Bankamenn eru ekki allir eins Ari Skúlason skrifar 9. mars 2016 07:00 Umræðan í þjóðfélaginu um bankana er stundum mótsagnakennd. Almennt er talið að bankarnir séu of margir og starfsmennirnir líka. Samtímis koma fram háværar kvartanir vegna hagræðingaraðgerða eins og fækkunar afgreiðslustaða. Vanlíðan og óöryggi hefur einkennt starfsfólk bankanna síðustu ár. Starfsfólk hefur horft upp á síendurteknar uppsagnir og skipulagsbreytingar sem virðast aldrei ætla að taka enda. T.d. er sífelld umræða í gangi um að fækka þurfi gjaldkerum og að tæknin og sjálfsafgreiðslulausnir eigi að taka við. Í grimmari orðræðu er viðtekin skoðun að bankarnir séu okurstofnanir og að bankamenn séu „glæpamenn“ upp til hópa. Í október 2009 lét þáverandi ráðherra bankamála, Gylfi Magnússon, hafa eftir sér að íslenskir bankamenn hafi verið þeir verstu í heimi. Ég mótmælti orðum Gylfa á sínum tíma og hann dró í land og sagðist hafa átt við stjórnendur bankanna fyrir hrun. Þetta er einmitt meinið. Í mestallri umræðu um bankana er fjallað um stjórnendur og starfsmenn þeirra undir sama hatti og enginn greinarmunur gerður þar á. Margir taka sér skotleyfi gagnvart starfsmönnum bankanna og þá skiptir engu hvort þeir séu háir eða lágir, stjórar eða gjaldkerar, allir eru yfirleitt settir undir sama hatt. Í nýlegri umfjöllun Kjarnans um greiðslu bónusa til 20-30 starfsmanna ALMC var talað um „fífldirfsku og glórulausar ákvarðanir bankamanna á árunum fyrir hrun“. Nákvæmara og mun sanngjarnara hefði verið að tala um stjórnendur og eigendur bankanna í stað allra bankamanna. Flestir starfsmenn bankanna hafa aldrei fengið neina bónusa og eru á svipuðum launakjörum og starfsmenn annarra fyrirtækja. Það er því ekki sanngjarnt að hafa þá alla undir í umræðu eins og þessari.Sjálfstæður skotspónn Það voru almennir starfsmenn bankanna sem stóðu í forsvari gagnvart viðskiptavinum vegna vandamála hrunsins og þeir voru oft ekki í skárri stöðu sjálfir en fólkið sem þeir voru að þjóna. Engu að síður er þetta fólk sífellt sjálfstæður skotspónn sem má tala illa um og gera grín að. Annað dæmi, sem mörgum kann að finnast meinlaus brandari, er frétt um veitingastað í Frakklandi sem mbl.is birti þann 17. febrúar. Fréttin gekk út á að veitingamaður hafði komið fyrir skilti þar sem stóð: „Hundar velkomnir, bankamenn bannaðir.“ Ástæðan var sú að honum hafði verið synjað um lán hjá nokkrum bönkum. Hann setti alla bankamenn undir einn hatt og meinaði gjaldkerum og þjónustufulltrúum aðgang jafnt og stjórnendum bankanna. Margir telja þetta eflaust fínan nútímabrandara en hann særir þá starfsmenn bankanna sem þetta bitnar á að ósekju og er dæmi um það hvernig sífellt er vegið að almennum bankastarfsmönnum með ósanngjörnum hætti. Dæmin eru óteljandi. Í hvert skipti sem fólki finnst mistök gerð í starfsemi banka er almennu starfsfólki nuddað upp úr málunum án þess að það hafi nokkuð komið að þeim. Fólki finnst þetta fyndið og eðlilegt. Engum dettur í hug að gera almenna starfsmenn sjávarútvegsfyrirtækja ábyrga fyrir því þegar útgerðin kaupir eða selur kvóta. En það virðast gilda önnur lögmál um starfsmenn bankanna, það er sjálfsagt að hafa þá í skotlínu varðandi allt sem er í umræðunni um starfsemi þeirra. Mér finnst þetta ósanngjörn orðræða sem bitnar á starfsfólki sem vinnur störf sín eins vel og unnt er. Það er enginn munur á bankastarfsmönnum og öðru fólki í götunni okkar, nema þá kannski að það fær yfirleitt að heyra niðrandi tón um störf sín og fær á sig ásakanir sem það á alls ekki skilið. Það er óskandi að umræða um bankamenn verði málefnalegri og skynsamlegri og að hætt verði að setja þá alla undir sama (gamla) hattinn. Þeirri ósk er einkum beint til fjölmiðla og stjórnmálamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Árásir á ferðaþjónustu skaða allt samfélagið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hvar eru konurnar í byggingariðnaði? Aron Leví Beck Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Umræðan í þjóðfélaginu um bankana er stundum mótsagnakennd. Almennt er talið að bankarnir séu of margir og starfsmennirnir líka. Samtímis koma fram háværar kvartanir vegna hagræðingaraðgerða eins og fækkunar afgreiðslustaða. Vanlíðan og óöryggi hefur einkennt starfsfólk bankanna síðustu ár. Starfsfólk hefur horft upp á síendurteknar uppsagnir og skipulagsbreytingar sem virðast aldrei ætla að taka enda. T.d. er sífelld umræða í gangi um að fækka þurfi gjaldkerum og að tæknin og sjálfsafgreiðslulausnir eigi að taka við. Í grimmari orðræðu er viðtekin skoðun að bankarnir séu okurstofnanir og að bankamenn séu „glæpamenn“ upp til hópa. Í október 2009 lét þáverandi ráðherra bankamála, Gylfi Magnússon, hafa eftir sér að íslenskir bankamenn hafi verið þeir verstu í heimi. Ég mótmælti orðum Gylfa á sínum tíma og hann dró í land og sagðist hafa átt við stjórnendur bankanna fyrir hrun. Þetta er einmitt meinið. Í mestallri umræðu um bankana er fjallað um stjórnendur og starfsmenn þeirra undir sama hatti og enginn greinarmunur gerður þar á. Margir taka sér skotleyfi gagnvart starfsmönnum bankanna og þá skiptir engu hvort þeir séu háir eða lágir, stjórar eða gjaldkerar, allir eru yfirleitt settir undir sama hatt. Í nýlegri umfjöllun Kjarnans um greiðslu bónusa til 20-30 starfsmanna ALMC var talað um „fífldirfsku og glórulausar ákvarðanir bankamanna á árunum fyrir hrun“. Nákvæmara og mun sanngjarnara hefði verið að tala um stjórnendur og eigendur bankanna í stað allra bankamanna. Flestir starfsmenn bankanna hafa aldrei fengið neina bónusa og eru á svipuðum launakjörum og starfsmenn annarra fyrirtækja. Það er því ekki sanngjarnt að hafa þá alla undir í umræðu eins og þessari.Sjálfstæður skotspónn Það voru almennir starfsmenn bankanna sem stóðu í forsvari gagnvart viðskiptavinum vegna vandamála hrunsins og þeir voru oft ekki í skárri stöðu sjálfir en fólkið sem þeir voru að þjóna. Engu að síður er þetta fólk sífellt sjálfstæður skotspónn sem má tala illa um og gera grín að. Annað dæmi, sem mörgum kann að finnast meinlaus brandari, er frétt um veitingastað í Frakklandi sem mbl.is birti þann 17. febrúar. Fréttin gekk út á að veitingamaður hafði komið fyrir skilti þar sem stóð: „Hundar velkomnir, bankamenn bannaðir.“ Ástæðan var sú að honum hafði verið synjað um lán hjá nokkrum bönkum. Hann setti alla bankamenn undir einn hatt og meinaði gjaldkerum og þjónustufulltrúum aðgang jafnt og stjórnendum bankanna. Margir telja þetta eflaust fínan nútímabrandara en hann særir þá starfsmenn bankanna sem þetta bitnar á að ósekju og er dæmi um það hvernig sífellt er vegið að almennum bankastarfsmönnum með ósanngjörnum hætti. Dæmin eru óteljandi. Í hvert skipti sem fólki finnst mistök gerð í starfsemi banka er almennu starfsfólki nuddað upp úr málunum án þess að það hafi nokkuð komið að þeim. Fólki finnst þetta fyndið og eðlilegt. Engum dettur í hug að gera almenna starfsmenn sjávarútvegsfyrirtækja ábyrga fyrir því þegar útgerðin kaupir eða selur kvóta. En það virðast gilda önnur lögmál um starfsmenn bankanna, það er sjálfsagt að hafa þá í skotlínu varðandi allt sem er í umræðunni um starfsemi þeirra. Mér finnst þetta ósanngjörn orðræða sem bitnar á starfsfólki sem vinnur störf sín eins vel og unnt er. Það er enginn munur á bankastarfsmönnum og öðru fólki í götunni okkar, nema þá kannski að það fær yfirleitt að heyra niðrandi tón um störf sín og fær á sig ásakanir sem það á alls ekki skilið. Það er óskandi að umræða um bankamenn verði málefnalegri og skynsamlegri og að hætt verði að setja þá alla undir sama (gamla) hattinn. Þeirri ósk er einkum beint til fjölmiðla og stjórnmálamanna.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar