Leggur til 90 prósenta lækkun stjórnarlauna Glitnis ingvar haraldsson skrifar 4. mars 2016 10:53 „Ég get bara ekki setið hjá og gert ekki neitt,“ segir Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaganna og hluthafi í Glitni HoldCo. Óttar hefur lagt fram þá tillögu við aðalfund Glitnis HoldCo að laun almennra stjórnarmanna lækki um 90 prósent, eða úr sem samsvarar 4,12 milljónum á mánuði í 412 þúsund krónur á mánuði. Þá verði laun stjórnarformanns lækkuð úr sem samsvarar 6,2 milljónum á mánuði í 824 þúsund krónur á mánuði. „Mér finnst það ósmekklegt og óviðeigandi að stjórnarlaun í þessu fyrirtæki séu tífalt hærri en stjórnarlaun í skráðum félögum, sem eru í alvöru rekstri með bréf skráð í Kauphöll,“ segir Óttar. Á hluthafafundi þann 29. janúar var samþykkt starfskjarastefna sem kveður á um að almennir stjórnarmenn í Glitni fái 350 þúsund evrur á ári, tæplega fimmtíu milljónir króna (4,12 milljónir á mánuði) fyrir setu sína í stjórn Glitnis og stjórnarformaðurinn fái 525 þúsund evrur á ári, 74 milljónir króna (6,2 milljónir á mánuði). „Þau laun sem hér er lagt til eru í fullu samræmi við það sem best gerist hjá félögum skráðum í Kauphöll Íslands. Glitnir HoldCo er íslenskt félag, byggt á þrotabúi íslensks almenningshlutafélags. Það að slíkt félag greiði stjórnarmönnum tíföld laun á við það besta sem gerist almennt í landinu er tillitsleysi við aðstæður og samfélagið sem félagið starfar í,“ ritar Óttar í rökstuðningi við tillögu sína. Glitnir HoldCo heldur utan um þær eignir sem eftir stóðu við lok slitameðferðar Glitnis þegar búið var að greiða út stöðugleikaframlag og fyrstu greiðslur til kröfuhafa. „Við höfum ekki getað lagt fram formlegar tillögur á kröfuhafafundum og höfum ekkert getað sagt um laun slitastjórnar en núna ráða hluthafarnir þessu,“ segir Óttar, sem ætlar sjálfur að bjóða sig fram í stjórn Glitnis. „Til að fylgja því eftir að ég sé sannfærður um að þetta sé ríflegt sem ég legg til, þá gef ég kost á mér til þessara starfa. Það mun fást hæft fólk til þess að starfa á þessum kjörum,“ segir Óttar og bætir við að honum þætti áhugavert að fleiri gæfu kost á sér. Meðallaun stjórnarformanna í Kauphöll Íslands verða 676 þúsund krónur á mánuði miðað við tillögur sem liggja fyrir aðalfundum félaganna um stjórnarlaun. Laun almennra stjórnarmanna verða 312 þúsund krónur á mánuði. Tengdar fréttir Slitastjórn Glitnis: Steinunn og Páll skiptu með sér 381 milljón í fyrra Greiðslur til slitastjórnar Glitnis tvöfölduðust milli ára. 4. mars 2016 07:00 Forstjóralaun hækkað vel umfram launavísitölu Meðallaun forstjóra í Kauphöll Íslands voru 4,9 milljónir á síðasta ári og hækkuðu umfram launavísitölu. Forstjóri Össurar fékk 19,2 milljónir á mánuði á síðasta ári. Stjórnarformaður Fjarskipta segir stjórnarlaun lægri en sambærileg sérfræðiráðgjöf. 3. mars 2016 07:00 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
„Ég get bara ekki setið hjá og gert ekki neitt,“ segir Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaganna og hluthafi í Glitni HoldCo. Óttar hefur lagt fram þá tillögu við aðalfund Glitnis HoldCo að laun almennra stjórnarmanna lækki um 90 prósent, eða úr sem samsvarar 4,12 milljónum á mánuði í 412 þúsund krónur á mánuði. Þá verði laun stjórnarformanns lækkuð úr sem samsvarar 6,2 milljónum á mánuði í 824 þúsund krónur á mánuði. „Mér finnst það ósmekklegt og óviðeigandi að stjórnarlaun í þessu fyrirtæki séu tífalt hærri en stjórnarlaun í skráðum félögum, sem eru í alvöru rekstri með bréf skráð í Kauphöll,“ segir Óttar. Á hluthafafundi þann 29. janúar var samþykkt starfskjarastefna sem kveður á um að almennir stjórnarmenn í Glitni fái 350 þúsund evrur á ári, tæplega fimmtíu milljónir króna (4,12 milljónir á mánuði) fyrir setu sína í stjórn Glitnis og stjórnarformaðurinn fái 525 þúsund evrur á ári, 74 milljónir króna (6,2 milljónir á mánuði). „Þau laun sem hér er lagt til eru í fullu samræmi við það sem best gerist hjá félögum skráðum í Kauphöll Íslands. Glitnir HoldCo er íslenskt félag, byggt á þrotabúi íslensks almenningshlutafélags. Það að slíkt félag greiði stjórnarmönnum tíföld laun á við það besta sem gerist almennt í landinu er tillitsleysi við aðstæður og samfélagið sem félagið starfar í,“ ritar Óttar í rökstuðningi við tillögu sína. Glitnir HoldCo heldur utan um þær eignir sem eftir stóðu við lok slitameðferðar Glitnis þegar búið var að greiða út stöðugleikaframlag og fyrstu greiðslur til kröfuhafa. „Við höfum ekki getað lagt fram formlegar tillögur á kröfuhafafundum og höfum ekkert getað sagt um laun slitastjórnar en núna ráða hluthafarnir þessu,“ segir Óttar, sem ætlar sjálfur að bjóða sig fram í stjórn Glitnis. „Til að fylgja því eftir að ég sé sannfærður um að þetta sé ríflegt sem ég legg til, þá gef ég kost á mér til þessara starfa. Það mun fást hæft fólk til þess að starfa á þessum kjörum,“ segir Óttar og bætir við að honum þætti áhugavert að fleiri gæfu kost á sér. Meðallaun stjórnarformanna í Kauphöll Íslands verða 676 þúsund krónur á mánuði miðað við tillögur sem liggja fyrir aðalfundum félaganna um stjórnarlaun. Laun almennra stjórnarmanna verða 312 þúsund krónur á mánuði.
Tengdar fréttir Slitastjórn Glitnis: Steinunn og Páll skiptu með sér 381 milljón í fyrra Greiðslur til slitastjórnar Glitnis tvöfölduðust milli ára. 4. mars 2016 07:00 Forstjóralaun hækkað vel umfram launavísitölu Meðallaun forstjóra í Kauphöll Íslands voru 4,9 milljónir á síðasta ári og hækkuðu umfram launavísitölu. Forstjóri Össurar fékk 19,2 milljónir á mánuði á síðasta ári. Stjórnarformaður Fjarskipta segir stjórnarlaun lægri en sambærileg sérfræðiráðgjöf. 3. mars 2016 07:00 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Slitastjórn Glitnis: Steinunn og Páll skiptu með sér 381 milljón í fyrra Greiðslur til slitastjórnar Glitnis tvöfölduðust milli ára. 4. mars 2016 07:00
Forstjóralaun hækkað vel umfram launavísitölu Meðallaun forstjóra í Kauphöll Íslands voru 4,9 milljónir á síðasta ári og hækkuðu umfram launavísitölu. Forstjóri Össurar fékk 19,2 milljónir á mánuði á síðasta ári. Stjórnarformaður Fjarskipta segir stjórnarlaun lægri en sambærileg sérfræðiráðgjöf. 3. mars 2016 07:00