Rótarýdagurinn, laugardaginn 27. febrúar 2016 Sigríður K. Ingvarsdóttir og Kristján Pétur Guðnason skrifar 25. febrúar 2016 15:28 Rótarýdagurinn verður haldinn hátíðlegur um land allt, laugardaginn 27. febrúar n.k. til að vekja athygli á því fyrir hvað Rótarýhreyfingin stendur og er þetta í annað sinn sem Rótarýdagurinn er haldinn hér á landi. Í ár ákváðu Rótarýklúbbarnir Reykjavík Breiðholt og Reykjavík Árbær að vera með sameiginlega hátíðardagskrá kl. 14:00-16:00 í Fylkisheimilinu í Árbæ tengt Rótarýdeginum. Allir eru velkomnir til að fræðast um Rótarýstarfið og boðið verður upp á fræðslu um rótarýstarfið, Elliðaárdalinn, ungmennastarf Rótarý og tónlist verður flutt. Klúbbfélagar starfa eftir hugsjón Rótarý þ.e. að stuðla að heiðarlegum samskiptum, vera samferðafólki til aðstoðar og að vera fulltrúi sinnar starfsgreinar. Gestafyrirlesarar halda erindi um margvísleg málefni sem veitir fróðlega innsýn í þjóðfélagsmál, menningu, listir og störf og starfsgreinar. Einnig fara klúbbarnir í heimsóknir í fyrirtæki, stofnanir og í aðra rótarýklúbba og njóta þá leiðsagnar og kynningar gestgjafanna. Í öllu starfi Rótarýhreyfingarinnar hefur reynst farsælt að karlar og konur komi jafnt að stjórnun og mótun starfsins. Hreyfingin eru ein fremstu mannúðar- og þjónustusamtök í heimi. Kjörorð Rótarý er að styðja við fjölmörg samfélagsverkefni á því svæði sem klúbbarnir starfa auk þess sem unnið er að mannúðarverkefnum um allan heim. Hér má nefna útrýmingu lömunarveikinnar (polio), forvarnar- og friðarstarf, heilbrigði mæðra og barna, grunnmenntunar og almennt læsi fólks.Kristján Pétur Guðnason, forseti Rótarýklúbbs Reykjavík ÁrbærÁrlega eru styrkir veittir efnilegu tónlistarfólk. Þá hefur ungt fólk notið styrkja til háskólanáms í útlöndum, styrkir eru veittir til eflingar friðar í heiminum og starf sumarbúða og nemaskipti eiga sér langa sögu. Einn af Rótarýklúbbunum hér á landi er Rótaractklúbburinn Geysir sem eru samtök ungs fólks. Klúbburinn vinnur mikið með skiptinemum, umhverfisverkefnum, blóðgjafar og margt fleira. Rótarýklúbburinn Reykjavík Breiðholt hefur stutt við fjölmörg verkefni tengt Breiðholtinu. Verðlaun hafa verið veitt í yfir 20 ár útskriftarnemendum í Fjölbraut í Breiðholti sem skólinn telur hafa sýnt lofsverða ástundun og framfarir í námi og félagslífi skólans. Í ár fór klúbburinn á stað með samstarfsverkefni við FB þar sem starfsmaður skólans heldur erindi á klúbbfundi og á móti deilir klúbbfélagi reynslu sinni úr atvinnulífinu í kennslutíma hjá þeim. Klúbburinn hefur ennfremur komið að stuðningi við Skógarbæ, Gerðubergskórinn, látið gera minnismerki um fyrsta kirkjustaðinn í Breiðholti, unnið að gróðursetningu í Heiðmörk auk margra annarra samfélagsverkefna. Með áþekkum hætti hefur Rótarúklúbburinn Reykjavik Árbær unnið að ýmsum verkefnum í sínu borgarhverfi. Fyrir tilstilli klúbbsins var reistur vatnspóstur við göngustíginn neðan við Árbæjarkirkju sem kemur þeim vel sem leið eiga um Elliðaárdalinn. Á hverju vori taka félagar til hendinni og hreinsa nærumhverfi kirkjunnar af rusli. Um árabil stóð klúbburinn að skógrækt í Hvammsvík í Hvalfirði. Nokkrir skiptinemar hafa dvalið hér á landi á vegum beggja klúbbanna og á sama hátt hafa íslensk ungmenni fengið styrk frá klúbbunum til dvalar erlendis þ.e. sem skiptinemar, í sumarbúðum og til frekara framhaldsnáms. Auk þessa hafa báðir klúbbarnir styrkt verkefnið „útrýmum lömunarveiki“ og gerð vatnsbrunna á Indlandi og útskriftarnemum úr hverfisskólum beggja hverfanna eru veittar bókaviðurkenningar. Rótarýhreyfingin stuðlar að friði og skilningi á meðal manna og þjóða án tillits til stjórnmála, kynþátta, trúarbragða eða þjóðernis. Kjörorð Rótarýdagsins í ár er að „efla fjölþjóðasamfélagið“. Þjónustuhugsjónin er grunnur hreyfingarinnar og með það að leiðarljósi leggjum við okkar að mörkum til að auka alþjóðlegan skilning á gildi friðar, velvildar og vinarhugs öllum til góðs, hvar sem er í heiminum í félagsskap manna af öllum starfsgreinum. Að vera bakhjarl góðra verka er gefandi og gerir okkur að betri manneskjum. “Verum veröld gefandi” hljóða einkunnarorð alheimsforseta í ár. Vonandi vekur sú hugsun áhuga einhverra til þátttöku. Rótarýhreyfingin fagnar þeim sem vilja leggja góðum málefnum lið. Heimasíðan Rótarý er www.rotary.is og þar undir eru nöfn og upplýsingar um alla Rótarýklúbba á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Rótarýdagurinn verður haldinn hátíðlegur um land allt, laugardaginn 27. febrúar n.k. til að vekja athygli á því fyrir hvað Rótarýhreyfingin stendur og er þetta í annað sinn sem Rótarýdagurinn er haldinn hér á landi. Í ár ákváðu Rótarýklúbbarnir Reykjavík Breiðholt og Reykjavík Árbær að vera með sameiginlega hátíðardagskrá kl. 14:00-16:00 í Fylkisheimilinu í Árbæ tengt Rótarýdeginum. Allir eru velkomnir til að fræðast um Rótarýstarfið og boðið verður upp á fræðslu um rótarýstarfið, Elliðaárdalinn, ungmennastarf Rótarý og tónlist verður flutt. Klúbbfélagar starfa eftir hugsjón Rótarý þ.e. að stuðla að heiðarlegum samskiptum, vera samferðafólki til aðstoðar og að vera fulltrúi sinnar starfsgreinar. Gestafyrirlesarar halda erindi um margvísleg málefni sem veitir fróðlega innsýn í þjóðfélagsmál, menningu, listir og störf og starfsgreinar. Einnig fara klúbbarnir í heimsóknir í fyrirtæki, stofnanir og í aðra rótarýklúbba og njóta þá leiðsagnar og kynningar gestgjafanna. Í öllu starfi Rótarýhreyfingarinnar hefur reynst farsælt að karlar og konur komi jafnt að stjórnun og mótun starfsins. Hreyfingin eru ein fremstu mannúðar- og þjónustusamtök í heimi. Kjörorð Rótarý er að styðja við fjölmörg samfélagsverkefni á því svæði sem klúbbarnir starfa auk þess sem unnið er að mannúðarverkefnum um allan heim. Hér má nefna útrýmingu lömunarveikinnar (polio), forvarnar- og friðarstarf, heilbrigði mæðra og barna, grunnmenntunar og almennt læsi fólks.Kristján Pétur Guðnason, forseti Rótarýklúbbs Reykjavík ÁrbærÁrlega eru styrkir veittir efnilegu tónlistarfólk. Þá hefur ungt fólk notið styrkja til háskólanáms í útlöndum, styrkir eru veittir til eflingar friðar í heiminum og starf sumarbúða og nemaskipti eiga sér langa sögu. Einn af Rótarýklúbbunum hér á landi er Rótaractklúbburinn Geysir sem eru samtök ungs fólks. Klúbburinn vinnur mikið með skiptinemum, umhverfisverkefnum, blóðgjafar og margt fleira. Rótarýklúbburinn Reykjavík Breiðholt hefur stutt við fjölmörg verkefni tengt Breiðholtinu. Verðlaun hafa verið veitt í yfir 20 ár útskriftarnemendum í Fjölbraut í Breiðholti sem skólinn telur hafa sýnt lofsverða ástundun og framfarir í námi og félagslífi skólans. Í ár fór klúbburinn á stað með samstarfsverkefni við FB þar sem starfsmaður skólans heldur erindi á klúbbfundi og á móti deilir klúbbfélagi reynslu sinni úr atvinnulífinu í kennslutíma hjá þeim. Klúbburinn hefur ennfremur komið að stuðningi við Skógarbæ, Gerðubergskórinn, látið gera minnismerki um fyrsta kirkjustaðinn í Breiðholti, unnið að gróðursetningu í Heiðmörk auk margra annarra samfélagsverkefna. Með áþekkum hætti hefur Rótarúklúbburinn Reykjavik Árbær unnið að ýmsum verkefnum í sínu borgarhverfi. Fyrir tilstilli klúbbsins var reistur vatnspóstur við göngustíginn neðan við Árbæjarkirkju sem kemur þeim vel sem leið eiga um Elliðaárdalinn. Á hverju vori taka félagar til hendinni og hreinsa nærumhverfi kirkjunnar af rusli. Um árabil stóð klúbburinn að skógrækt í Hvammsvík í Hvalfirði. Nokkrir skiptinemar hafa dvalið hér á landi á vegum beggja klúbbanna og á sama hátt hafa íslensk ungmenni fengið styrk frá klúbbunum til dvalar erlendis þ.e. sem skiptinemar, í sumarbúðum og til frekara framhaldsnáms. Auk þessa hafa báðir klúbbarnir styrkt verkefnið „útrýmum lömunarveiki“ og gerð vatnsbrunna á Indlandi og útskriftarnemum úr hverfisskólum beggja hverfanna eru veittar bókaviðurkenningar. Rótarýhreyfingin stuðlar að friði og skilningi á meðal manna og þjóða án tillits til stjórnmála, kynþátta, trúarbragða eða þjóðernis. Kjörorð Rótarýdagsins í ár er að „efla fjölþjóðasamfélagið“. Þjónustuhugsjónin er grunnur hreyfingarinnar og með það að leiðarljósi leggjum við okkar að mörkum til að auka alþjóðlegan skilning á gildi friðar, velvildar og vinarhugs öllum til góðs, hvar sem er í heiminum í félagsskap manna af öllum starfsgreinum. Að vera bakhjarl góðra verka er gefandi og gerir okkur að betri manneskjum. “Verum veröld gefandi” hljóða einkunnarorð alheimsforseta í ár. Vonandi vekur sú hugsun áhuga einhverra til þátttöku. Rótarýhreyfingin fagnar þeim sem vilja leggja góðum málefnum lið. Heimasíðan Rótarý er www.rotary.is og þar undir eru nöfn og upplýsingar um alla Rótarýklúbba á Íslandi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar