Fyrsti tvinnbíll heims til sölu Finnur Thorlacius skrifar 7. mars 2016 14:12 Armstrong Phaeton árgerð 1896. Þessi Armstrong Phaeton bíll sem smíðaður var árið 1896 er fyrsti tvinnbíll sögunnar. Hann verður boðinn upp á Amelia Island Concours d´Elegance uppboðinu þann 10. mars. Þessi bíll var sannarlega á undan sinni samtíð. Hann er með 6,5 lítra og tveggja strokka vél og kasthjóli (flywheel) sem í dag er oft kallaður KERS-búnaður og notaður hefur verið í Formúlu 1 bílum. Kasthjólið er tengt við rafhlöðu í bílnum sem sá um að starta bílnum og var Armstrong einum 16 árum á undan Cadillac að setja slíkan búnað í bíl. Rafhlaðan sá einnig um að skaffa kveikjum bílsins neista og dugði einnig fyrir ljósin á bílnum. Skiptingin í bílnum var hálfsjálfvirk og með þremur gírum áfram og bakkgír. Þegar skipt var um gír sá rafhlaða bílsins um skiptingarnar og því var ekki nauðsyn fyrir kúplingspedala. Allt hljómar þetta afar nýtískulegt og furðulegt til þess að hugsa að þessi bíll hafi verið smíðaður árið 1896. Búist er við því að bíllinn fari á 175.000 til 275.000 dollara, eða 23 til 36 milljónir króna. Taka skal fram að bíllinn er ökuhæfur og verðið sem búist er við að fáist fyrir bílinn er eiginlega merkilega lágt miðað við hvaða tækniundur er hér á ferð. Armstrong smíðaði aðeins þetta eina eintak af bílnum og var aðallega notaður af honum sjálfum. Afl vélar bílsins var eiginlega of mikið og átti það til að skemma drifbúnað hans og því var á seinni stigum bætt úr því. Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent
Þessi Armstrong Phaeton bíll sem smíðaður var árið 1896 er fyrsti tvinnbíll sögunnar. Hann verður boðinn upp á Amelia Island Concours d´Elegance uppboðinu þann 10. mars. Þessi bíll var sannarlega á undan sinni samtíð. Hann er með 6,5 lítra og tveggja strokka vél og kasthjóli (flywheel) sem í dag er oft kallaður KERS-búnaður og notaður hefur verið í Formúlu 1 bílum. Kasthjólið er tengt við rafhlöðu í bílnum sem sá um að starta bílnum og var Armstrong einum 16 árum á undan Cadillac að setja slíkan búnað í bíl. Rafhlaðan sá einnig um að skaffa kveikjum bílsins neista og dugði einnig fyrir ljósin á bílnum. Skiptingin í bílnum var hálfsjálfvirk og með þremur gírum áfram og bakkgír. Þegar skipt var um gír sá rafhlaða bílsins um skiptingarnar og því var ekki nauðsyn fyrir kúplingspedala. Allt hljómar þetta afar nýtískulegt og furðulegt til þess að hugsa að þessi bíll hafi verið smíðaður árið 1896. Búist er við því að bíllinn fari á 175.000 til 275.000 dollara, eða 23 til 36 milljónir króna. Taka skal fram að bíllinn er ökuhæfur og verðið sem búist er við að fáist fyrir bílinn er eiginlega merkilega lágt miðað við hvaða tækniundur er hér á ferð. Armstrong smíðaði aðeins þetta eina eintak af bílnum og var aðallega notaður af honum sjálfum. Afl vélar bílsins var eiginlega of mikið og átti það til að skemma drifbúnað hans og því var á seinni stigum bætt úr því.
Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent