Álver í Húnavatnssýslu myndi lyfta grettistaki Kristján Már Unnarsson skrifar 5. ágúst 2015 20:56 Sveitarstjórnarmenn á Norðurlandi vestra segjast einbeittir í því að kanna til hlítar möguleika á álveri við Skagaströnd. Þeir ætlast til þess að Alþingi standi við eigin samhljóða þingsályktun um að orka Blönduvirkjunar nýtist til atvinnusköpunar í héraði. Það var í byrjun sumars sem áform voru kynnt um byggingu álvers á jörðinni Hafursstöðum en kínverskt fyrirtæki hefur undirritað viljayfirlýsingu um fjármögnun þess. Viðbrögðin í opinberri umræðu hafa verið fremur neikvæð. Því er meðal annars haldið fram að Ísland þurfi ekki fleiri álver, ekki sé til orka í nýtt álver og að svona lítið álver muni ekki borga sig. Þegar Adolf Berndsen, formaður Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, er spurður hvort ekkert annað en álver komi til greina svarar hann að eflaust komi margt til greina. Hann vísar til Húsavíkur þar sem stefnt var á álver en niðurstaðan hafi orðið annar iðnaðarkostur. „Það kann vel að vera að þetta verkefni breytist í tímans rás en við erum einbeittir í því í dag að vinna þetta verkefni áfram og fá niðurstöðu í það hversu raunhæft þetta verkefni er,“ svarar Adolf.Frá Hafursstöðum milli Blönduóss og Skagastrandar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Ljóst er að orkuöflun verður lykilatriði. Adolf segir að rætt hafi verið við forsvarsmenn Landsvirkjunar án þess að formleg viðbrögð hafi komið fram. Málin séu í skoðun. Adolf, sem er oddviti Skagastrandar, segir samdrátt hafa orðið í sjávarútvegi og landbúnaði á svæðinu og þar hafi ekki orðið álíka uppbygging ferðaþjónustu eins og víða annarsstaðar. Undanhald muni halda áfram ef ekkert nýtt komi til. „Við værum auðvitað ekki að þessu ef við teldum að þetta væri tóm steypa. Þetta svæði hér hefur átt við mikla erfiðleika að etja undanfarin ár. Það hefur verið veruleg fólksfækkun á öllu norðvestursvæðinu og við hljótum að spyrja okkur hvernig við ætlum að láta þetta svæði þróast áfram. Hér kemur fjárfestir sem sýnir áhuga á þessu svæði,“ segir Adolf og kveðst ekki í vafa um að álver hefði gríðarleg áhrif.Fyrirhugað álver á Hafursstöðum.„Þarna er talað um 200 störf og 200 afleidd störf. Það myndi skipta verulegu máli og lyfta hér grettistaki.“ Adolf minnir á þingsályktun frá árinu 2014 um eflingu atvinnulífs og sköpun nýrra starfa á Norðurlandi vestra með nýtingu raforku Blönduvirkjunar. Ályktunin hlaut samhljóða samþykki Alþingis. „En það er ekki nóg að það séu orð og samþykktir. Það verða að vera aðgerðir.“ Alþingi Tengdar fréttir Kínverskt fyrirtæki reiðir fram fé til byggingar álvers í Skagabyggð 120 þúsund tonna álver mun rísa við Hafursstaði. Forsætisráðherra viðstaddur undirritun viljayfirlýsingar. 2. júlí 2015 11:04 Vilja álver vegna jákvæðra áhrifa á Grundartanga og Reyðarfirði Hafinn er undirbúningur álvers á Norðurlandi vestra, milli Blönduóss og Skagastrandar. 12. júní 2015 19:30 Vill ekki sjá álver á Skagaströnd: „Þeim er ekki sjálfrátt, vesalings aumingjunum“ 120 þúsund tonna álver á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði við Hafursstaði í Skagabyggð er umdeilt framkvæmd. 7. júlí 2015 11:25 Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Sveitarstjórnarmenn á Norðurlandi vestra segjast einbeittir í því að kanna til hlítar möguleika á álveri við Skagaströnd. Þeir ætlast til þess að Alþingi standi við eigin samhljóða þingsályktun um að orka Blönduvirkjunar nýtist til atvinnusköpunar í héraði. Það var í byrjun sumars sem áform voru kynnt um byggingu álvers á jörðinni Hafursstöðum en kínverskt fyrirtæki hefur undirritað viljayfirlýsingu um fjármögnun þess. Viðbrögðin í opinberri umræðu hafa verið fremur neikvæð. Því er meðal annars haldið fram að Ísland þurfi ekki fleiri álver, ekki sé til orka í nýtt álver og að svona lítið álver muni ekki borga sig. Þegar Adolf Berndsen, formaður Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, er spurður hvort ekkert annað en álver komi til greina svarar hann að eflaust komi margt til greina. Hann vísar til Húsavíkur þar sem stefnt var á álver en niðurstaðan hafi orðið annar iðnaðarkostur. „Það kann vel að vera að þetta verkefni breytist í tímans rás en við erum einbeittir í því í dag að vinna þetta verkefni áfram og fá niðurstöðu í það hversu raunhæft þetta verkefni er,“ svarar Adolf.Frá Hafursstöðum milli Blönduóss og Skagastrandar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Ljóst er að orkuöflun verður lykilatriði. Adolf segir að rætt hafi verið við forsvarsmenn Landsvirkjunar án þess að formleg viðbrögð hafi komið fram. Málin séu í skoðun. Adolf, sem er oddviti Skagastrandar, segir samdrátt hafa orðið í sjávarútvegi og landbúnaði á svæðinu og þar hafi ekki orðið álíka uppbygging ferðaþjónustu eins og víða annarsstaðar. Undanhald muni halda áfram ef ekkert nýtt komi til. „Við værum auðvitað ekki að þessu ef við teldum að þetta væri tóm steypa. Þetta svæði hér hefur átt við mikla erfiðleika að etja undanfarin ár. Það hefur verið veruleg fólksfækkun á öllu norðvestursvæðinu og við hljótum að spyrja okkur hvernig við ætlum að láta þetta svæði þróast áfram. Hér kemur fjárfestir sem sýnir áhuga á þessu svæði,“ segir Adolf og kveðst ekki í vafa um að álver hefði gríðarleg áhrif.Fyrirhugað álver á Hafursstöðum.„Þarna er talað um 200 störf og 200 afleidd störf. Það myndi skipta verulegu máli og lyfta hér grettistaki.“ Adolf minnir á þingsályktun frá árinu 2014 um eflingu atvinnulífs og sköpun nýrra starfa á Norðurlandi vestra með nýtingu raforku Blönduvirkjunar. Ályktunin hlaut samhljóða samþykki Alþingis. „En það er ekki nóg að það séu orð og samþykktir. Það verða að vera aðgerðir.“
Alþingi Tengdar fréttir Kínverskt fyrirtæki reiðir fram fé til byggingar álvers í Skagabyggð 120 þúsund tonna álver mun rísa við Hafursstaði. Forsætisráðherra viðstaddur undirritun viljayfirlýsingar. 2. júlí 2015 11:04 Vilja álver vegna jákvæðra áhrifa á Grundartanga og Reyðarfirði Hafinn er undirbúningur álvers á Norðurlandi vestra, milli Blönduóss og Skagastrandar. 12. júní 2015 19:30 Vill ekki sjá álver á Skagaströnd: „Þeim er ekki sjálfrátt, vesalings aumingjunum“ 120 þúsund tonna álver á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði við Hafursstaði í Skagabyggð er umdeilt framkvæmd. 7. júlí 2015 11:25 Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Kínverskt fyrirtæki reiðir fram fé til byggingar álvers í Skagabyggð 120 þúsund tonna álver mun rísa við Hafursstaði. Forsætisráðherra viðstaddur undirritun viljayfirlýsingar. 2. júlí 2015 11:04
Vilja álver vegna jákvæðra áhrifa á Grundartanga og Reyðarfirði Hafinn er undirbúningur álvers á Norðurlandi vestra, milli Blönduóss og Skagastrandar. 12. júní 2015 19:30
Vill ekki sjá álver á Skagaströnd: „Þeim er ekki sjálfrátt, vesalings aumingjunum“ 120 þúsund tonna álver á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði við Hafursstaði í Skagabyggð er umdeilt framkvæmd. 7. júlí 2015 11:25