Sátt Landsvirkjunar er ólán náttúrunnar Snorri Baldursson skrifar 23. febrúar 2016 07:00 Fréttablaðið birti þann 18. febrúar sl. grein eftir Hörð Arnarson forstjóra Landsvirkjunar undir heitinu Skýrar reglur eruforsenda sáttar. Tilefnið er umræða undanfarna daga um drög að breyttum starfsreglum verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Drögin birtust á vef umhverfisráðuneytisins í byrjun febrúar og voru að miklu leyti eftir forskrift Landsvirkjunar, sbr. grein framkvæmdastjóra Landverndar í Fréttablaðinu 16. þ.m. Landvernd er hjartanlega sammála forstjóra Landsvirkjunar um það að skýrar reglur eru nauðsynlegar í þessu mikilvæga og viðkvæma ferli og að um þær þurfi að ríkja einhvers konar sátt í þeim skilningi að fólk hafi það á tilfinningunni að unnið sé eftir anda laganna. Samtökin hafna því aftur á móti algerlega að þær breytingar sem Landsvirkjun hefur hlutast til um stuðli að sátt eða séu samkvæmt bókstaf og anda rammaáætlunarlaga. Megintilgangur rammaáætlunar er auðvitað sá að orkunýting vegist á við aðra nýtingu landsvæða (vernd er líka nýting) í faglegu ferli þar sem sérfræðingar leggja mat á náttúrufar, verndargildi, hagkvæmni virkjanakosta, samfélagsleg áhrif o.s.frv., til þess að tryggja að við förum ekki fram úr okkur í einhliða orkunýtingu. Náttúra landsins er nefnilega ekki bara óviðjafnanlegur orkugjafi, eins og skilja má af orðum Harðar, heldur á hún sér tilverurétt óháð mönnum, er hluti af menningu okkar og þjóðarsál, fjöregg ferðaþjónustunnar og óviðjafnanleg uppspretta andlegrar næringar.Hlutverk Orkustofnunar ofmetið Landvernd dregur ekki í efa hlutverk Orkustofnunar við að skilgreina og leggja fram lista nýrra virkjunarkosta, sbr. 2. mgr. 9. gr. laganna. Deilan snýst um endurupptöku virkjunarkosta á svæðum sem Alþingi hefur þegar sett í nýtingarflokk eða verndarflokk og um verklag varðandi það endurmat. Landsvirkjun heldur því fram að verkefnisstjórn beri, skv. lögum, að fara í öllu að tilmælum Orkustofnunar, líka þegar um er að ræða endurmat virkjunarkosta á skilgreindum verndar- eða orkunýtingarsvæðum. Fyrirtækinu var eins og kunnugt er misboðið þegar verkefnisstjórn hafnaði mati á Kjalölduveitu á þeim forsendum að um væri að ræða lítt breytta Norðlingaölduveitu, nota bene á landsvæði sem þegar er í verndarflokki. Landvernd hafnar lagatúlkun Landsvirkjunar. Í því sambandi er rétt að benda á að Orkustofnun leggur ekki mat á landsvæði og rammaáætlunarlögin kveða skýrt á um hlutverk verkefnisstjórnar varðandi endurmat, sbr. 3. mgr. 9. gr.: „Verkefnisstjórn getur?… endurmetið virkjunarkosti og landsvæði sem gildandi áætlun nær til og lagt til breytingar á henni“.Flokkun Alþingis í verndarflokk er yfirlýsing um friðun Flokkun svæðis í verndarflokk er yfirlýsing um að svæðið sé svo verðmætt í náttúrufarslegu, menningarlegu og/eða samfélagslegu tilliti að það beri að friðlýsa fyrir orkunýtingu. Enda segja lögin skýrt að stjórnvöld skuli hefja undirbúning friðlýsingar svæða í verndarflokki strax og Alþingi hefur samþykkt tiltekinn áfanga rammaáætlunar (4. mgr. 6. gr.). Orkufyrirtæki geta á sama hátt hafið undirbúning að nýtingu svæða í nýtingarflokki. Samkvæmt rammaáætlunarlögum heyrir endurmat þessara flokka til undantekninga: „Ætla má að það verði einkum virkjunarkostir sem eru í biðflokki áætlunarinnar sem færist í annan flokk þótt ekki sé útilokað að virkjunarkostir í öðrum flokkum geti færst á milli flokka.“ (aths. með frumvarpi til laga nr. 48/2011, leturbreyting höfundar). Það er fullkomlega óeðlilegt að stjórnsýslustofnun orkumála, Orkustofnun, hafi vald til að skikka verkefnisstjórn rammaáætlunar, þessa yfirlýsta sáttaferlis, til að endurmeta svæði sem ber að friðlýsa að lögum. Ríkir jafnræði? Orkugeirinn bendir á að jafnræði ríki í þessum efnum þar sem einnig megi taka upp virkjunarkosti í nýtingarflokki. En er jafnræðið e.t.v. meira í orði en á borði? Hafa náttúruverndarsamtök, ferðaþjónustuaðilar og aðrir sem bera hag náttúrunnar fyrir brjósti sama efnahagslegt bolmagn og stór orkufyrirtæki til að móta tillögu um endurmat og fylgja henni eftir? Aðrar tillögur til breytinga á starfsreglum verkefnisstjórnar sem Landsvirkjun hefur haft frumkvæði að eru ennfremur til þess fallnar að gera ferlið pólitískara og tortryggilegra, ekki skýrara, þar á meðal tillaga um að umhverfisráðherra fari með yfirstjórn verkefnisstjórnar og faghópanna. Of langt mál er að fara út í þá sálma í þessari grein. Vel má vera að endurskoðaðar starfsreglur að hætti Landsvirkjunar auki sátt á þeim bæ og öðrum orkubæjum. En fari þær óbreyttar í gegn munu þær rústa sátt og tiltrú Landverndar á þessu mikilvæga ferli og ég hygg allra þeirra sem vita að framleiðsla unaðsstunda er ekki síður mikilvæg þjónusta náttúrunnar en framleiðsla kílówattstunda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Skýrar reglur eru forsenda sáttar Rammaáætlun er, að mati okkar hjá Landsvirkjun og flestra annarra, forsenda þess að sátt náist um nýtingu og vernd landsvæða gagnvart orkuvinnslu á Íslandi. Vega þarf saman það sem vinnst og það sem glatast við nýtingu 18. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Fréttablaðið birti þann 18. febrúar sl. grein eftir Hörð Arnarson forstjóra Landsvirkjunar undir heitinu Skýrar reglur eruforsenda sáttar. Tilefnið er umræða undanfarna daga um drög að breyttum starfsreglum verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Drögin birtust á vef umhverfisráðuneytisins í byrjun febrúar og voru að miklu leyti eftir forskrift Landsvirkjunar, sbr. grein framkvæmdastjóra Landverndar í Fréttablaðinu 16. þ.m. Landvernd er hjartanlega sammála forstjóra Landsvirkjunar um það að skýrar reglur eru nauðsynlegar í þessu mikilvæga og viðkvæma ferli og að um þær þurfi að ríkja einhvers konar sátt í þeim skilningi að fólk hafi það á tilfinningunni að unnið sé eftir anda laganna. Samtökin hafna því aftur á móti algerlega að þær breytingar sem Landsvirkjun hefur hlutast til um stuðli að sátt eða séu samkvæmt bókstaf og anda rammaáætlunarlaga. Megintilgangur rammaáætlunar er auðvitað sá að orkunýting vegist á við aðra nýtingu landsvæða (vernd er líka nýting) í faglegu ferli þar sem sérfræðingar leggja mat á náttúrufar, verndargildi, hagkvæmni virkjanakosta, samfélagsleg áhrif o.s.frv., til þess að tryggja að við förum ekki fram úr okkur í einhliða orkunýtingu. Náttúra landsins er nefnilega ekki bara óviðjafnanlegur orkugjafi, eins og skilja má af orðum Harðar, heldur á hún sér tilverurétt óháð mönnum, er hluti af menningu okkar og þjóðarsál, fjöregg ferðaþjónustunnar og óviðjafnanleg uppspretta andlegrar næringar.Hlutverk Orkustofnunar ofmetið Landvernd dregur ekki í efa hlutverk Orkustofnunar við að skilgreina og leggja fram lista nýrra virkjunarkosta, sbr. 2. mgr. 9. gr. laganna. Deilan snýst um endurupptöku virkjunarkosta á svæðum sem Alþingi hefur þegar sett í nýtingarflokk eða verndarflokk og um verklag varðandi það endurmat. Landsvirkjun heldur því fram að verkefnisstjórn beri, skv. lögum, að fara í öllu að tilmælum Orkustofnunar, líka þegar um er að ræða endurmat virkjunarkosta á skilgreindum verndar- eða orkunýtingarsvæðum. Fyrirtækinu var eins og kunnugt er misboðið þegar verkefnisstjórn hafnaði mati á Kjalölduveitu á þeim forsendum að um væri að ræða lítt breytta Norðlingaölduveitu, nota bene á landsvæði sem þegar er í verndarflokki. Landvernd hafnar lagatúlkun Landsvirkjunar. Í því sambandi er rétt að benda á að Orkustofnun leggur ekki mat á landsvæði og rammaáætlunarlögin kveða skýrt á um hlutverk verkefnisstjórnar varðandi endurmat, sbr. 3. mgr. 9. gr.: „Verkefnisstjórn getur?… endurmetið virkjunarkosti og landsvæði sem gildandi áætlun nær til og lagt til breytingar á henni“.Flokkun Alþingis í verndarflokk er yfirlýsing um friðun Flokkun svæðis í verndarflokk er yfirlýsing um að svæðið sé svo verðmætt í náttúrufarslegu, menningarlegu og/eða samfélagslegu tilliti að það beri að friðlýsa fyrir orkunýtingu. Enda segja lögin skýrt að stjórnvöld skuli hefja undirbúning friðlýsingar svæða í verndarflokki strax og Alþingi hefur samþykkt tiltekinn áfanga rammaáætlunar (4. mgr. 6. gr.). Orkufyrirtæki geta á sama hátt hafið undirbúning að nýtingu svæða í nýtingarflokki. Samkvæmt rammaáætlunarlögum heyrir endurmat þessara flokka til undantekninga: „Ætla má að það verði einkum virkjunarkostir sem eru í biðflokki áætlunarinnar sem færist í annan flokk þótt ekki sé útilokað að virkjunarkostir í öðrum flokkum geti færst á milli flokka.“ (aths. með frumvarpi til laga nr. 48/2011, leturbreyting höfundar). Það er fullkomlega óeðlilegt að stjórnsýslustofnun orkumála, Orkustofnun, hafi vald til að skikka verkefnisstjórn rammaáætlunar, þessa yfirlýsta sáttaferlis, til að endurmeta svæði sem ber að friðlýsa að lögum. Ríkir jafnræði? Orkugeirinn bendir á að jafnræði ríki í þessum efnum þar sem einnig megi taka upp virkjunarkosti í nýtingarflokki. En er jafnræðið e.t.v. meira í orði en á borði? Hafa náttúruverndarsamtök, ferðaþjónustuaðilar og aðrir sem bera hag náttúrunnar fyrir brjósti sama efnahagslegt bolmagn og stór orkufyrirtæki til að móta tillögu um endurmat og fylgja henni eftir? Aðrar tillögur til breytinga á starfsreglum verkefnisstjórnar sem Landsvirkjun hefur haft frumkvæði að eru ennfremur til þess fallnar að gera ferlið pólitískara og tortryggilegra, ekki skýrara, þar á meðal tillaga um að umhverfisráðherra fari með yfirstjórn verkefnisstjórnar og faghópanna. Of langt mál er að fara út í þá sálma í þessari grein. Vel má vera að endurskoðaðar starfsreglur að hætti Landsvirkjunar auki sátt á þeim bæ og öðrum orkubæjum. En fari þær óbreyttar í gegn munu þær rústa sátt og tiltrú Landverndar á þessu mikilvæga ferli og ég hygg allra þeirra sem vita að framleiðsla unaðsstunda er ekki síður mikilvæg þjónusta náttúrunnar en framleiðsla kílówattstunda.
Skýrar reglur eru forsenda sáttar Rammaáætlun er, að mati okkar hjá Landsvirkjun og flestra annarra, forsenda þess að sátt náist um nýtingu og vernd landsvæða gagnvart orkuvinnslu á Íslandi. Vega þarf saman það sem vinnst og það sem glatast við nýtingu 18. febrúar 2016 07:00
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar