Bankamenn eru ekki allir eins Ari Skúlason skrifar 9. mars 2016 07:00 Umræðan í þjóðfélaginu um bankana er stundum mótsagnakennd. Almennt er talið að bankarnir séu of margir og starfsmennirnir líka. Samtímis koma fram háværar kvartanir vegna hagræðingaraðgerða eins og fækkunar afgreiðslustaða. Vanlíðan og óöryggi hefur einkennt starfsfólk bankanna síðustu ár. Starfsfólk hefur horft upp á síendurteknar uppsagnir og skipulagsbreytingar sem virðast aldrei ætla að taka enda. T.d. er sífelld umræða í gangi um að fækka þurfi gjaldkerum og að tæknin og sjálfsafgreiðslulausnir eigi að taka við. Í grimmari orðræðu er viðtekin skoðun að bankarnir séu okurstofnanir og að bankamenn séu „glæpamenn“ upp til hópa. Í október 2009 lét þáverandi ráðherra bankamála, Gylfi Magnússon, hafa eftir sér að íslenskir bankamenn hafi verið þeir verstu í heimi. Ég mótmælti orðum Gylfa á sínum tíma og hann dró í land og sagðist hafa átt við stjórnendur bankanna fyrir hrun. Þetta er einmitt meinið. Í mestallri umræðu um bankana er fjallað um stjórnendur og starfsmenn þeirra undir sama hatti og enginn greinarmunur gerður þar á. Margir taka sér skotleyfi gagnvart starfsmönnum bankanna og þá skiptir engu hvort þeir séu háir eða lágir, stjórar eða gjaldkerar, allir eru yfirleitt settir undir sama hatt. Í nýlegri umfjöllun Kjarnans um greiðslu bónusa til 20-30 starfsmanna ALMC var talað um „fífldirfsku og glórulausar ákvarðanir bankamanna á árunum fyrir hrun“. Nákvæmara og mun sanngjarnara hefði verið að tala um stjórnendur og eigendur bankanna í stað allra bankamanna. Flestir starfsmenn bankanna hafa aldrei fengið neina bónusa og eru á svipuðum launakjörum og starfsmenn annarra fyrirtækja. Það er því ekki sanngjarnt að hafa þá alla undir í umræðu eins og þessari.Sjálfstæður skotspónn Það voru almennir starfsmenn bankanna sem stóðu í forsvari gagnvart viðskiptavinum vegna vandamála hrunsins og þeir voru oft ekki í skárri stöðu sjálfir en fólkið sem þeir voru að þjóna. Engu að síður er þetta fólk sífellt sjálfstæður skotspónn sem má tala illa um og gera grín að. Annað dæmi, sem mörgum kann að finnast meinlaus brandari, er frétt um veitingastað í Frakklandi sem mbl.is birti þann 17. febrúar. Fréttin gekk út á að veitingamaður hafði komið fyrir skilti þar sem stóð: „Hundar velkomnir, bankamenn bannaðir.“ Ástæðan var sú að honum hafði verið synjað um lán hjá nokkrum bönkum. Hann setti alla bankamenn undir einn hatt og meinaði gjaldkerum og þjónustufulltrúum aðgang jafnt og stjórnendum bankanna. Margir telja þetta eflaust fínan nútímabrandara en hann særir þá starfsmenn bankanna sem þetta bitnar á að ósekju og er dæmi um það hvernig sífellt er vegið að almennum bankastarfsmönnum með ósanngjörnum hætti. Dæmin eru óteljandi. Í hvert skipti sem fólki finnst mistök gerð í starfsemi banka er almennu starfsfólki nuddað upp úr málunum án þess að það hafi nokkuð komið að þeim. Fólki finnst þetta fyndið og eðlilegt. Engum dettur í hug að gera almenna starfsmenn sjávarútvegsfyrirtækja ábyrga fyrir því þegar útgerðin kaupir eða selur kvóta. En það virðast gilda önnur lögmál um starfsmenn bankanna, það er sjálfsagt að hafa þá í skotlínu varðandi allt sem er í umræðunni um starfsemi þeirra. Mér finnst þetta ósanngjörn orðræða sem bitnar á starfsfólki sem vinnur störf sín eins vel og unnt er. Það er enginn munur á bankastarfsmönnum og öðru fólki í götunni okkar, nema þá kannski að það fær yfirleitt að heyra niðrandi tón um störf sín og fær á sig ásakanir sem það á alls ekki skilið. Það er óskandi að umræða um bankamenn verði málefnalegri og skynsamlegri og að hætt verði að setja þá alla undir sama (gamla) hattinn. Þeirri ósk er einkum beint til fjölmiðla og stjórnmálamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan í þjóðfélaginu um bankana er stundum mótsagnakennd. Almennt er talið að bankarnir séu of margir og starfsmennirnir líka. Samtímis koma fram háværar kvartanir vegna hagræðingaraðgerða eins og fækkunar afgreiðslustaða. Vanlíðan og óöryggi hefur einkennt starfsfólk bankanna síðustu ár. Starfsfólk hefur horft upp á síendurteknar uppsagnir og skipulagsbreytingar sem virðast aldrei ætla að taka enda. T.d. er sífelld umræða í gangi um að fækka þurfi gjaldkerum og að tæknin og sjálfsafgreiðslulausnir eigi að taka við. Í grimmari orðræðu er viðtekin skoðun að bankarnir séu okurstofnanir og að bankamenn séu „glæpamenn“ upp til hópa. Í október 2009 lét þáverandi ráðherra bankamála, Gylfi Magnússon, hafa eftir sér að íslenskir bankamenn hafi verið þeir verstu í heimi. Ég mótmælti orðum Gylfa á sínum tíma og hann dró í land og sagðist hafa átt við stjórnendur bankanna fyrir hrun. Þetta er einmitt meinið. Í mestallri umræðu um bankana er fjallað um stjórnendur og starfsmenn þeirra undir sama hatti og enginn greinarmunur gerður þar á. Margir taka sér skotleyfi gagnvart starfsmönnum bankanna og þá skiptir engu hvort þeir séu háir eða lágir, stjórar eða gjaldkerar, allir eru yfirleitt settir undir sama hatt. Í nýlegri umfjöllun Kjarnans um greiðslu bónusa til 20-30 starfsmanna ALMC var talað um „fífldirfsku og glórulausar ákvarðanir bankamanna á árunum fyrir hrun“. Nákvæmara og mun sanngjarnara hefði verið að tala um stjórnendur og eigendur bankanna í stað allra bankamanna. Flestir starfsmenn bankanna hafa aldrei fengið neina bónusa og eru á svipuðum launakjörum og starfsmenn annarra fyrirtækja. Það er því ekki sanngjarnt að hafa þá alla undir í umræðu eins og þessari.Sjálfstæður skotspónn Það voru almennir starfsmenn bankanna sem stóðu í forsvari gagnvart viðskiptavinum vegna vandamála hrunsins og þeir voru oft ekki í skárri stöðu sjálfir en fólkið sem þeir voru að þjóna. Engu að síður er þetta fólk sífellt sjálfstæður skotspónn sem má tala illa um og gera grín að. Annað dæmi, sem mörgum kann að finnast meinlaus brandari, er frétt um veitingastað í Frakklandi sem mbl.is birti þann 17. febrúar. Fréttin gekk út á að veitingamaður hafði komið fyrir skilti þar sem stóð: „Hundar velkomnir, bankamenn bannaðir.“ Ástæðan var sú að honum hafði verið synjað um lán hjá nokkrum bönkum. Hann setti alla bankamenn undir einn hatt og meinaði gjaldkerum og þjónustufulltrúum aðgang jafnt og stjórnendum bankanna. Margir telja þetta eflaust fínan nútímabrandara en hann særir þá starfsmenn bankanna sem þetta bitnar á að ósekju og er dæmi um það hvernig sífellt er vegið að almennum bankastarfsmönnum með ósanngjörnum hætti. Dæmin eru óteljandi. Í hvert skipti sem fólki finnst mistök gerð í starfsemi banka er almennu starfsfólki nuddað upp úr málunum án þess að það hafi nokkuð komið að þeim. Fólki finnst þetta fyndið og eðlilegt. Engum dettur í hug að gera almenna starfsmenn sjávarútvegsfyrirtækja ábyrga fyrir því þegar útgerðin kaupir eða selur kvóta. En það virðast gilda önnur lögmál um starfsmenn bankanna, það er sjálfsagt að hafa þá í skotlínu varðandi allt sem er í umræðunni um starfsemi þeirra. Mér finnst þetta ósanngjörn orðræða sem bitnar á starfsfólki sem vinnur störf sín eins vel og unnt er. Það er enginn munur á bankastarfsmönnum og öðru fólki í götunni okkar, nema þá kannski að það fær yfirleitt að heyra niðrandi tón um störf sín og fær á sig ásakanir sem það á alls ekki skilið. Það er óskandi að umræða um bankamenn verði málefnalegri og skynsamlegri og að hætt verði að setja þá alla undir sama (gamla) hattinn. Þeirri ósk er einkum beint til fjölmiðla og stjórnmálamanna.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun