Opnum leiðsögumannafélagið! Jakob S. Jónsson skrifar 25. febrúar 2016 07:00 Ein mesta kjarabót sem íslenskir leiðsögumenn gætu orðið sér úti um er sterkt og öflugt stéttarfélag! Félag leiðsögumanna hefur um árabil verið tvískipt og hefur annar helmingurinn kallast fagfélag, en hinn stéttarfélag. Þessi tvískipting mun einstök meðal íslenskra stéttarfélaga og vandséð að hún sé til bóta í kjarabaráttu. Fagfélagið er opið eingöngu þeim leiðsögumönnum sem lokið hafa námi við svokallaða „viðurkennda“ leiðsöguskóla, hvort sem þeir starfa við fagið eða ekki. Þeir skólar sem eru „viðurkenndir“ af Félagi leiðsögumanna um þessar mundir eru Leiðsöguskólinn í Kópavogi, Endurmenntun Háskóla Íslands og Háskólinn á Akureyri. Ferðamálaskóli Íslands og Keilir njóta ekki viðurkenningar félagsins. Leiðsögumönnum sem lokið hafa prófi frá þessum skólum er því meinað að bera merki félagsins við störf. Eini gildi mælikvarðinn sem til er á menntun leiðsögumanna er evrópskur staðall sem Ísland er aðili að en það er óunnið verk að nýta hann sem mælistiku á það nám sem í boði er hérlendis. Starfsgreinaráð er þó byrjað á fyrstu skrefum að því marki og væntanlega í samstarfi við þar til bæra aðila.Eftirsóttir starfskraftar Það munu vera hátt á annað þúsund leiðsögumenn í fullu starfi eða hlutastarfi hjá hinum ýmsu ferðaskrifstofum og ferðafyrirtækjum og lætur nærri að um helmingur þeirra hafi viðurkennda leiðsögumenntun, hinn helmingurinn hafi ófullnægjandi menntun eða alls enga. Skal þó tekið fram svo því sé til haga haldið að margir þeir sem starfa við leiðsögn – án menntunar sem slíkir – og hafa gert það um langan tíma, hafa ítrekað sannað sig í starfi og eru eftirsóttir starfskraftar. En tvískipting Félags leiðsögumanna hefur leitt til þess að fjöldi leiðsögumanna með gild leiðsöguréttindi telur sig ekki eiga samleið með félaginu og er það miður. Þessi fjöldi mun nema nær helmingi starfandi leiðsögumanna og það segir sig sjálft, að meðan allur sá fjöldi telur sig ekki eiga erindi í Félag leiðsögumanna er samtakamáttur félagsins harla lítill og lítt vænlegur til að stuðla að framförum í þeirra starfsumhverfi eða kjörum. Þá má einnig benda á, að ferðamennska og ferðaþjónusta er að verða gríðarlega fjölbreytt og það kallar á fjölbreyttara leiðsögunám en nú er í boði. Jökla- og fjallaleiðsögumenn eru skýr dæmi, en það má einnig nefna safna- og staðarleiðsögumenn sem dæmi um leiðsögumenn sem hugsanlega þyrftu öðruvísi nám en það sem nú er í boði. Mikilvægt er að bjóða þessum fjölbreytta hópi eðlilega aðild að Félagi leiðsögumanna.Laun lækkað í verðgildi Ef litið er á launataxta í greininni er ljóst að þeir eru ekki í samræmi við menntun leiðsögumanna, sem margir hverjir hafa háskólamenntun að baki og ýmsa sérþekkingu. Einnig má minna á að það er fleira en kaupið sem telur, það þarf líka að ræða kjör á borð við aðstæður á vinnustað og vinnutíma. Þá myndi öflugt félag geta tekið á menntunarkröfum á ákveðnari hátt en nú er. Á það hefur verið bent að meðan ferðamönnum fjölgi og fleiri leiðsögumenn eru kallaðir til starfa, þá hafa laun leiðsögumanna í raun lækkað að verðgildi. Við slíkri öfugþróun verður metnaðarfull starfsgrein að sporna með samtakamætti. Mikilvægur áfangi á þeirri leið er félag, sem opið er öllum starfandi leiðsögumönnum og sem þeir sjá ávinning af þátttöku í. Að því marki þurfum við leiðsögumenn öll að stefna og komandi aðalfundur Félags leiðsögumanna er mikilvægur leiðarsteinn í þá átt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Ein mesta kjarabót sem íslenskir leiðsögumenn gætu orðið sér úti um er sterkt og öflugt stéttarfélag! Félag leiðsögumanna hefur um árabil verið tvískipt og hefur annar helmingurinn kallast fagfélag, en hinn stéttarfélag. Þessi tvískipting mun einstök meðal íslenskra stéttarfélaga og vandséð að hún sé til bóta í kjarabaráttu. Fagfélagið er opið eingöngu þeim leiðsögumönnum sem lokið hafa námi við svokallaða „viðurkennda“ leiðsöguskóla, hvort sem þeir starfa við fagið eða ekki. Þeir skólar sem eru „viðurkenndir“ af Félagi leiðsögumanna um þessar mundir eru Leiðsöguskólinn í Kópavogi, Endurmenntun Háskóla Íslands og Háskólinn á Akureyri. Ferðamálaskóli Íslands og Keilir njóta ekki viðurkenningar félagsins. Leiðsögumönnum sem lokið hafa prófi frá þessum skólum er því meinað að bera merki félagsins við störf. Eini gildi mælikvarðinn sem til er á menntun leiðsögumanna er evrópskur staðall sem Ísland er aðili að en það er óunnið verk að nýta hann sem mælistiku á það nám sem í boði er hérlendis. Starfsgreinaráð er þó byrjað á fyrstu skrefum að því marki og væntanlega í samstarfi við þar til bæra aðila.Eftirsóttir starfskraftar Það munu vera hátt á annað þúsund leiðsögumenn í fullu starfi eða hlutastarfi hjá hinum ýmsu ferðaskrifstofum og ferðafyrirtækjum og lætur nærri að um helmingur þeirra hafi viðurkennda leiðsögumenntun, hinn helmingurinn hafi ófullnægjandi menntun eða alls enga. Skal þó tekið fram svo því sé til haga haldið að margir þeir sem starfa við leiðsögn – án menntunar sem slíkir – og hafa gert það um langan tíma, hafa ítrekað sannað sig í starfi og eru eftirsóttir starfskraftar. En tvískipting Félags leiðsögumanna hefur leitt til þess að fjöldi leiðsögumanna með gild leiðsöguréttindi telur sig ekki eiga samleið með félaginu og er það miður. Þessi fjöldi mun nema nær helmingi starfandi leiðsögumanna og það segir sig sjálft, að meðan allur sá fjöldi telur sig ekki eiga erindi í Félag leiðsögumanna er samtakamáttur félagsins harla lítill og lítt vænlegur til að stuðla að framförum í þeirra starfsumhverfi eða kjörum. Þá má einnig benda á, að ferðamennska og ferðaþjónusta er að verða gríðarlega fjölbreytt og það kallar á fjölbreyttara leiðsögunám en nú er í boði. Jökla- og fjallaleiðsögumenn eru skýr dæmi, en það má einnig nefna safna- og staðarleiðsögumenn sem dæmi um leiðsögumenn sem hugsanlega þyrftu öðruvísi nám en það sem nú er í boði. Mikilvægt er að bjóða þessum fjölbreytta hópi eðlilega aðild að Félagi leiðsögumanna.Laun lækkað í verðgildi Ef litið er á launataxta í greininni er ljóst að þeir eru ekki í samræmi við menntun leiðsögumanna, sem margir hverjir hafa háskólamenntun að baki og ýmsa sérþekkingu. Einnig má minna á að það er fleira en kaupið sem telur, það þarf líka að ræða kjör á borð við aðstæður á vinnustað og vinnutíma. Þá myndi öflugt félag geta tekið á menntunarkröfum á ákveðnari hátt en nú er. Á það hefur verið bent að meðan ferðamönnum fjölgi og fleiri leiðsögumenn eru kallaðir til starfa, þá hafa laun leiðsögumanna í raun lækkað að verðgildi. Við slíkri öfugþróun verður metnaðarfull starfsgrein að sporna með samtakamætti. Mikilvægur áfangi á þeirri leið er félag, sem opið er öllum starfandi leiðsögumönnum og sem þeir sjá ávinning af þátttöku í. Að því marki þurfum við leiðsögumenn öll að stefna og komandi aðalfundur Félags leiðsögumanna er mikilvægur leiðarsteinn í þá átt.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar