Reisa nýtt álver í Noregi sem sparar 15% raforku Kristján Már Unnarsson skrifar 23. febrúar 2016 11:15 Grafísk mynd af álveri Norsk Hydro á Karmöy, eða Körmt, eins og eyjan heitir í íslenskum fornritum. Grafík/Norsk Hydro. Norsk Hydro hefur tilkynnt um 65 milljarða króna fjárfestingu í nýrri tegund álvers, sem á að vera það umhverfisvænasta í heimi. Ef íslensku álverin fengju samskonar tækni gæti sparast orka sem er ígildi þriggja Búðarhálsvirkjana. Greint var frá verkefninu í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Þetta verður tilraunaverksmiðja sem reist verður við álver Norsk Hydro á Karmöy skammt frá Haugasundi og á framleiðslan að hefjast á síðari hluta næsta árs. Framleiðslugetan verður um 75 þúsund tonn á ári. Norskir fjölmiðlar segja að ef olíuiðnaður sé undanskilinn sé þetta stærsta einstaka fjárfesting í Noregi frá því álver Hydro á Sunndalseyri var stækkað fyrir tólf árum. Svo mikilvæg þykja skilaboðin fyrir loftlagsumræðuna og norskan efnahag um þessar mundir að forsætisráðherrann Erna Solberg ákvað sjálf að vera viðstödd þegar ráðamenn Norsk Hydro kynntu ákvörðun sína í síðustu viku. Þeir segja að með nýrri tækni sparist fimmtán prósent í raforkunotkun á hvert tonn áls og jafnframt verði losun úrgangsefna sú minnsta sem þekkist í áliðnaði. Þannig verði þetta umhverfisvænasta álver heims og ganga sumir svo langt að segja að þetta verði kannski stærsta framlag Norðmanna til umhverfismála heimsins til þessa. Tæknin gengur út á það ná betri stjórn á rafsegulbylgjum við rafgreiningu í álkerjunum en þannig þarf minni rafstraum við framleiðsluna. Norskt ríkisfyrirtæki á sviði orkuskipta, Enova, greiðir 37 prósent kostnaðar og var ríkisstyrkurinn samþykktur af ESA, Eftirlitsstofnun EFTA. Í ljósi þess að um tveir þriðju hlutar á raforkuframleiðslu á Íslandi fara til álvera verður athyglisvert fyrir Íslendinga að fylgjast með hvernig Norsk Hydro gengur að innleiða þessa nýju tækni í sín álver. Álverin þrjú á Íslandi nota um þrettán þúsund gígavattsstundir á ári og ef fimmtán prósenta orkusparnaður næðist hjá þeim jafngilti það framleiðslugetu á við þrjár Búðarhálsvirkjanir. Bókfærður heildarkostnaður Landsvirkjunar vegna Búðarhálsvirkjunar er um 230 milljónir bandaríkjadala, eða nærri 30 milljarðar króna.Búðarhálsvirkjun er nýjasta stórvirkjun Íslendinga. Smíði hennar kostaði um 30 milljarða króna.Mynd/Stöð 2. Tengdar fréttir Vilja álver vegna jákvæðra áhrifa á Grundartanga og Reyðarfirði Hafinn er undirbúningur álvers á Norðurlandi vestra, milli Blönduóss og Skagastrandar. 12. júní 2015 19:30 Vill ekki sjá álver á Skagaströnd: „Þeim er ekki sjálfrátt, vesalings aumingjunum“ 120 þúsund tonna álver á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði við Hafursstaði í Skagabyggð er umdeilt framkvæmd. 7. júlí 2015 11:25 Álver í Húnavatnssýslu myndi lyfta grettistaki Sveitarstjórnarmenn á Norðurlandi vestra segjast einbeittir í því að kanna til hlítar möguleika á álveri við Skagaströnd. 5. ágúst 2015 20:56 Mest lesið Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Norsk Hydro hefur tilkynnt um 65 milljarða króna fjárfestingu í nýrri tegund álvers, sem á að vera það umhverfisvænasta í heimi. Ef íslensku álverin fengju samskonar tækni gæti sparast orka sem er ígildi þriggja Búðarhálsvirkjana. Greint var frá verkefninu í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Þetta verður tilraunaverksmiðja sem reist verður við álver Norsk Hydro á Karmöy skammt frá Haugasundi og á framleiðslan að hefjast á síðari hluta næsta árs. Framleiðslugetan verður um 75 þúsund tonn á ári. Norskir fjölmiðlar segja að ef olíuiðnaður sé undanskilinn sé þetta stærsta einstaka fjárfesting í Noregi frá því álver Hydro á Sunndalseyri var stækkað fyrir tólf árum. Svo mikilvæg þykja skilaboðin fyrir loftlagsumræðuna og norskan efnahag um þessar mundir að forsætisráðherrann Erna Solberg ákvað sjálf að vera viðstödd þegar ráðamenn Norsk Hydro kynntu ákvörðun sína í síðustu viku. Þeir segja að með nýrri tækni sparist fimmtán prósent í raforkunotkun á hvert tonn áls og jafnframt verði losun úrgangsefna sú minnsta sem þekkist í áliðnaði. Þannig verði þetta umhverfisvænasta álver heims og ganga sumir svo langt að segja að þetta verði kannski stærsta framlag Norðmanna til umhverfismála heimsins til þessa. Tæknin gengur út á það ná betri stjórn á rafsegulbylgjum við rafgreiningu í álkerjunum en þannig þarf minni rafstraum við framleiðsluna. Norskt ríkisfyrirtæki á sviði orkuskipta, Enova, greiðir 37 prósent kostnaðar og var ríkisstyrkurinn samþykktur af ESA, Eftirlitsstofnun EFTA. Í ljósi þess að um tveir þriðju hlutar á raforkuframleiðslu á Íslandi fara til álvera verður athyglisvert fyrir Íslendinga að fylgjast með hvernig Norsk Hydro gengur að innleiða þessa nýju tækni í sín álver. Álverin þrjú á Íslandi nota um þrettán þúsund gígavattsstundir á ári og ef fimmtán prósenta orkusparnaður næðist hjá þeim jafngilti það framleiðslugetu á við þrjár Búðarhálsvirkjanir. Bókfærður heildarkostnaður Landsvirkjunar vegna Búðarhálsvirkjunar er um 230 milljónir bandaríkjadala, eða nærri 30 milljarðar króna.Búðarhálsvirkjun er nýjasta stórvirkjun Íslendinga. Smíði hennar kostaði um 30 milljarða króna.Mynd/Stöð 2.
Tengdar fréttir Vilja álver vegna jákvæðra áhrifa á Grundartanga og Reyðarfirði Hafinn er undirbúningur álvers á Norðurlandi vestra, milli Blönduóss og Skagastrandar. 12. júní 2015 19:30 Vill ekki sjá álver á Skagaströnd: „Þeim er ekki sjálfrátt, vesalings aumingjunum“ 120 þúsund tonna álver á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði við Hafursstaði í Skagabyggð er umdeilt framkvæmd. 7. júlí 2015 11:25 Álver í Húnavatnssýslu myndi lyfta grettistaki Sveitarstjórnarmenn á Norðurlandi vestra segjast einbeittir í því að kanna til hlítar möguleika á álveri við Skagaströnd. 5. ágúst 2015 20:56 Mest lesið Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Vilja álver vegna jákvæðra áhrifa á Grundartanga og Reyðarfirði Hafinn er undirbúningur álvers á Norðurlandi vestra, milli Blönduóss og Skagastrandar. 12. júní 2015 19:30
Vill ekki sjá álver á Skagaströnd: „Þeim er ekki sjálfrátt, vesalings aumingjunum“ 120 þúsund tonna álver á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði við Hafursstaði í Skagabyggð er umdeilt framkvæmd. 7. júlí 2015 11:25
Álver í Húnavatnssýslu myndi lyfta grettistaki Sveitarstjórnarmenn á Norðurlandi vestra segjast einbeittir í því að kanna til hlítar möguleika á álveri við Skagaströnd. 5. ágúst 2015 20:56