjast með vistkerfum á landi sem og vatnsforðum.

Frekari upplýsingar um Sentinel-3A má finna á vef ESA.

Kalifornía úr geimnum.Mynd/ESA
Íberíuskagi og Norður-Afríka.MYnd/ESA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×