Reisa nýtt álver í Noregi sem sparar 15% raforku Kristján Már Unnarsson skrifar 23. febrúar 2016 11:15 Grafísk mynd af álveri Norsk Hydro á Karmöy, eða Körmt, eins og eyjan heitir í íslenskum fornritum. Grafík/Norsk Hydro. Norsk Hydro hefur tilkynnt um 65 milljarða króna fjárfestingu í nýrri tegund álvers, sem á að vera það umhverfisvænasta í heimi. Ef íslensku álverin fengju samskonar tækni gæti sparast orka sem er ígildi þriggja Búðarhálsvirkjana. Greint var frá verkefninu í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Þetta verður tilraunaverksmiðja sem reist verður við álver Norsk Hydro á Karmöy skammt frá Haugasundi og á framleiðslan að hefjast á síðari hluta næsta árs. Framleiðslugetan verður um 75 þúsund tonn á ári. Norskir fjölmiðlar segja að ef olíuiðnaður sé undanskilinn sé þetta stærsta einstaka fjárfesting í Noregi frá því álver Hydro á Sunndalseyri var stækkað fyrir tólf árum. Svo mikilvæg þykja skilaboðin fyrir loftlagsumræðuna og norskan efnahag um þessar mundir að forsætisráðherrann Erna Solberg ákvað sjálf að vera viðstödd þegar ráðamenn Norsk Hydro kynntu ákvörðun sína í síðustu viku. Þeir segja að með nýrri tækni sparist fimmtán prósent í raforkunotkun á hvert tonn áls og jafnframt verði losun úrgangsefna sú minnsta sem þekkist í áliðnaði. Þannig verði þetta umhverfisvænasta álver heims og ganga sumir svo langt að segja að þetta verði kannski stærsta framlag Norðmanna til umhverfismála heimsins til þessa. Tæknin gengur út á það ná betri stjórn á rafsegulbylgjum við rafgreiningu í álkerjunum en þannig þarf minni rafstraum við framleiðsluna. Norskt ríkisfyrirtæki á sviði orkuskipta, Enova, greiðir 37 prósent kostnaðar og var ríkisstyrkurinn samþykktur af ESA, Eftirlitsstofnun EFTA. Í ljósi þess að um tveir þriðju hlutar á raforkuframleiðslu á Íslandi fara til álvera verður athyglisvert fyrir Íslendinga að fylgjast með hvernig Norsk Hydro gengur að innleiða þessa nýju tækni í sín álver. Álverin þrjú á Íslandi nota um þrettán þúsund gígavattsstundir á ári og ef fimmtán prósenta orkusparnaður næðist hjá þeim jafngilti það framleiðslugetu á við þrjár Búðarhálsvirkjanir. Bókfærður heildarkostnaður Landsvirkjunar vegna Búðarhálsvirkjunar er um 230 milljónir bandaríkjadala, eða nærri 30 milljarðar króna.Búðarhálsvirkjun er nýjasta stórvirkjun Íslendinga. Smíði hennar kostaði um 30 milljarða króna.Mynd/Stöð 2. Tengdar fréttir Vilja álver vegna jákvæðra áhrifa á Grundartanga og Reyðarfirði Hafinn er undirbúningur álvers á Norðurlandi vestra, milli Blönduóss og Skagastrandar. 12. júní 2015 19:30 Vill ekki sjá álver á Skagaströnd: „Þeim er ekki sjálfrátt, vesalings aumingjunum“ 120 þúsund tonna álver á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði við Hafursstaði í Skagabyggð er umdeilt framkvæmd. 7. júlí 2015 11:25 Álver í Húnavatnssýslu myndi lyfta grettistaki Sveitarstjórnarmenn á Norðurlandi vestra segjast einbeittir í því að kanna til hlítar möguleika á álveri við Skagaströnd. 5. ágúst 2015 20:56 Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Sjá meira
Norsk Hydro hefur tilkynnt um 65 milljarða króna fjárfestingu í nýrri tegund álvers, sem á að vera það umhverfisvænasta í heimi. Ef íslensku álverin fengju samskonar tækni gæti sparast orka sem er ígildi þriggja Búðarhálsvirkjana. Greint var frá verkefninu í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Þetta verður tilraunaverksmiðja sem reist verður við álver Norsk Hydro á Karmöy skammt frá Haugasundi og á framleiðslan að hefjast á síðari hluta næsta árs. Framleiðslugetan verður um 75 þúsund tonn á ári. Norskir fjölmiðlar segja að ef olíuiðnaður sé undanskilinn sé þetta stærsta einstaka fjárfesting í Noregi frá því álver Hydro á Sunndalseyri var stækkað fyrir tólf árum. Svo mikilvæg þykja skilaboðin fyrir loftlagsumræðuna og norskan efnahag um þessar mundir að forsætisráðherrann Erna Solberg ákvað sjálf að vera viðstödd þegar ráðamenn Norsk Hydro kynntu ákvörðun sína í síðustu viku. Þeir segja að með nýrri tækni sparist fimmtán prósent í raforkunotkun á hvert tonn áls og jafnframt verði losun úrgangsefna sú minnsta sem þekkist í áliðnaði. Þannig verði þetta umhverfisvænasta álver heims og ganga sumir svo langt að segja að þetta verði kannski stærsta framlag Norðmanna til umhverfismála heimsins til þessa. Tæknin gengur út á það ná betri stjórn á rafsegulbylgjum við rafgreiningu í álkerjunum en þannig þarf minni rafstraum við framleiðsluna. Norskt ríkisfyrirtæki á sviði orkuskipta, Enova, greiðir 37 prósent kostnaðar og var ríkisstyrkurinn samþykktur af ESA, Eftirlitsstofnun EFTA. Í ljósi þess að um tveir þriðju hlutar á raforkuframleiðslu á Íslandi fara til álvera verður athyglisvert fyrir Íslendinga að fylgjast með hvernig Norsk Hydro gengur að innleiða þessa nýju tækni í sín álver. Álverin þrjú á Íslandi nota um þrettán þúsund gígavattsstundir á ári og ef fimmtán prósenta orkusparnaður næðist hjá þeim jafngilti það framleiðslugetu á við þrjár Búðarhálsvirkjanir. Bókfærður heildarkostnaður Landsvirkjunar vegna Búðarhálsvirkjunar er um 230 milljónir bandaríkjadala, eða nærri 30 milljarðar króna.Búðarhálsvirkjun er nýjasta stórvirkjun Íslendinga. Smíði hennar kostaði um 30 milljarða króna.Mynd/Stöð 2.
Tengdar fréttir Vilja álver vegna jákvæðra áhrifa á Grundartanga og Reyðarfirði Hafinn er undirbúningur álvers á Norðurlandi vestra, milli Blönduóss og Skagastrandar. 12. júní 2015 19:30 Vill ekki sjá álver á Skagaströnd: „Þeim er ekki sjálfrátt, vesalings aumingjunum“ 120 þúsund tonna álver á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði við Hafursstaði í Skagabyggð er umdeilt framkvæmd. 7. júlí 2015 11:25 Álver í Húnavatnssýslu myndi lyfta grettistaki Sveitarstjórnarmenn á Norðurlandi vestra segjast einbeittir í því að kanna til hlítar möguleika á álveri við Skagaströnd. 5. ágúst 2015 20:56 Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Sjá meira
Vilja álver vegna jákvæðra áhrifa á Grundartanga og Reyðarfirði Hafinn er undirbúningur álvers á Norðurlandi vestra, milli Blönduóss og Skagastrandar. 12. júní 2015 19:30
Vill ekki sjá álver á Skagaströnd: „Þeim er ekki sjálfrátt, vesalings aumingjunum“ 120 þúsund tonna álver á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði við Hafursstaði í Skagabyggð er umdeilt framkvæmd. 7. júlí 2015 11:25
Álver í Húnavatnssýslu myndi lyfta grettistaki Sveitarstjórnarmenn á Norðurlandi vestra segjast einbeittir í því að kanna til hlítar möguleika á álveri við Skagaströnd. 5. ágúst 2015 20:56
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun