Rótarý, Rauði krossinn og friðarstyrkir Helga G. Halldórsdóttir skrifar 22. febrúar 2016 07:00 Rótarýhreyfingin starfar í meira en 200 löndum í öllum heimsálfum. Félagar eru rúmlega 1,2 milljónir í um 35 þúsund klúbbum. Á Íslandi er 31 klúbbur með um 1.200 félaga. Innan hreyfingarinnar er fólk úr öllum starfsgreinum og hittist á vikulegum fundum klúbbanna, sem eru með fjölbreytt og fræðandi fundarefni. Félagar eru á öllum aldri og báðum kynjum. ótarýfélagar hafa sameiginlegan áhuga á mannúðar- og menningarstarfi og vilja til að hvetja til velvildar og friðar í heiminum. Opinbert kjörorð hreyfingarinnar er „Þjónusta ofar eigin hag“ og einkunnarorð núverandi alþjóðaforseta er „Verum veröld gefandi“. Rótarýdaginn 27. febrúar halda Rótarýfélagar hátíðlegan og þema dagsins hér á landi er fjölmenning, málefni sem er ofarlega á baugi með auknum fólksflutningum milli landa. Rótarýhreyfingin leggur samfélögum lið með ýmsum hætti til viðbótar við hið áhugaverða starf klúbbanna. Rótarýsjóðurinn (Rotary Foundation) er eitt öflugasta verkefni hreyfingarinnar. Klúbbfélagar um allan heim leggja fé til sjóðsins og ráðstafað er úr sjóðnum 100 milljónum dollara árlega til mannúðar-, fræðslu- og menningarmála. Margir hafa notið góðs af styrkjum úr þessum sjóði og hefur baráttan gegn lömunarveikinni, svonefnt Polio-Plus verkefni, verið þar veigamest.Samskiptanet friðarstyrkþega Tveggja ára námsstyrkir til meistaranáms í friðarmálum er eitt af nýrri verkefnum sjóðsins. Styrkirnir eru bundnir sex virtum háskólum í Bandaríkjunum, Evrópu, Japan og Ástralíu. Fimmtíu til sjötíu styrkir hafa verið veittir árlega. Styrkirnir standa undir skólagjöldum, húsnæði, fæði, bókum og ferðum og hafa íslenskir námsmenn sýnt þeim mikinn áhuga. Margar umsóknir berast en það hefur vakið athygli að ellefu Íslendingar hafa hlotið styrki úr sjóðnum. Styrkirnir eru mjög veglegir og hafa skipt miklu máli fyrir íslenskt samfélag og þá sem notið hafa. Nokkrir af styrkþegunum hafa starfað hjá Rauða krossinum hér á landi og alþjóðavettvangi, en einnig hjá öðrum mannúðarsamtökum sem Íslendingar eru aðilar að. Vaxandi þörf er fyrir fólk menntað í fjölmenningu og friðarfræðum og þekking þess nýtist víða í verkefnum. Með friðarstyrkjunum hefur Rótarý byggt upp samskiptanet friðarstyrkþega, sem starfa um allan heim og vinna að því að bæta líf þeirra sem verst standa, búa við fátækt og eru á átaka- og stríðshrjáðum svæðum. Menntun á þessum sviðum er gott veganesti ungs fólks, sem vill vinna að mannúðarmálum. Víða eru mannréttindi brotin og þörf á öflugum verkefnum sem stuðla að þróun í átt til jafnréttis og friðar. Rauði krossinn og fleiri mannúðarsamtök hafa notið góðs af þessum friðarsjóði. Þetta er stórkostlegt framlag og ómetanlegt fyrir lítið land eins og Ísland að nemendur eigi þess kost að mennta sig með styrk frá Rótarýhreyfingunni. Auglýst er eftir umsækjendum í Rótarýsjóðinn um mánaðamótin febrúar/mars ár hvert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Rótarýhreyfingin starfar í meira en 200 löndum í öllum heimsálfum. Félagar eru rúmlega 1,2 milljónir í um 35 þúsund klúbbum. Á Íslandi er 31 klúbbur með um 1.200 félaga. Innan hreyfingarinnar er fólk úr öllum starfsgreinum og hittist á vikulegum fundum klúbbanna, sem eru með fjölbreytt og fræðandi fundarefni. Félagar eru á öllum aldri og báðum kynjum. ótarýfélagar hafa sameiginlegan áhuga á mannúðar- og menningarstarfi og vilja til að hvetja til velvildar og friðar í heiminum. Opinbert kjörorð hreyfingarinnar er „Þjónusta ofar eigin hag“ og einkunnarorð núverandi alþjóðaforseta er „Verum veröld gefandi“. Rótarýdaginn 27. febrúar halda Rótarýfélagar hátíðlegan og þema dagsins hér á landi er fjölmenning, málefni sem er ofarlega á baugi með auknum fólksflutningum milli landa. Rótarýhreyfingin leggur samfélögum lið með ýmsum hætti til viðbótar við hið áhugaverða starf klúbbanna. Rótarýsjóðurinn (Rotary Foundation) er eitt öflugasta verkefni hreyfingarinnar. Klúbbfélagar um allan heim leggja fé til sjóðsins og ráðstafað er úr sjóðnum 100 milljónum dollara árlega til mannúðar-, fræðslu- og menningarmála. Margir hafa notið góðs af styrkjum úr þessum sjóði og hefur baráttan gegn lömunarveikinni, svonefnt Polio-Plus verkefni, verið þar veigamest.Samskiptanet friðarstyrkþega Tveggja ára námsstyrkir til meistaranáms í friðarmálum er eitt af nýrri verkefnum sjóðsins. Styrkirnir eru bundnir sex virtum háskólum í Bandaríkjunum, Evrópu, Japan og Ástralíu. Fimmtíu til sjötíu styrkir hafa verið veittir árlega. Styrkirnir standa undir skólagjöldum, húsnæði, fæði, bókum og ferðum og hafa íslenskir námsmenn sýnt þeim mikinn áhuga. Margar umsóknir berast en það hefur vakið athygli að ellefu Íslendingar hafa hlotið styrki úr sjóðnum. Styrkirnir eru mjög veglegir og hafa skipt miklu máli fyrir íslenskt samfélag og þá sem notið hafa. Nokkrir af styrkþegunum hafa starfað hjá Rauða krossinum hér á landi og alþjóðavettvangi, en einnig hjá öðrum mannúðarsamtökum sem Íslendingar eru aðilar að. Vaxandi þörf er fyrir fólk menntað í fjölmenningu og friðarfræðum og þekking þess nýtist víða í verkefnum. Með friðarstyrkjunum hefur Rótarý byggt upp samskiptanet friðarstyrkþega, sem starfa um allan heim og vinna að því að bæta líf þeirra sem verst standa, búa við fátækt og eru á átaka- og stríðshrjáðum svæðum. Menntun á þessum sviðum er gott veganesti ungs fólks, sem vill vinna að mannúðarmálum. Víða eru mannréttindi brotin og þörf á öflugum verkefnum sem stuðla að þróun í átt til jafnréttis og friðar. Rauði krossinn og fleiri mannúðarsamtök hafa notið góðs af þessum friðarsjóði. Þetta er stórkostlegt framlag og ómetanlegt fyrir lítið land eins og Ísland að nemendur eigi þess kost að mennta sig með styrk frá Rótarýhreyfingunni. Auglýst er eftir umsækjendum í Rótarýsjóðinn um mánaðamótin febrúar/mars ár hvert.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar