Samfélagsverkefni Rótarýhreyfingarinnar Eiríkur K. Þorbjörnsson skrifar 23. febrúar 2016 00:00 Rótarýklúbbar starfa að ýmsum framfara- og stuðningsmálum í sinni heimabyggð, vinna að verkefnum á landsvísu og taka þátt í fjölbreyttum alþjóðlegum verkefnum. Á innlendum vettvangi kemur Rótarýhreyfingin einnig að margvíslegum samfélagsmálum. Meginmarkmið Rótarýhreyfingarinnar er að stuðla að friði og bættum skilningi meðal manna, bæði á alþjóðlegum vettvangi og í íslensku samfélagi. Má þar nefna stuðning við aldraða, fatlaða og námsmenn auk umhverfismála í nágrenni við klúbbana. Umhverfismál og landvernd eru og verða ofarlega á dagskrá Rótarýhreyfingarinnar hér á landi. Önnur megin markmið Rótarý eru að vinna að háleitum siðfræðilegum hugsjónum og stuðla að yfirgripsmiklu framlagi til mannúðar- og menntamála, ekki síst í þróunarlöndunum og taka þátt í alþjóðlegum verkefnum.Hér er dæmi um verkefni á vegum Rótarý sem falla vel að markmiði hreyfingarinnar: Góð samskipti eru lykillinn að farsælum frama en ekki er öllum jafn tamt að tjá sig og koma hugmyndum sínum á framfæri á skýran og grípandi hátt. Fyrir atbeina æskulýðsnefndar Rótarýklúbbsins Görðum í Garðabæ hefur valinn hópur rótarýfélaga í allmörg ár staðið fyrir ræðunámskeiði á vormisseri í 9. bekk í grunnskólum Garðabæjar. Kennd eru undirstöðuatriði í framsögu og síðan fá nemendur að spreyta sig á ræðustúf. Frábær samvinna hefur tekist milli RG og skólanna í Garðabæ um þessi námskeið. Kennsluefnið er m.a. byggt á stuðning frá umdæminu á sínum tíma og lögðu margir hönd á plóg, ma. Thomas Möller frá Rótarýklúbbi Reykjavíkur, Miðborg. Þess má geta að Rótarýklúbbur Reykjavíkur Miðborg hefur einnig verið með námskeið af sama toga fyrir 10. bekk í Hagaskóla. Verkefnið er uppbyggt á þann hátt að rótarýfélagi mætir í kennslustund hjá 9. bekk og heldur fyrirlestur um mikilvægi framsögu og ræðumennsku. Slíkt undirbýr nemendur og stuðlar að því að þeir geti á sem bestan hátt komið á framfæri málefnum sem eru þeim hugleikin. Nemendur undirbúa kynningu í næstu kennslustund um áhugamáli sín, sérþekkingu, hljóðfæraleik eða gæludýri heimilisins eða hverju því sem nemandinn sjálfur ákveður og hefur áhuga á. Eftir flutning á fyrirlestrinum gefst öðrum nemendum tækifæri á að spyrja viðkomandi út í efnið og fær hann einkunn fyrir frammistöðu og efnistök. Flutningur nemenda getur staðið í 1-2 kennslustundir og fá allir tækifæri til að spreyta sig í framsögn. Fjöldi bekkja getur verið 5-8 á hverju ári og þarf jafn marga rótarýfélaga til að flytja fyrirlestrana. Margir klúbbar inn umdæmisins taka þátt í samfélagsverkefnum innan Rótarý en þar má nefna (langt í frá tæmandi listi): Samfélagsverkefni Rótarýklúbbs Reykjavíkur Breiðholt hafa m.a. verið styrkveitingar til kórs aldraðra í Gerðubergi, námsverðlaunum til nemenda í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og námsverðlaunum til grunnskólanna í Breiðholti. Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar hefur m.a. tekið þátt í endurbyggingu Hús Bjarna riddara, trjárækt og fegrun bæjarins og fleira. Rótarýklúbbur Skagafjarðar tók þátt í átaksverkefni varðandi uppbyggingu útivistarsvæðis í Litla-Skógi á Sauðárkróki. Rótarýlundurinn hjá Rkl. Mosfellssveitar er trjáræktarsvæði við Skarhólabraut í Mosfellsbæ. Finna má fleiri skógræktarsvæði á landinu sem hafa fengið nafnið „Rótarýlundur“. Rótarýklúbburinn á Ísafirði hefur veitt viðurkenningar í grunnskólum bæjarins fyrir ástundun og framfarir. Að endingu má nefna að Rótarýhreyfingin hefur tekið þátt í mörgum samfélagsverkefni erlendis, eins og samfélagsverkefnum á Indlandi og Afríku við vatnsbrunnagerð, aðstoð við stíflugerð og bólusetningarherferð gegn lömunarveiki (pólíó, mænuveiki, mænusótt) svo eitthvað sé nefnt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Rótarýklúbbar starfa að ýmsum framfara- og stuðningsmálum í sinni heimabyggð, vinna að verkefnum á landsvísu og taka þátt í fjölbreyttum alþjóðlegum verkefnum. Á innlendum vettvangi kemur Rótarýhreyfingin einnig að margvíslegum samfélagsmálum. Meginmarkmið Rótarýhreyfingarinnar er að stuðla að friði og bættum skilningi meðal manna, bæði á alþjóðlegum vettvangi og í íslensku samfélagi. Má þar nefna stuðning við aldraða, fatlaða og námsmenn auk umhverfismála í nágrenni við klúbbana. Umhverfismál og landvernd eru og verða ofarlega á dagskrá Rótarýhreyfingarinnar hér á landi. Önnur megin markmið Rótarý eru að vinna að háleitum siðfræðilegum hugsjónum og stuðla að yfirgripsmiklu framlagi til mannúðar- og menntamála, ekki síst í þróunarlöndunum og taka þátt í alþjóðlegum verkefnum.Hér er dæmi um verkefni á vegum Rótarý sem falla vel að markmiði hreyfingarinnar: Góð samskipti eru lykillinn að farsælum frama en ekki er öllum jafn tamt að tjá sig og koma hugmyndum sínum á framfæri á skýran og grípandi hátt. Fyrir atbeina æskulýðsnefndar Rótarýklúbbsins Görðum í Garðabæ hefur valinn hópur rótarýfélaga í allmörg ár staðið fyrir ræðunámskeiði á vormisseri í 9. bekk í grunnskólum Garðabæjar. Kennd eru undirstöðuatriði í framsögu og síðan fá nemendur að spreyta sig á ræðustúf. Frábær samvinna hefur tekist milli RG og skólanna í Garðabæ um þessi námskeið. Kennsluefnið er m.a. byggt á stuðning frá umdæminu á sínum tíma og lögðu margir hönd á plóg, ma. Thomas Möller frá Rótarýklúbbi Reykjavíkur, Miðborg. Þess má geta að Rótarýklúbbur Reykjavíkur Miðborg hefur einnig verið með námskeið af sama toga fyrir 10. bekk í Hagaskóla. Verkefnið er uppbyggt á þann hátt að rótarýfélagi mætir í kennslustund hjá 9. bekk og heldur fyrirlestur um mikilvægi framsögu og ræðumennsku. Slíkt undirbýr nemendur og stuðlar að því að þeir geti á sem bestan hátt komið á framfæri málefnum sem eru þeim hugleikin. Nemendur undirbúa kynningu í næstu kennslustund um áhugamáli sín, sérþekkingu, hljóðfæraleik eða gæludýri heimilisins eða hverju því sem nemandinn sjálfur ákveður og hefur áhuga á. Eftir flutning á fyrirlestrinum gefst öðrum nemendum tækifæri á að spyrja viðkomandi út í efnið og fær hann einkunn fyrir frammistöðu og efnistök. Flutningur nemenda getur staðið í 1-2 kennslustundir og fá allir tækifæri til að spreyta sig í framsögn. Fjöldi bekkja getur verið 5-8 á hverju ári og þarf jafn marga rótarýfélaga til að flytja fyrirlestrana. Margir klúbbar inn umdæmisins taka þátt í samfélagsverkefnum innan Rótarý en þar má nefna (langt í frá tæmandi listi): Samfélagsverkefni Rótarýklúbbs Reykjavíkur Breiðholt hafa m.a. verið styrkveitingar til kórs aldraðra í Gerðubergi, námsverðlaunum til nemenda í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og námsverðlaunum til grunnskólanna í Breiðholti. Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar hefur m.a. tekið þátt í endurbyggingu Hús Bjarna riddara, trjárækt og fegrun bæjarins og fleira. Rótarýklúbbur Skagafjarðar tók þátt í átaksverkefni varðandi uppbyggingu útivistarsvæðis í Litla-Skógi á Sauðárkróki. Rótarýlundurinn hjá Rkl. Mosfellssveitar er trjáræktarsvæði við Skarhólabraut í Mosfellsbæ. Finna má fleiri skógræktarsvæði á landinu sem hafa fengið nafnið „Rótarýlundur“. Rótarýklúbburinn á Ísafirði hefur veitt viðurkenningar í grunnskólum bæjarins fyrir ástundun og framfarir. Að endingu má nefna að Rótarýhreyfingin hefur tekið þátt í mörgum samfélagsverkefni erlendis, eins og samfélagsverkefnum á Indlandi og Afríku við vatnsbrunnagerð, aðstoð við stíflugerð og bólusetningarherferð gegn lömunarveiki (pólíó, mænuveiki, mænusótt) svo eitthvað sé nefnt.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar