Sex ára martröð Aserta-manna lokið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. febrúar 2016 15:15 Frá aðalmeðferð málsins í nóvember 2014. Vísir/GVa Ríkissaksóknari hefur fallið frá því að áfrýja Aserta-málinu til Hæstaréttar. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari og fyrrverandi sérstakur saksóknari sem sótti málið upphaflega í samtali við Vísi. DV greindi fyrst frá.Málið á rætur að rekja til janúar 2010 þegar greint var frá umfangsmiklum rannsóknum efnahagsbrotadeildar lögreglu í samvinnu við Fjármálaeftirlitið og Seðlabankann á blaðamannafundi. Húsleit var gerð á fjórum heimilum og einni starfstöð. Nokkur hundruð milljónir voru kyrrsettar. Voru þeir ákærðir fyrir stórfelld brot á lögum um gjaldeyrisviðskipti. Áttu þeir að hafa nýtt sér tvöfalt gengi íslensku krónunnar og farið þannig á svig við gjaldeyrishöftin. Þeir neituðu alltaf sök.Markús Máni mætir til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjaness.Vísir/GVASýknaðir í desember 2014 Héraðsdómur Reykjaness vísaði málinu frá í mars 2014 vegna óskýrleika í ákæru sérstaks saksóknara. Hæstiréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu í apríl sama ár að málið skildi taka efnislega fyrir. Aðalmeðferð í málinu fór loks fram í nóvember 2014 og voru fjórmenningarnir Karl Löve Jóhannsson, Gísli Reynisson, Markús Máni Michaelsson Maute og Ólafur Sigmundsson, sýknaðir í desember sama ár. Lýsti Markús Máni því meðal annars yfir við aðalmeðferðina að hann hefði átt erfitt með að fara út á meðal fólks undanfarin ár. Ríkissaksóknari ákvað að áfrýja málinu til Hæstaréttar en nú hefur verið fallið frá því. Sýknudómurinn úr héraði stendur því en þar kom fram að félagið Aserta hefði verið skráð í Svíþjóð og gjaldeyrisviðskiptin því ekki átt sér stað á Íslandi. Ekki náðist í ríkissaksóknara við vinnslu fréttarinnar. Ólafur Þór gat þó staðfest að hann hefði fengið veður af ákvörðun embættisins fyrir helgi en vísaði að öðru leyti á ríkissaksóknara. Tengdar fréttir 260 milljónir í laun verjenda frá ríkinu Þóknanir til verjenda í stærstu efnahagsbrotamálum höfðuðum af sérstökum saksóknara sem dæmt hefur verið í á árinu nema 350 milljónum. Ríkið borgar rúm 73%. 19. desember 2014 09:00 Aserta-málið: Fjórmenningarnir sýknaðir Ríkissjóður var dæmdur til að greiða allan sakarkostnað. 18. desember 2014 14:26 Aserta-málið: Sagðir hafa sett upp njósnabúnað í tölvu stærsta viðskiptavinarins Ákæruvaldið í Aserta-málinu svokallaða lagði fram gögn við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag sem benda til þess að tveir ákærðu í málinu hafi sett njósnabúnað í tölvur viðskiptavina þeirra. 18. nóvember 2014 18:04 Til skoðunar að fella niður tíu gjaldeyrismál til viðbótar Sérstakur saksóknari hefur nú til skoðunar að fella niður tíu mál þar sem grunur er um brot á reglum um gjaldeyrismál þar sem reglurnar teljast ekki tæk refsiheimild. Seðlabanki Íslands lét fyrir farast að leita staðfestingar ráðherra á reglunum í lok árs 2008 eins og áskilið var í lögum. Sérstakur saksóknari hefur þegar fellt niður sjö slík mál hjá embættinu. 15. júní 2014 18:43 Aserta-málið: „Átti erfitt með að fara út á meðal fólks“ Markús Máni Michelson Maute lýsti yfir sakleysi sínu við aðalmeðferð Aserta-málsins svokallaða 18. nóvember 2014 13:53 Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur fallið frá því að áfrýja Aserta-málinu til Hæstaréttar. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari og fyrrverandi sérstakur saksóknari sem sótti málið upphaflega í samtali við Vísi. DV greindi fyrst frá.Málið á rætur að rekja til janúar 2010 þegar greint var frá umfangsmiklum rannsóknum efnahagsbrotadeildar lögreglu í samvinnu við Fjármálaeftirlitið og Seðlabankann á blaðamannafundi. Húsleit var gerð á fjórum heimilum og einni starfstöð. Nokkur hundruð milljónir voru kyrrsettar. Voru þeir ákærðir fyrir stórfelld brot á lögum um gjaldeyrisviðskipti. Áttu þeir að hafa nýtt sér tvöfalt gengi íslensku krónunnar og farið þannig á svig við gjaldeyrishöftin. Þeir neituðu alltaf sök.Markús Máni mætir til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjaness.Vísir/GVASýknaðir í desember 2014 Héraðsdómur Reykjaness vísaði málinu frá í mars 2014 vegna óskýrleika í ákæru sérstaks saksóknara. Hæstiréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu í apríl sama ár að málið skildi taka efnislega fyrir. Aðalmeðferð í málinu fór loks fram í nóvember 2014 og voru fjórmenningarnir Karl Löve Jóhannsson, Gísli Reynisson, Markús Máni Michaelsson Maute og Ólafur Sigmundsson, sýknaðir í desember sama ár. Lýsti Markús Máni því meðal annars yfir við aðalmeðferðina að hann hefði átt erfitt með að fara út á meðal fólks undanfarin ár. Ríkissaksóknari ákvað að áfrýja málinu til Hæstaréttar en nú hefur verið fallið frá því. Sýknudómurinn úr héraði stendur því en þar kom fram að félagið Aserta hefði verið skráð í Svíþjóð og gjaldeyrisviðskiptin því ekki átt sér stað á Íslandi. Ekki náðist í ríkissaksóknara við vinnslu fréttarinnar. Ólafur Þór gat þó staðfest að hann hefði fengið veður af ákvörðun embættisins fyrir helgi en vísaði að öðru leyti á ríkissaksóknara.
Tengdar fréttir 260 milljónir í laun verjenda frá ríkinu Þóknanir til verjenda í stærstu efnahagsbrotamálum höfðuðum af sérstökum saksóknara sem dæmt hefur verið í á árinu nema 350 milljónum. Ríkið borgar rúm 73%. 19. desember 2014 09:00 Aserta-málið: Fjórmenningarnir sýknaðir Ríkissjóður var dæmdur til að greiða allan sakarkostnað. 18. desember 2014 14:26 Aserta-málið: Sagðir hafa sett upp njósnabúnað í tölvu stærsta viðskiptavinarins Ákæruvaldið í Aserta-málinu svokallaða lagði fram gögn við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag sem benda til þess að tveir ákærðu í málinu hafi sett njósnabúnað í tölvur viðskiptavina þeirra. 18. nóvember 2014 18:04 Til skoðunar að fella niður tíu gjaldeyrismál til viðbótar Sérstakur saksóknari hefur nú til skoðunar að fella niður tíu mál þar sem grunur er um brot á reglum um gjaldeyrismál þar sem reglurnar teljast ekki tæk refsiheimild. Seðlabanki Íslands lét fyrir farast að leita staðfestingar ráðherra á reglunum í lok árs 2008 eins og áskilið var í lögum. Sérstakur saksóknari hefur þegar fellt niður sjö slík mál hjá embættinu. 15. júní 2014 18:43 Aserta-málið: „Átti erfitt með að fara út á meðal fólks“ Markús Máni Michelson Maute lýsti yfir sakleysi sínu við aðalmeðferð Aserta-málsins svokallaða 18. nóvember 2014 13:53 Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
260 milljónir í laun verjenda frá ríkinu Þóknanir til verjenda í stærstu efnahagsbrotamálum höfðuðum af sérstökum saksóknara sem dæmt hefur verið í á árinu nema 350 milljónum. Ríkið borgar rúm 73%. 19. desember 2014 09:00
Aserta-málið: Fjórmenningarnir sýknaðir Ríkissjóður var dæmdur til að greiða allan sakarkostnað. 18. desember 2014 14:26
Aserta-málið: Sagðir hafa sett upp njósnabúnað í tölvu stærsta viðskiptavinarins Ákæruvaldið í Aserta-málinu svokallaða lagði fram gögn við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag sem benda til þess að tveir ákærðu í málinu hafi sett njósnabúnað í tölvur viðskiptavina þeirra. 18. nóvember 2014 18:04
Til skoðunar að fella niður tíu gjaldeyrismál til viðbótar Sérstakur saksóknari hefur nú til skoðunar að fella niður tíu mál þar sem grunur er um brot á reglum um gjaldeyrismál þar sem reglurnar teljast ekki tæk refsiheimild. Seðlabanki Íslands lét fyrir farast að leita staðfestingar ráðherra á reglunum í lok árs 2008 eins og áskilið var í lögum. Sérstakur saksóknari hefur þegar fellt niður sjö slík mál hjá embættinu. 15. júní 2014 18:43
Aserta-málið: „Átti erfitt með að fara út á meðal fólks“ Markús Máni Michelson Maute lýsti yfir sakleysi sínu við aðalmeðferð Aserta-málsins svokallaða 18. nóvember 2014 13:53