Hlutverk fjölskipaðs stjórnvalds = valdarán fámennrar klíku? Snorri Baldursson skrifar 7. mars 2016 00:00 Forkólfar orkugeirans nota nú öll trixin í bókinni, þar með talið vonda lögfræði, til að kasta rýrð á verkefnisstjórn rammaáætlunar og þær reglur sem hún starfar eftir. Um augljósa hræðslutaktík er að ræða á þeim tímapunkti þegar lokahnykkur við röðun virkjunarkosta í 3. áfanga áætlunarinnar er að hefjast. Aðferðafræðin hefur því miður virkað á ráðuneyti umhverfis- og atvinnumála, sbr. þá ámælisverðu málsmeðferð sem ráðuneytin hafa orðið ber að varðandi tillögu að breytingum á starfsreglum verkefnisstjórnarinnar. Nú síðast blandar orkumálastjóri, Guðni A. Jóhannesson, sér í málið með afar smekklausum hætti þegar hann líkir störfum verkefnisstjórnarinnar við „valdarán fámennrar klíku“ (Fréttablaðið 27.02). Þar er hann að tala um fjölskipað stjórnvald sem er jafnsett Orkustofnun í stjórnkerfinu.Sneitt fram hjá aðalatriði málsins Orkumálastjóri virðist vera að svara grein minni í Fréttablaðinu frá 23. febrúar sl. en sneiðir þó framhjá helsta efnisatriði málsins sem er eftirfarandi. Þegar Alþingi er búið að ákveða að setja tiltekið svæði í verndarflokk eftir „faglega umfjöllun faghópa, aðkomu fólks og fyrirtækja að umsagnarferlinu og síðast en ekki síst Alþingis Íslendinga“ (orðrétt úr grein Guðna, nema ég vil hafa stóran staf í Alþingi), þá er það ekki léttvæg ákvörðun sem skilyrðislaust ber að endurskoða detti einhverju orkufyrirtæki það í hug, breyti forsendum örlítið og Orkustofnun leggi blessun sína yfir vitleysuna. „Engar líkur eru á að löggjafinn hafi haft slíkt í huga þegar lög um rammaáætlun voru sett“ (aftur orðréttur texti frá Guðna). Verkefnisstjórn rammaáætlunar er þess vegna ekki að ástunda valdarán þegar hún neitar að taka þátt í þessum blekkingarleik, heldur er hún að vinna eftir bókstaf og anda rammaáætlunarlaga. Lögin gera vissulega ráð fyrir því að í undantekningartilvikum sé hægt að taka upp ákvörðun um flokkun í verndar- eða nýtingarflokk, en þau segja líka eftirfarandi: „Stjórnvöld skulu þegar Alþingi hefur samþykkt verndar- og orkunýtingaráætlun hefja undirbúning að friðlýsingu landsvæða sem ástæða þykir til að friðlýsa gagnvart orkuvinnslu samkvæmt verndarflokki áætlunarinnar“ (4. mgr. 6. gr). Það er því alveg ljóst að flokkun landsvæðis í verndarflokk er yfirlýsing Alþingis um yfirvofandi friðlýsingu. Eitthvað meiriháttar á borð við þjóðaröryggi eða svæsna orkukreppu hlýtur að þurfa að koma til áður en rokið er í að endurmeta landsvæði sem búið er að ákveða fyrir aðeins þremur árum og eftir vandaða vinnu að eigi að fara í friðlýsingarferli án tafar. Það er því fráleitt og frekt af Orkustofnun að láta undan þrýstingi orkufyrirtækja um að senda slíka kosti aftur út á mörkina til svokallaðs endurmats.Orkustofnun vanhæf Hefur Orkustofnun forsendur til að meta hvort tilteknar breytingar séu nægilega afgerandi til að þær kalli á endurmat svæðis sem búið er að flokka í verndarflokk? Nei, segi ég, enda gætir stofnunin ekki verndarsjónarmiða og hefur verið gerð afturreka með tillögur sínar eins og frægt er. Fjölskipuð verkefnisstjórn hefur mun betri forsendur til að meta þetta og það er hennar hlutverk samkvæmt rammaáætlunarlögum eins og Landvernd hefur sýnt fram á í ítarlegri umsögn um tillögu að breyttum starfsreglum verkefnisstjórnar. Framganga orkumálastjóra í rammaáætlunarferlinu áður og ívitnuð grein hans er honum síst til sóma, en lýsir aftur á móti miklum hroka í garð lögbundins hlutverks verkefnisstjórnar og heilbrigðrar stjórnsýslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Sjá meira
Forkólfar orkugeirans nota nú öll trixin í bókinni, þar með talið vonda lögfræði, til að kasta rýrð á verkefnisstjórn rammaáætlunar og þær reglur sem hún starfar eftir. Um augljósa hræðslutaktík er að ræða á þeim tímapunkti þegar lokahnykkur við röðun virkjunarkosta í 3. áfanga áætlunarinnar er að hefjast. Aðferðafræðin hefur því miður virkað á ráðuneyti umhverfis- og atvinnumála, sbr. þá ámælisverðu málsmeðferð sem ráðuneytin hafa orðið ber að varðandi tillögu að breytingum á starfsreglum verkefnisstjórnarinnar. Nú síðast blandar orkumálastjóri, Guðni A. Jóhannesson, sér í málið með afar smekklausum hætti þegar hann líkir störfum verkefnisstjórnarinnar við „valdarán fámennrar klíku“ (Fréttablaðið 27.02). Þar er hann að tala um fjölskipað stjórnvald sem er jafnsett Orkustofnun í stjórnkerfinu.Sneitt fram hjá aðalatriði málsins Orkumálastjóri virðist vera að svara grein minni í Fréttablaðinu frá 23. febrúar sl. en sneiðir þó framhjá helsta efnisatriði málsins sem er eftirfarandi. Þegar Alþingi er búið að ákveða að setja tiltekið svæði í verndarflokk eftir „faglega umfjöllun faghópa, aðkomu fólks og fyrirtækja að umsagnarferlinu og síðast en ekki síst Alþingis Íslendinga“ (orðrétt úr grein Guðna, nema ég vil hafa stóran staf í Alþingi), þá er það ekki léttvæg ákvörðun sem skilyrðislaust ber að endurskoða detti einhverju orkufyrirtæki það í hug, breyti forsendum örlítið og Orkustofnun leggi blessun sína yfir vitleysuna. „Engar líkur eru á að löggjafinn hafi haft slíkt í huga þegar lög um rammaáætlun voru sett“ (aftur orðréttur texti frá Guðna). Verkefnisstjórn rammaáætlunar er þess vegna ekki að ástunda valdarán þegar hún neitar að taka þátt í þessum blekkingarleik, heldur er hún að vinna eftir bókstaf og anda rammaáætlunarlaga. Lögin gera vissulega ráð fyrir því að í undantekningartilvikum sé hægt að taka upp ákvörðun um flokkun í verndar- eða nýtingarflokk, en þau segja líka eftirfarandi: „Stjórnvöld skulu þegar Alþingi hefur samþykkt verndar- og orkunýtingaráætlun hefja undirbúning að friðlýsingu landsvæða sem ástæða þykir til að friðlýsa gagnvart orkuvinnslu samkvæmt verndarflokki áætlunarinnar“ (4. mgr. 6. gr). Það er því alveg ljóst að flokkun landsvæðis í verndarflokk er yfirlýsing Alþingis um yfirvofandi friðlýsingu. Eitthvað meiriháttar á borð við þjóðaröryggi eða svæsna orkukreppu hlýtur að þurfa að koma til áður en rokið er í að endurmeta landsvæði sem búið er að ákveða fyrir aðeins þremur árum og eftir vandaða vinnu að eigi að fara í friðlýsingarferli án tafar. Það er því fráleitt og frekt af Orkustofnun að láta undan þrýstingi orkufyrirtækja um að senda slíka kosti aftur út á mörkina til svokallaðs endurmats.Orkustofnun vanhæf Hefur Orkustofnun forsendur til að meta hvort tilteknar breytingar séu nægilega afgerandi til að þær kalli á endurmat svæðis sem búið er að flokka í verndarflokk? Nei, segi ég, enda gætir stofnunin ekki verndarsjónarmiða og hefur verið gerð afturreka með tillögur sínar eins og frægt er. Fjölskipuð verkefnisstjórn hefur mun betri forsendur til að meta þetta og það er hennar hlutverk samkvæmt rammaáætlunarlögum eins og Landvernd hefur sýnt fram á í ítarlegri umsögn um tillögu að breyttum starfsreglum verkefnisstjórnar. Framganga orkumálastjóra í rammaáætlunarferlinu áður og ívitnuð grein hans er honum síst til sóma, en lýsir aftur á móti miklum hroka í garð lögbundins hlutverks verkefnisstjórnar og heilbrigðrar stjórnsýslu.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun