Aserta-málið: „Átti erfitt með að fara út á meðal fólks“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. nóvember 2014 13:53 Markús Máni mætir til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Vísir/GVA Markús Máni Michelson Maute lýsti yfir sakleysi sínu við aðalmeðferð Aserta-málsins svokallaða sem stendur yfir í Héraðsdómi Reykjaness. Auk hans er þeim Ólafi Sigmundssyni, Karli Löve Jóhannessyni og Gísla Reynissyni gefið að sök umfangsmikið ólöglegt gjaldeyrisbrask í gegnum einkahlutafélagið Aserta á tímablinu 25. mars til 2. nóvember árið 2009. Hvorki var lögmæt heimild eða leyfi frá Seðlabanka Íslands fyrir viðskiptunum að því er sérstakur saksóknari heldur fram. Ólafur, Karl og Gísli lýstu yfir sakleysi sínu við þingfestingu málsins á sínum tíma. Þá var Markús Máni fjarverandi. Aðalmeðferðin í morgun hófst á athugasemdum verjenda um ákæru saksóknara. Saksóknari greindi frá því að ákærunni hefði verið breytt á þann veg að búið væri að taka úr henni það sem sneri að ólögmætum fjármagnsflutningum. Dómari benti á að það kæmi ekki heim og saman við texta í ákærunni. Arnar Þór Stefánsson, verjandi Ólafs, óskaði eftir nýrri ákæru og að hlé yrði gert á málinu. Á það féllst dómari ekki. Létu Arnar Þór og Grímur Sigurðsson, verjandi Karls, færa athugasemdir sínar til bókar og Finnur Þór Vilhjálmsson, fulltrúi saksóknara, sömuleiðis. Tafðist meðferðin um fjörutíu mínútur af þessum sökum. „Það var búið að láta Seðlabanka Íslands vita áður en fyrstu viðskiptin fóru fram. Ingibjörg [Guðbjartsdóttir, fyrrv. forstöðumaður gjaldeyriseftirlits SÍ og fyrrv. starfsmaður Straums] var sú sem ráðlagði okkur en hún var mesti sérfræðingur Íslands á þessum tíma um aflandskrónuviðskipti,“ sagði Markús Máni fyrir dómi í morgun. Auk hans bar Ólafur Sigmundsson vitni áður en gert var hlé á meðferðinni í hádeginu. Bera þeir báðir því við að þeir hafi talið sig fara í öllu að lögum við aflandsviðskiptin. Þeir hafi farið eins að og í störfum sínum hjá Straumi fjárfestingabanka eftir bankahrun, þar sem þeir hafi farið eftir forskrift Ingibjargar Guðbjartsdóttur. Þeir sögðu tengsl þeirra við Ingibjörgu náin og vísuðu í orð hennar þar sem hún sagði starfsemi Aserta í lagi og að þeir þyrftu engar áhyggjur að hafa.Starfsmenn sérstaks saksóknara. Finnur Þór Vilhjálmsson er lengst til hægri á myndinni.Vísir/GVASlógu á létta strengi með „gjaldeyrislöggunni“ Til staðfestingar á þeim nánu tengslum sem þeir fjórir áttu við Ingibjörgu tók Markús Máni upp ljósmynd í vitnastúku. Á myndinni mátti sjá Ólaf og Ingibjörgu „gjaldeyrislöggu“, eins og þeir kölluðu hana, slá á létta strengi. Því hafi það komið þeim í opna skjöldu þegar í ljós kom að Ingibjörg hafi verið sú sem ákveðið hafði að kæra þá. „Það sem kom mest á óvart var að rannsakendur komu algjörlega af fjöllum þegar ég greindi þeim frá tengslum mínum við Ingibjörgu [...] Hún hafði ekki gert þeim grein fyrir þessum tengslum og sagði ítrekað ósatt frá,“ sagði Markús. Málið hefur tekið afar langan tíma, eða hátt í fimm ár. Var málinu vísað frá dómi í héraði en Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að taka ætti málið til meðferðar á nýjan leik. Markús Máni og Ólafur segjast vera orðnir langþreyttir á þessari löngu bið. Mannorð þeirra bíði hnekki og lífsviðurværi þeirra svo gott sem farið.Sakborningarnir í héraðsdómi í morgun.Vísir/GVAErfitt með að fara út á meðal fólks „Þessi aðför að mannorði mínu hefur reynst mér þungbær. Það er mjög erfitt að breyta almenningsáliti, sérstaklega þegar um er að ræða flókin gjaldeyrismál. [...] Ég var farinn að trúa því að ég ætti þetta skilið, ég fann fyrir skömm og átti erfitt að fara út á meðal fólks. Þetta hefur óneitanleg áhrif á það að ég hef búið erlendis undanfarin ár,“ sagði Markús. Ólafur hefur verið atvinnulaus frá árinu 2009, býr erlendis og lifir á tekjum eiginkonu sinnar. Markús átti sömuleiðis í erfiðleikum með að fá nýtt starf en hefur nú hafið störf í matvælaiðnaðnum í Belgíu. Hann hefur haft tekjur af félagi í hans eigu, Glacier LLC á Kýpur. Tengdar fréttir Álits EFTA verður ekki leitað í Aserta-málinu Hæstiréttur staðfesti í dag höfnun Héraðsdóms Reykjaness á kröfu verjanda frá því í síðasta mánuði. 16. júlí 2014 16:14 Aserta-málið verður tekið efnislega fyrir Hæstiréttur sneri í dag við frávísun Héraðsdóms Reykjaness í Aserta-málinu svokallaða þar sem Karli Löve Jóhannssyni, Gísla Reynissyni, Markúsi Mána Michaelssyni Maute og Ólafi Sigmundssyni er gefið að sök að hafa brotið gjaldeyrislög. 4. apríl 2014 17:14 Aserta-málið: Málinu vísað frá Gjaldeyrismáli sérstaks saksóknara gegn Karli Löve Jóhannssyni, Gísla Reynissyni, Markúsi Mána Michaelssyni Maute og Ólafi Sigmundssyni var vísað frá héraðsdómi í dag. 14. mars 2014 13:44 Kærir úrskurð Héraðsdóms í Aserta-málinu "Við vorum ekki sammála niðurstöðu Héraðsdóms og höfum ákveðið að kæra til Hæstaréttar og fá úrskurð þar," segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. 19. mars 2014 15:49 Aserta-málið: Fyrirtöku frestað um fimm vikur Verjendur óskuðu eftir meiri tíma til þess að leggja fram greinaargerð um efnisþátt málsins. 25. september 2014 21:35 Til skoðunar að fella niður tíu gjaldeyrismál til viðbótar Sérstakur saksóknari hefur nú til skoðunar að fella niður tíu mál þar sem grunur er um brot á reglum um gjaldeyrismál þar sem reglurnar teljast ekki tæk refsiheimild. Seðlabanki Íslands lét fyrir farast að leita staðfestingar ráðherra á reglunum í lok árs 2008 eins og áskilið var í lögum. Sérstakur saksóknari hefur þegar fellt niður sjö slík mál hjá embættinu. 15. júní 2014 18:43 Frávísun í Aserta-málinu Staðfestingu ráðherra skorti á reglur um gjaldeyrismál og því er ekki hægt að byggja sakfellingu á reglunum. 14. mars 2014 20:30 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Markús Máni Michelson Maute lýsti yfir sakleysi sínu við aðalmeðferð Aserta-málsins svokallaða sem stendur yfir í Héraðsdómi Reykjaness. Auk hans er þeim Ólafi Sigmundssyni, Karli Löve Jóhannessyni og Gísla Reynissyni gefið að sök umfangsmikið ólöglegt gjaldeyrisbrask í gegnum einkahlutafélagið Aserta á tímablinu 25. mars til 2. nóvember árið 2009. Hvorki var lögmæt heimild eða leyfi frá Seðlabanka Íslands fyrir viðskiptunum að því er sérstakur saksóknari heldur fram. Ólafur, Karl og Gísli lýstu yfir sakleysi sínu við þingfestingu málsins á sínum tíma. Þá var Markús Máni fjarverandi. Aðalmeðferðin í morgun hófst á athugasemdum verjenda um ákæru saksóknara. Saksóknari greindi frá því að ákærunni hefði verið breytt á þann veg að búið væri að taka úr henni það sem sneri að ólögmætum fjármagnsflutningum. Dómari benti á að það kæmi ekki heim og saman við texta í ákærunni. Arnar Þór Stefánsson, verjandi Ólafs, óskaði eftir nýrri ákæru og að hlé yrði gert á málinu. Á það féllst dómari ekki. Létu Arnar Þór og Grímur Sigurðsson, verjandi Karls, færa athugasemdir sínar til bókar og Finnur Þór Vilhjálmsson, fulltrúi saksóknara, sömuleiðis. Tafðist meðferðin um fjörutíu mínútur af þessum sökum. „Það var búið að láta Seðlabanka Íslands vita áður en fyrstu viðskiptin fóru fram. Ingibjörg [Guðbjartsdóttir, fyrrv. forstöðumaður gjaldeyriseftirlits SÍ og fyrrv. starfsmaður Straums] var sú sem ráðlagði okkur en hún var mesti sérfræðingur Íslands á þessum tíma um aflandskrónuviðskipti,“ sagði Markús Máni fyrir dómi í morgun. Auk hans bar Ólafur Sigmundsson vitni áður en gert var hlé á meðferðinni í hádeginu. Bera þeir báðir því við að þeir hafi talið sig fara í öllu að lögum við aflandsviðskiptin. Þeir hafi farið eins að og í störfum sínum hjá Straumi fjárfestingabanka eftir bankahrun, þar sem þeir hafi farið eftir forskrift Ingibjargar Guðbjartsdóttur. Þeir sögðu tengsl þeirra við Ingibjörgu náin og vísuðu í orð hennar þar sem hún sagði starfsemi Aserta í lagi og að þeir þyrftu engar áhyggjur að hafa.Starfsmenn sérstaks saksóknara. Finnur Þór Vilhjálmsson er lengst til hægri á myndinni.Vísir/GVASlógu á létta strengi með „gjaldeyrislöggunni“ Til staðfestingar á þeim nánu tengslum sem þeir fjórir áttu við Ingibjörgu tók Markús Máni upp ljósmynd í vitnastúku. Á myndinni mátti sjá Ólaf og Ingibjörgu „gjaldeyrislöggu“, eins og þeir kölluðu hana, slá á létta strengi. Því hafi það komið þeim í opna skjöldu þegar í ljós kom að Ingibjörg hafi verið sú sem ákveðið hafði að kæra þá. „Það sem kom mest á óvart var að rannsakendur komu algjörlega af fjöllum þegar ég greindi þeim frá tengslum mínum við Ingibjörgu [...] Hún hafði ekki gert þeim grein fyrir þessum tengslum og sagði ítrekað ósatt frá,“ sagði Markús. Málið hefur tekið afar langan tíma, eða hátt í fimm ár. Var málinu vísað frá dómi í héraði en Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að taka ætti málið til meðferðar á nýjan leik. Markús Máni og Ólafur segjast vera orðnir langþreyttir á þessari löngu bið. Mannorð þeirra bíði hnekki og lífsviðurværi þeirra svo gott sem farið.Sakborningarnir í héraðsdómi í morgun.Vísir/GVAErfitt með að fara út á meðal fólks „Þessi aðför að mannorði mínu hefur reynst mér þungbær. Það er mjög erfitt að breyta almenningsáliti, sérstaklega þegar um er að ræða flókin gjaldeyrismál. [...] Ég var farinn að trúa því að ég ætti þetta skilið, ég fann fyrir skömm og átti erfitt að fara út á meðal fólks. Þetta hefur óneitanleg áhrif á það að ég hef búið erlendis undanfarin ár,“ sagði Markús. Ólafur hefur verið atvinnulaus frá árinu 2009, býr erlendis og lifir á tekjum eiginkonu sinnar. Markús átti sömuleiðis í erfiðleikum með að fá nýtt starf en hefur nú hafið störf í matvælaiðnaðnum í Belgíu. Hann hefur haft tekjur af félagi í hans eigu, Glacier LLC á Kýpur.
Tengdar fréttir Álits EFTA verður ekki leitað í Aserta-málinu Hæstiréttur staðfesti í dag höfnun Héraðsdóms Reykjaness á kröfu verjanda frá því í síðasta mánuði. 16. júlí 2014 16:14 Aserta-málið verður tekið efnislega fyrir Hæstiréttur sneri í dag við frávísun Héraðsdóms Reykjaness í Aserta-málinu svokallaða þar sem Karli Löve Jóhannssyni, Gísla Reynissyni, Markúsi Mána Michaelssyni Maute og Ólafi Sigmundssyni er gefið að sök að hafa brotið gjaldeyrislög. 4. apríl 2014 17:14 Aserta-málið: Málinu vísað frá Gjaldeyrismáli sérstaks saksóknara gegn Karli Löve Jóhannssyni, Gísla Reynissyni, Markúsi Mána Michaelssyni Maute og Ólafi Sigmundssyni var vísað frá héraðsdómi í dag. 14. mars 2014 13:44 Kærir úrskurð Héraðsdóms í Aserta-málinu "Við vorum ekki sammála niðurstöðu Héraðsdóms og höfum ákveðið að kæra til Hæstaréttar og fá úrskurð þar," segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. 19. mars 2014 15:49 Aserta-málið: Fyrirtöku frestað um fimm vikur Verjendur óskuðu eftir meiri tíma til þess að leggja fram greinaargerð um efnisþátt málsins. 25. september 2014 21:35 Til skoðunar að fella niður tíu gjaldeyrismál til viðbótar Sérstakur saksóknari hefur nú til skoðunar að fella niður tíu mál þar sem grunur er um brot á reglum um gjaldeyrismál þar sem reglurnar teljast ekki tæk refsiheimild. Seðlabanki Íslands lét fyrir farast að leita staðfestingar ráðherra á reglunum í lok árs 2008 eins og áskilið var í lögum. Sérstakur saksóknari hefur þegar fellt niður sjö slík mál hjá embættinu. 15. júní 2014 18:43 Frávísun í Aserta-málinu Staðfestingu ráðherra skorti á reglur um gjaldeyrismál og því er ekki hægt að byggja sakfellingu á reglunum. 14. mars 2014 20:30 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Álits EFTA verður ekki leitað í Aserta-málinu Hæstiréttur staðfesti í dag höfnun Héraðsdóms Reykjaness á kröfu verjanda frá því í síðasta mánuði. 16. júlí 2014 16:14
Aserta-málið verður tekið efnislega fyrir Hæstiréttur sneri í dag við frávísun Héraðsdóms Reykjaness í Aserta-málinu svokallaða þar sem Karli Löve Jóhannssyni, Gísla Reynissyni, Markúsi Mána Michaelssyni Maute og Ólafi Sigmundssyni er gefið að sök að hafa brotið gjaldeyrislög. 4. apríl 2014 17:14
Aserta-málið: Málinu vísað frá Gjaldeyrismáli sérstaks saksóknara gegn Karli Löve Jóhannssyni, Gísla Reynissyni, Markúsi Mána Michaelssyni Maute og Ólafi Sigmundssyni var vísað frá héraðsdómi í dag. 14. mars 2014 13:44
Kærir úrskurð Héraðsdóms í Aserta-málinu "Við vorum ekki sammála niðurstöðu Héraðsdóms og höfum ákveðið að kæra til Hæstaréttar og fá úrskurð þar," segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. 19. mars 2014 15:49
Aserta-málið: Fyrirtöku frestað um fimm vikur Verjendur óskuðu eftir meiri tíma til þess að leggja fram greinaargerð um efnisþátt málsins. 25. september 2014 21:35
Til skoðunar að fella niður tíu gjaldeyrismál til viðbótar Sérstakur saksóknari hefur nú til skoðunar að fella niður tíu mál þar sem grunur er um brot á reglum um gjaldeyrismál þar sem reglurnar teljast ekki tæk refsiheimild. Seðlabanki Íslands lét fyrir farast að leita staðfestingar ráðherra á reglunum í lok árs 2008 eins og áskilið var í lögum. Sérstakur saksóknari hefur þegar fellt niður sjö slík mál hjá embættinu. 15. júní 2014 18:43
Frávísun í Aserta-málinu Staðfestingu ráðherra skorti á reglur um gjaldeyrismál og því er ekki hægt að byggja sakfellingu á reglunum. 14. mars 2014 20:30