Sex ára martröð Aserta-manna lokið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. febrúar 2016 15:15 Frá aðalmeðferð málsins í nóvember 2014. Vísir/GVa Ríkissaksóknari hefur fallið frá því að áfrýja Aserta-málinu til Hæstaréttar. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari og fyrrverandi sérstakur saksóknari sem sótti málið upphaflega í samtali við Vísi. DV greindi fyrst frá.Málið á rætur að rekja til janúar 2010 þegar greint var frá umfangsmiklum rannsóknum efnahagsbrotadeildar lögreglu í samvinnu við Fjármálaeftirlitið og Seðlabankann á blaðamannafundi. Húsleit var gerð á fjórum heimilum og einni starfstöð. Nokkur hundruð milljónir voru kyrrsettar. Voru þeir ákærðir fyrir stórfelld brot á lögum um gjaldeyrisviðskipti. Áttu þeir að hafa nýtt sér tvöfalt gengi íslensku krónunnar og farið þannig á svig við gjaldeyrishöftin. Þeir neituðu alltaf sök.Markús Máni mætir til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjaness.Vísir/GVASýknaðir í desember 2014 Héraðsdómur Reykjaness vísaði málinu frá í mars 2014 vegna óskýrleika í ákæru sérstaks saksóknara. Hæstiréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu í apríl sama ár að málið skildi taka efnislega fyrir. Aðalmeðferð í málinu fór loks fram í nóvember 2014 og voru fjórmenningarnir Karl Löve Jóhannsson, Gísli Reynisson, Markús Máni Michaelsson Maute og Ólafur Sigmundsson, sýknaðir í desember sama ár. Lýsti Markús Máni því meðal annars yfir við aðalmeðferðina að hann hefði átt erfitt með að fara út á meðal fólks undanfarin ár. Ríkissaksóknari ákvað að áfrýja málinu til Hæstaréttar en nú hefur verið fallið frá því. Sýknudómurinn úr héraði stendur því en þar kom fram að félagið Aserta hefði verið skráð í Svíþjóð og gjaldeyrisviðskiptin því ekki átt sér stað á Íslandi. Ekki náðist í ríkissaksóknara við vinnslu fréttarinnar. Ólafur Þór gat þó staðfest að hann hefði fengið veður af ákvörðun embættisins fyrir helgi en vísaði að öðru leyti á ríkissaksóknara. Tengdar fréttir 260 milljónir í laun verjenda frá ríkinu Þóknanir til verjenda í stærstu efnahagsbrotamálum höfðuðum af sérstökum saksóknara sem dæmt hefur verið í á árinu nema 350 milljónum. Ríkið borgar rúm 73%. 19. desember 2014 09:00 Aserta-málið: Fjórmenningarnir sýknaðir Ríkissjóður var dæmdur til að greiða allan sakarkostnað. 18. desember 2014 14:26 Aserta-málið: Sagðir hafa sett upp njósnabúnað í tölvu stærsta viðskiptavinarins Ákæruvaldið í Aserta-málinu svokallaða lagði fram gögn við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag sem benda til þess að tveir ákærðu í málinu hafi sett njósnabúnað í tölvur viðskiptavina þeirra. 18. nóvember 2014 18:04 Til skoðunar að fella niður tíu gjaldeyrismál til viðbótar Sérstakur saksóknari hefur nú til skoðunar að fella niður tíu mál þar sem grunur er um brot á reglum um gjaldeyrismál þar sem reglurnar teljast ekki tæk refsiheimild. Seðlabanki Íslands lét fyrir farast að leita staðfestingar ráðherra á reglunum í lok árs 2008 eins og áskilið var í lögum. Sérstakur saksóknari hefur þegar fellt niður sjö slík mál hjá embættinu. 15. júní 2014 18:43 Aserta-málið: „Átti erfitt með að fara út á meðal fólks“ Markús Máni Michelson Maute lýsti yfir sakleysi sínu við aðalmeðferð Aserta-málsins svokallaða 18. nóvember 2014 13:53 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Fleiri fréttir Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur fallið frá því að áfrýja Aserta-málinu til Hæstaréttar. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari og fyrrverandi sérstakur saksóknari sem sótti málið upphaflega í samtali við Vísi. DV greindi fyrst frá.Málið á rætur að rekja til janúar 2010 þegar greint var frá umfangsmiklum rannsóknum efnahagsbrotadeildar lögreglu í samvinnu við Fjármálaeftirlitið og Seðlabankann á blaðamannafundi. Húsleit var gerð á fjórum heimilum og einni starfstöð. Nokkur hundruð milljónir voru kyrrsettar. Voru þeir ákærðir fyrir stórfelld brot á lögum um gjaldeyrisviðskipti. Áttu þeir að hafa nýtt sér tvöfalt gengi íslensku krónunnar og farið þannig á svig við gjaldeyrishöftin. Þeir neituðu alltaf sök.Markús Máni mætir til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjaness.Vísir/GVASýknaðir í desember 2014 Héraðsdómur Reykjaness vísaði málinu frá í mars 2014 vegna óskýrleika í ákæru sérstaks saksóknara. Hæstiréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu í apríl sama ár að málið skildi taka efnislega fyrir. Aðalmeðferð í málinu fór loks fram í nóvember 2014 og voru fjórmenningarnir Karl Löve Jóhannsson, Gísli Reynisson, Markús Máni Michaelsson Maute og Ólafur Sigmundsson, sýknaðir í desember sama ár. Lýsti Markús Máni því meðal annars yfir við aðalmeðferðina að hann hefði átt erfitt með að fara út á meðal fólks undanfarin ár. Ríkissaksóknari ákvað að áfrýja málinu til Hæstaréttar en nú hefur verið fallið frá því. Sýknudómurinn úr héraði stendur því en þar kom fram að félagið Aserta hefði verið skráð í Svíþjóð og gjaldeyrisviðskiptin því ekki átt sér stað á Íslandi. Ekki náðist í ríkissaksóknara við vinnslu fréttarinnar. Ólafur Þór gat þó staðfest að hann hefði fengið veður af ákvörðun embættisins fyrir helgi en vísaði að öðru leyti á ríkissaksóknara.
Tengdar fréttir 260 milljónir í laun verjenda frá ríkinu Þóknanir til verjenda í stærstu efnahagsbrotamálum höfðuðum af sérstökum saksóknara sem dæmt hefur verið í á árinu nema 350 milljónum. Ríkið borgar rúm 73%. 19. desember 2014 09:00 Aserta-málið: Fjórmenningarnir sýknaðir Ríkissjóður var dæmdur til að greiða allan sakarkostnað. 18. desember 2014 14:26 Aserta-málið: Sagðir hafa sett upp njósnabúnað í tölvu stærsta viðskiptavinarins Ákæruvaldið í Aserta-málinu svokallaða lagði fram gögn við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag sem benda til þess að tveir ákærðu í málinu hafi sett njósnabúnað í tölvur viðskiptavina þeirra. 18. nóvember 2014 18:04 Til skoðunar að fella niður tíu gjaldeyrismál til viðbótar Sérstakur saksóknari hefur nú til skoðunar að fella niður tíu mál þar sem grunur er um brot á reglum um gjaldeyrismál þar sem reglurnar teljast ekki tæk refsiheimild. Seðlabanki Íslands lét fyrir farast að leita staðfestingar ráðherra á reglunum í lok árs 2008 eins og áskilið var í lögum. Sérstakur saksóknari hefur þegar fellt niður sjö slík mál hjá embættinu. 15. júní 2014 18:43 Aserta-málið: „Átti erfitt með að fara út á meðal fólks“ Markús Máni Michelson Maute lýsti yfir sakleysi sínu við aðalmeðferð Aserta-málsins svokallaða 18. nóvember 2014 13:53 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Fleiri fréttir Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Sjá meira
260 milljónir í laun verjenda frá ríkinu Þóknanir til verjenda í stærstu efnahagsbrotamálum höfðuðum af sérstökum saksóknara sem dæmt hefur verið í á árinu nema 350 milljónum. Ríkið borgar rúm 73%. 19. desember 2014 09:00
Aserta-málið: Fjórmenningarnir sýknaðir Ríkissjóður var dæmdur til að greiða allan sakarkostnað. 18. desember 2014 14:26
Aserta-málið: Sagðir hafa sett upp njósnabúnað í tölvu stærsta viðskiptavinarins Ákæruvaldið í Aserta-málinu svokallaða lagði fram gögn við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag sem benda til þess að tveir ákærðu í málinu hafi sett njósnabúnað í tölvur viðskiptavina þeirra. 18. nóvember 2014 18:04
Til skoðunar að fella niður tíu gjaldeyrismál til viðbótar Sérstakur saksóknari hefur nú til skoðunar að fella niður tíu mál þar sem grunur er um brot á reglum um gjaldeyrismál þar sem reglurnar teljast ekki tæk refsiheimild. Seðlabanki Íslands lét fyrir farast að leita staðfestingar ráðherra á reglunum í lok árs 2008 eins og áskilið var í lögum. Sérstakur saksóknari hefur þegar fellt niður sjö slík mál hjá embættinu. 15. júní 2014 18:43
Aserta-málið: „Átti erfitt með að fara út á meðal fólks“ Markús Máni Michelson Maute lýsti yfir sakleysi sínu við aðalmeðferð Aserta-málsins svokallaða 18. nóvember 2014 13:53