CCP opnar skrifstofu í London Sæunn Gísladóttir skrifar 26. febrúar 2016 07:00 Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, mun flytja til London. Vísir/Anton Tölvuleikjaframleiðandinn CCP mun opna skrifstofu í London næsta sumar. „Þetta er fyrst og fremst hugsað sem markaðsskrifstofa. Svo ætlum við að hafa lítið þróunarteymi þarna. Við erum þróunarfyrirtæki og viljum því að allar okkar skrifstofur séu með það DNA líka,“ segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP. „Við sjáum fyrir okkur tíu manns í London á þessu ári, en ef þetta skilar árangri og sannar sig þá bætum við við okkur starfsmönnum.“ Hilmar Veigar segir að fyrirtækið sé búið að vera með starfsfólk með aðsetur í London í lengri tíma en ákveðið hafi verið að þjappa starfseminni saman formlega á skrifstofu. Hilmar Veigar mun flytja til London og stýra fyrirtækinu þaðan. „Þetta er orðið raunástand fyrirtækisins, við erum með starfsemi úti um allan heim og að stýra því frá Íslandi er eins og það er. Við erum í raun og veru að færa okkur nær hjarta fyrirtækisins,“ segir Hilmar Veigar. Í framhaldinu verður ráðið í stöðu framkvæmdastjóra á Íslandi. „Hann eða hún kemur til með að stýra framkvæmdum á Íslandi, það er eitthvað sem ég hef gert í orði en hef ekki verið að sinna að raun. Ég er fyrst og fremst framkvæmdastjóri í alþjóðlegu fyrirtæki og er hér. Oft hefur uppbyggingin á Íslandi því ekki verið eins markviss og hún gæti verið ef einstaklingur hér hefði þá ábyrgð að fullu. Ég sé fyrir mér að þetta muni bara efla starfsemina á Íslandi,“ segir Hilmar Veigar. Eins og Vísir greindi frá í gær, skilaði CCP methagnaði árið 2015. Hagnaður ársins nam 2,7 milljörðum króna, samanborið við tap upp á 8,7 milljarða króna árið áður. Um er því að ræða rúmlega ellefu milljarða króna viðsnúning í rekstri félagsins. Nýjasti leikur fyrirtækisins, sem kom út í nóvember, sýndarveruleikaleikurinn Gunjack, er nú mest seldi sýndarveruleikaleikur frá upphafi tíma. EVE Valkyrie, nýjasta úr smiðju CCP, kemur svo út í lok mars ásamt Oculus Rift. Tengdar fréttir Stærsta fjárfesting í sögu CCP Tölvuleikjaframleiðandinn CCP fékk á dögunum fjárfestingu upp á fjóra milljarða dollara. 13. nóvember 2015 07:00 Zuckerberg naut þess að spila Gunjack frá CCP Stofnandi Facebook fagnar útkomu nýrra sýndarveruleikagleraugna með því að spila íslenskan tölvuleik. 23. nóvember 2015 10:51 Sýndarveruleiki CCP fylgir með símum frá Samsung EVE:Gunjack er meðal þeirra leikja sem mun fylgja nýjustu símum frá símarisanum Samsung. 23. febrúar 2016 20:08 Fjárfest fyrir sex milljarða í sprotafyrirtækjum Á síðasta ársfjórðungi árið 2015 var fjárfest í íslenskum sprotafyrirtækjum fyrir sem nemur sex milljörðum króna. Þetta kemur fram í samantekt fréttavefsins Norðurskautsins. Níu fjárfestingar voru á fjórðungnum. 9. janúar 2016 06:00 CCP gefur út fyrsta sýndarveruleikaleik fyrirtækisins Gunjack er gerður fyrir Samsung Gear VR búnaðinn. 20. nóvember 2015 10:57 Fjárfestar leggja fjóra milljarða í CCP Fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfsson og einn stærsti framtakssjóður heims munu leggja nýtt hlutafé í CCP. 12. nóvember 2015 16:00 CCP skilar methagnaði Hagnaður ársins 2015 hjá CCP nam 2,7 milljörðum króna. 25. febrúar 2016 14:29 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Fleiri fréttir Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Sjá meira
Tölvuleikjaframleiðandinn CCP mun opna skrifstofu í London næsta sumar. „Þetta er fyrst og fremst hugsað sem markaðsskrifstofa. Svo ætlum við að hafa lítið þróunarteymi þarna. Við erum þróunarfyrirtæki og viljum því að allar okkar skrifstofur séu með það DNA líka,“ segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP. „Við sjáum fyrir okkur tíu manns í London á þessu ári, en ef þetta skilar árangri og sannar sig þá bætum við við okkur starfsmönnum.“ Hilmar Veigar segir að fyrirtækið sé búið að vera með starfsfólk með aðsetur í London í lengri tíma en ákveðið hafi verið að þjappa starfseminni saman formlega á skrifstofu. Hilmar Veigar mun flytja til London og stýra fyrirtækinu þaðan. „Þetta er orðið raunástand fyrirtækisins, við erum með starfsemi úti um allan heim og að stýra því frá Íslandi er eins og það er. Við erum í raun og veru að færa okkur nær hjarta fyrirtækisins,“ segir Hilmar Veigar. Í framhaldinu verður ráðið í stöðu framkvæmdastjóra á Íslandi. „Hann eða hún kemur til með að stýra framkvæmdum á Íslandi, það er eitthvað sem ég hef gert í orði en hef ekki verið að sinna að raun. Ég er fyrst og fremst framkvæmdastjóri í alþjóðlegu fyrirtæki og er hér. Oft hefur uppbyggingin á Íslandi því ekki verið eins markviss og hún gæti verið ef einstaklingur hér hefði þá ábyrgð að fullu. Ég sé fyrir mér að þetta muni bara efla starfsemina á Íslandi,“ segir Hilmar Veigar. Eins og Vísir greindi frá í gær, skilaði CCP methagnaði árið 2015. Hagnaður ársins nam 2,7 milljörðum króna, samanborið við tap upp á 8,7 milljarða króna árið áður. Um er því að ræða rúmlega ellefu milljarða króna viðsnúning í rekstri félagsins. Nýjasti leikur fyrirtækisins, sem kom út í nóvember, sýndarveruleikaleikurinn Gunjack, er nú mest seldi sýndarveruleikaleikur frá upphafi tíma. EVE Valkyrie, nýjasta úr smiðju CCP, kemur svo út í lok mars ásamt Oculus Rift.
Tengdar fréttir Stærsta fjárfesting í sögu CCP Tölvuleikjaframleiðandinn CCP fékk á dögunum fjárfestingu upp á fjóra milljarða dollara. 13. nóvember 2015 07:00 Zuckerberg naut þess að spila Gunjack frá CCP Stofnandi Facebook fagnar útkomu nýrra sýndarveruleikagleraugna með því að spila íslenskan tölvuleik. 23. nóvember 2015 10:51 Sýndarveruleiki CCP fylgir með símum frá Samsung EVE:Gunjack er meðal þeirra leikja sem mun fylgja nýjustu símum frá símarisanum Samsung. 23. febrúar 2016 20:08 Fjárfest fyrir sex milljarða í sprotafyrirtækjum Á síðasta ársfjórðungi árið 2015 var fjárfest í íslenskum sprotafyrirtækjum fyrir sem nemur sex milljörðum króna. Þetta kemur fram í samantekt fréttavefsins Norðurskautsins. Níu fjárfestingar voru á fjórðungnum. 9. janúar 2016 06:00 CCP gefur út fyrsta sýndarveruleikaleik fyrirtækisins Gunjack er gerður fyrir Samsung Gear VR búnaðinn. 20. nóvember 2015 10:57 Fjárfestar leggja fjóra milljarða í CCP Fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfsson og einn stærsti framtakssjóður heims munu leggja nýtt hlutafé í CCP. 12. nóvember 2015 16:00 CCP skilar methagnaði Hagnaður ársins 2015 hjá CCP nam 2,7 milljörðum króna. 25. febrúar 2016 14:29 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Fleiri fréttir Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Sjá meira
Stærsta fjárfesting í sögu CCP Tölvuleikjaframleiðandinn CCP fékk á dögunum fjárfestingu upp á fjóra milljarða dollara. 13. nóvember 2015 07:00
Zuckerberg naut þess að spila Gunjack frá CCP Stofnandi Facebook fagnar útkomu nýrra sýndarveruleikagleraugna með því að spila íslenskan tölvuleik. 23. nóvember 2015 10:51
Sýndarveruleiki CCP fylgir með símum frá Samsung EVE:Gunjack er meðal þeirra leikja sem mun fylgja nýjustu símum frá símarisanum Samsung. 23. febrúar 2016 20:08
Fjárfest fyrir sex milljarða í sprotafyrirtækjum Á síðasta ársfjórðungi árið 2015 var fjárfest í íslenskum sprotafyrirtækjum fyrir sem nemur sex milljörðum króna. Þetta kemur fram í samantekt fréttavefsins Norðurskautsins. Níu fjárfestingar voru á fjórðungnum. 9. janúar 2016 06:00
CCP gefur út fyrsta sýndarveruleikaleik fyrirtækisins Gunjack er gerður fyrir Samsung Gear VR búnaðinn. 20. nóvember 2015 10:57
Fjárfestar leggja fjóra milljarða í CCP Fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfsson og einn stærsti framtakssjóður heims munu leggja nýtt hlutafé í CCP. 12. nóvember 2015 16:00