Högnuðust um 106,8 milljarða Sæunn Gísladóttir skrifar 26. febrúar 2016 07:00 Ríkið kemur til með að fá allt að fjörutíu milljarða í arð frá viðskiptabönkunum vegna ársins 2015. Viðskiptabankarnir þrír högnuðust um 106,8 milljarða króna árið 2015. Arion banki hagnaðist mest eða um tæpa fimmtíu milljarða króna. Afkoman markast mjög af óreglulegum liðum. Bankinn seldi á árinu hluti í fimm félögum, Reitum fasteignafélagi, Eik fasteignafélagi, Símanum, alþjóðlega drykkjarframleiðandanum Refresco Gerber og Bakkavor Group. Minna munaði milli bankanna í hagnaði af reglulegri starfsemi. Þar hagnaðist Arion banki um 16,8 milljarða króna, sem var hækkun á milli ára, en Íslandsbanki hagnaðist um 16,2 milljarða króna, sem var einnig hækkun milli ára. Arðsemi eigin fjár hækkaði bæði hjá Arion banka og Landsbankanum, en lækkaði hjá Íslandsbanka. Arðsemin var hæst hjá Arion banka þar sem hún nam 28,1 prósenti, en lægst hjá Íslandsbanka þar sem hún nam 10,8 prósentum. Miklu munaði á launum bankastjóranna á árinu. Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, var launahæstur með 55,9 milljónir í laun á árinu, auk 7,2 milljóna króna í árangurstengda greiðslu. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, var launalægstur með tæplega tuttugu milljónir í árslaun og fékk hann engar árangurstengdar greiðslur. Munurinn skýrist af því að Landsbankinn er í ríkiseigu og eru laun Steinþórs því ákvörðuð af Kjararáði. Íslandsbanki er nú á leið í ríkiseigu og því eru allar líkur á að laun Birnu Einarsdóttur bankastjóra gætu lækkað allverulega á árinu. Að meðaltali voru stöðugildi hjá bönkunum þremur tæplega 3.500. Meðalfjöldi stöðugilda dróst saman hjá Landsbankanum og Íslandsbanka. Arðgreiðslur frá bönkunum til ríkisins geta numið á bilinu 28 til 38 milljarða króna, vegna ársins 2015. Lagt verður til við aðalfund að greiddur verði 28,5 milljarða króna arður til hluthafa Landsbankans vegna ársins 2015. Ríkissjóður Íslands á 98,2 prósent hlut í Landsbankanum og mun þá fá tæplega 28 milljarða í arð. Samkvæmt reglum Íslandsbanka um arðgreiðslur er lagt til að helmingur hagnaðarins vegna ársins verði greiddur til hluthafa. Lagt er því til að arðgreiðslur muni nema 10,3 milljörðum króna. Íslandsbanki er ekki enn formlega kominn í ríkiseigu en von er á því á næstu dögum. Líklegt er því að ríkið fái arðgreiðsluna, en það fer allt eftir því hvernig samið var. Stjórn Arion banka leggur til að hagnaður ársins verði færður meðal eiginfjár og að enginn arður verði greiddur á árinu 2016 vegna uppgjörsársins 2015. Tengdar fréttir Landsbankinn fær 2,4 milljarða í gegnum Valitor Landsbankinn hefur tekjufært í ársreikningi fyrir árið 2015 2,4 milljarða króna sem vænt fyrirframgreitt endurgjald vegna kaupa Visa Inc. á Visa Europe. 25. febrúar 2016 16:39 Landsbankinn hagnaðist um 36,5 milljarða Lagt verður til við aðalfund að greiddur verði 28,5 milljarða króna arður til hluthafa Landsbankans. 25. febrúar 2016 16:24 Birna íhugar stöðu sína Laun bankastjóra Íslandsbanka gætu orðið rúmlega helmingi lægri eftir ríkiseign. Framkvæmdastjórn bankans vonar að eignarhald ríkisins vari stutt. 24. febrúar 2016 14:00 Hagnaður Íslandsbanka dregst saman um 2 milljarða Hagnaður Íslandsbanka eftir skatta var 20,6 milljarðar á síðasta ári samanborið við 22,7 milljarða króna árið 2014. 23. febrúar 2016 09:32 Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Viðskiptabankarnir þrír högnuðust um 106,8 milljarða króna árið 2015. Arion banki hagnaðist mest eða um tæpa fimmtíu milljarða króna. Afkoman markast mjög af óreglulegum liðum. Bankinn seldi á árinu hluti í fimm félögum, Reitum fasteignafélagi, Eik fasteignafélagi, Símanum, alþjóðlega drykkjarframleiðandanum Refresco Gerber og Bakkavor Group. Minna munaði milli bankanna í hagnaði af reglulegri starfsemi. Þar hagnaðist Arion banki um 16,8 milljarða króna, sem var hækkun á milli ára, en Íslandsbanki hagnaðist um 16,2 milljarða króna, sem var einnig hækkun milli ára. Arðsemi eigin fjár hækkaði bæði hjá Arion banka og Landsbankanum, en lækkaði hjá Íslandsbanka. Arðsemin var hæst hjá Arion banka þar sem hún nam 28,1 prósenti, en lægst hjá Íslandsbanka þar sem hún nam 10,8 prósentum. Miklu munaði á launum bankastjóranna á árinu. Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, var launahæstur með 55,9 milljónir í laun á árinu, auk 7,2 milljóna króna í árangurstengda greiðslu. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, var launalægstur með tæplega tuttugu milljónir í árslaun og fékk hann engar árangurstengdar greiðslur. Munurinn skýrist af því að Landsbankinn er í ríkiseigu og eru laun Steinþórs því ákvörðuð af Kjararáði. Íslandsbanki er nú á leið í ríkiseigu og því eru allar líkur á að laun Birnu Einarsdóttur bankastjóra gætu lækkað allverulega á árinu. Að meðaltali voru stöðugildi hjá bönkunum þremur tæplega 3.500. Meðalfjöldi stöðugilda dróst saman hjá Landsbankanum og Íslandsbanka. Arðgreiðslur frá bönkunum til ríkisins geta numið á bilinu 28 til 38 milljarða króna, vegna ársins 2015. Lagt verður til við aðalfund að greiddur verði 28,5 milljarða króna arður til hluthafa Landsbankans vegna ársins 2015. Ríkissjóður Íslands á 98,2 prósent hlut í Landsbankanum og mun þá fá tæplega 28 milljarða í arð. Samkvæmt reglum Íslandsbanka um arðgreiðslur er lagt til að helmingur hagnaðarins vegna ársins verði greiddur til hluthafa. Lagt er því til að arðgreiðslur muni nema 10,3 milljörðum króna. Íslandsbanki er ekki enn formlega kominn í ríkiseigu en von er á því á næstu dögum. Líklegt er því að ríkið fái arðgreiðsluna, en það fer allt eftir því hvernig samið var. Stjórn Arion banka leggur til að hagnaður ársins verði færður meðal eiginfjár og að enginn arður verði greiddur á árinu 2016 vegna uppgjörsársins 2015.
Tengdar fréttir Landsbankinn fær 2,4 milljarða í gegnum Valitor Landsbankinn hefur tekjufært í ársreikningi fyrir árið 2015 2,4 milljarða króna sem vænt fyrirframgreitt endurgjald vegna kaupa Visa Inc. á Visa Europe. 25. febrúar 2016 16:39 Landsbankinn hagnaðist um 36,5 milljarða Lagt verður til við aðalfund að greiddur verði 28,5 milljarða króna arður til hluthafa Landsbankans. 25. febrúar 2016 16:24 Birna íhugar stöðu sína Laun bankastjóra Íslandsbanka gætu orðið rúmlega helmingi lægri eftir ríkiseign. Framkvæmdastjórn bankans vonar að eignarhald ríkisins vari stutt. 24. febrúar 2016 14:00 Hagnaður Íslandsbanka dregst saman um 2 milljarða Hagnaður Íslandsbanka eftir skatta var 20,6 milljarðar á síðasta ári samanborið við 22,7 milljarða króna árið 2014. 23. febrúar 2016 09:32 Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Landsbankinn fær 2,4 milljarða í gegnum Valitor Landsbankinn hefur tekjufært í ársreikningi fyrir árið 2015 2,4 milljarða króna sem vænt fyrirframgreitt endurgjald vegna kaupa Visa Inc. á Visa Europe. 25. febrúar 2016 16:39
Landsbankinn hagnaðist um 36,5 milljarða Lagt verður til við aðalfund að greiddur verði 28,5 milljarða króna arður til hluthafa Landsbankans. 25. febrúar 2016 16:24
Birna íhugar stöðu sína Laun bankastjóra Íslandsbanka gætu orðið rúmlega helmingi lægri eftir ríkiseign. Framkvæmdastjórn bankans vonar að eignarhald ríkisins vari stutt. 24. febrúar 2016 14:00
Hagnaður Íslandsbanka dregst saman um 2 milljarða Hagnaður Íslandsbanka eftir skatta var 20,6 milljarðar á síðasta ári samanborið við 22,7 milljarða króna árið 2014. 23. febrúar 2016 09:32