Raunverulegir þolendur flóttamannavandans Atli Viðar Thorstensen skrifar 4. mars 2016 07:00 Á síðasta ári leitaði rúm milljón flóttamanna skjóls í Evrópu. Langflestir þeirra koma frá stríðshrjáðum ríkjum á borð við Sýrland, Afganistan, Írak og Sómalíu. En eru milljón flóttamenn margir flóttamenn? Til að svara því er ef til vill rétt að setja hlutina í samhengi. Samhengið skiptir máli. Þegar haft er í huga að í heiminum eru alls um 60 milljónir flóttamanna er milljón ekki svo mikið. Og heldur ekki þegar haft er í huga að Evrópa er auðug heimsálfa þar sem eru yfir 700 milljónir íbúa. En hvað með fjölda flóttamanna á Íslandi? Eru 355 hælisleitendur sem óskuðu hælis hérlendis á síðasta ári há tala eða talan 700 sem er líklegur fjöldi hælisleitenda á þessu ári? Þegar haft er í huga að yfir milljón ferðamenn komu til Íslands á síðasta ári eru 700 hælisleitendur ekki ýkja há tala. Og kannski ekki heldur þegar haft er í huga að á síðasta ári komu fleiri ferðamenn til Íslands heldur en leituðu hælis í allri álfunni.Flestir flóttamenn í eigin landi Það er vert að undirstrika að flóttafólk er einungis venjulegt fólk sem hefur lent í óvenjulegum aðstæðum og að langflestir flóttamenn eru flóttamenn í eigin landi. Á eftir þeim má nefna þann hóp flóttamanna leitar skjóls í nágrannaríkjum þar sem aðstæður geta verið bágbornar. Þar gæti jafnvel verið óstöðugt ástand í kjölfar vopnaðra átaka sem takmarka getu til að veita aðstoð. Sem dæmi má nefna að um þessar mundir búa tæpar tvær milljónir flóttamanna í smáríkinu Líbanon sem telur venjulega tæpar sex milljónir íbúa. Af þessum tveimur milljónum er rúm ein milljón Sýrlendinga. Það er flóttamannavandi í Evrópu. Vandi sem er til kominn vegna þess að fólk hefur flúið vopnuð átök í heimalöndum sínum. En áttum okkur á því að það eru ekki Evrópubúar sem þurfa að finna fyrir þessum vanda að neinu teljandi marki. Og hvað þá Íslendingar. Fólkið sem neyddist til að yfirgefa heimili sín, lífsviðurværi, fjölskyldu og ástvini. Það finnur fyrir vandanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Á síðasta ári leitaði rúm milljón flóttamanna skjóls í Evrópu. Langflestir þeirra koma frá stríðshrjáðum ríkjum á borð við Sýrland, Afganistan, Írak og Sómalíu. En eru milljón flóttamenn margir flóttamenn? Til að svara því er ef til vill rétt að setja hlutina í samhengi. Samhengið skiptir máli. Þegar haft er í huga að í heiminum eru alls um 60 milljónir flóttamanna er milljón ekki svo mikið. Og heldur ekki þegar haft er í huga að Evrópa er auðug heimsálfa þar sem eru yfir 700 milljónir íbúa. En hvað með fjölda flóttamanna á Íslandi? Eru 355 hælisleitendur sem óskuðu hælis hérlendis á síðasta ári há tala eða talan 700 sem er líklegur fjöldi hælisleitenda á þessu ári? Þegar haft er í huga að yfir milljón ferðamenn komu til Íslands á síðasta ári eru 700 hælisleitendur ekki ýkja há tala. Og kannski ekki heldur þegar haft er í huga að á síðasta ári komu fleiri ferðamenn til Íslands heldur en leituðu hælis í allri álfunni.Flestir flóttamenn í eigin landi Það er vert að undirstrika að flóttafólk er einungis venjulegt fólk sem hefur lent í óvenjulegum aðstæðum og að langflestir flóttamenn eru flóttamenn í eigin landi. Á eftir þeim má nefna þann hóp flóttamanna leitar skjóls í nágrannaríkjum þar sem aðstæður geta verið bágbornar. Þar gæti jafnvel verið óstöðugt ástand í kjölfar vopnaðra átaka sem takmarka getu til að veita aðstoð. Sem dæmi má nefna að um þessar mundir búa tæpar tvær milljónir flóttamanna í smáríkinu Líbanon sem telur venjulega tæpar sex milljónir íbúa. Af þessum tveimur milljónum er rúm ein milljón Sýrlendinga. Það er flóttamannavandi í Evrópu. Vandi sem er til kominn vegna þess að fólk hefur flúið vopnuð átök í heimalöndum sínum. En áttum okkur á því að það eru ekki Evrópubúar sem þurfa að finna fyrir þessum vanda að neinu teljandi marki. Og hvað þá Íslendingar. Fólkið sem neyddist til að yfirgefa heimili sín, lífsviðurværi, fjölskyldu og ástvini. Það finnur fyrir vandanum.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar