Allir sáttir - en um hvað? Guðni A. Jóhannesson skrifar 27. febrúar 2016 07:00 Á síðustu áratugum hafa orðið stórstígar framfarir í aðkomu náttúruverndarsjónarmiða að skipulagi og framkvæmdum. Sjálft skipulagsferlið, aðkoma og umsagnarréttur almennings hefur batnað m.a. með tilkomu sjálfstæðra úrskurðarnefnda. Rammaáætlun er dæmi um ferli, þar sem þegar á áætlunarstigi er reynt að greina meginþætti í áhrifum skipulags og framkvæmda og veita almennan aðgang að og möguleika til umsagnar. Eftir rammaáætlun tekur síðan við umhverfismat framkvæmda og ákvörðun um að fá að reisa og reka virkjun er háð mörgum leyfum svo sem framkvæmdaleyfi sveitarfélagsins, starfsleyfi heilbrigðisnefndar og virkjunarleyfi Orkustofnunar svo dæmi séu tekin. Stjórnsýsla sem bregst við erfiðum málum með því að kippa þeim út úr hinu eðlilega stjórnsýslulega ferli og stinga þeim niður í skúffu er ekki vanda sínum vaxin. Hlutverk verkefnisstjórnar rammaáætlunar er að stjórna ferli þar sem allir virkjanakostir eru greindir af faghópum og flokkaðir í tillögu, sem síðan er kynnt í umsagnarferli þar sem allir hafa aðkomu. Ráðherra leggur síðan þingsályktunartillögu fyrir alþingi til umfjöllunar og ákvörðunar. Með því að hafna því að taka virkjanakost til meðferðar er verkefnisstjórnin að koma í veg fyrir faglega umfjöllun faghópa, aðkomu fólks og fyrirtækja að umsagnarferlinu og síðast en ekki síst alþingis Íslendinga. Slíkt valdarán fámennrar klíku þekkist sem betur fer ekki í okkar heimshluta og engar líkur á að löggjafinn hafi haft slíkt í huga þegar lög um rammaáætlun voru sett. Það var frá upphafi veikleiki í starfi verkefnisstjórnarinnar, að staða hennar og ábyrgð innan stjórnsýslunnar var ekki vel skilgreind. Orkustofnun hefur frá upphafi gert athugasemdir við vinnulag verkefnisstjórnar. Fyrstu tillögur að starfsreglum verkefnisstjórnarinnar voru mjög í rétta átt en voru ekki nægilega skýrar til þess að taka af öll tvímæli í þeim atriðum, sem ágreiningur var um. Þær bárust ekki Orkustofnun til umsagnar og því hafði stofnunin ekki möguleika á að koma með sínar athugsemdir áður en þær voru gefnar út.Án afskipta Orkustofnunar Í grein Snorra Baldurssonar í Fréttablaðinu 23. febrúar hafnar hann því að þau drög að reglum sem nú liggja fyrir séu „samkvæmt bókstaf og anda rammaáætlunarlaga“. Hann vitnar réttilega í athugasemdir með frumvarpinu, þar sem segir, að þau útiloki ekki að virkjanakostir í verndar- og nýtingarflokki geti flust í aðra flokka, en hans eigin ályktun þar virðist samt vera að það eigi að vera útilokað. Hann átelur það vald sem Orkustofnun sé falið að skikka verkefnisstjórnina til þess að endurmeta svæði sem ber að friðlýsa að lögum. Orkustofnun skikkar ekki verkefnisstjórnina til eins eða neins. Það er einfaldlega samkvæmt lögunum hlutverk verkefnisstjórnar að fjalla um þau verkefni sem til hennar berast með faglegum hætti og skila tillögum áfram til ráðuneytis umhverfis- og auðlindamála. Umfjöllun og niðurstaða verkefnisstjórnarinnar er algjörlega án afskipta Orkustofnunar. Ef verkefnisstjórn ákveður að stinga málum niður í skúffu og útiloka þau frá áframhaldandi umfjöllun til þess bærra aðila er hún hins vegar að taka sér vald sem ekki verður séð að hafi stoð í lögunum. Lögin gera í ákvæði um verndarflokk greinarmun á virkjunarkostum sem ekki er rétt að ráðast í og landsvæðum sem ástæða er talin til þess að friðlýsa. Að mati Orkustofnunar er því í mörgum tilfellum nauðsynlegt að endurvinna matið út frá nákvæmari skilgreiningu á svæðismörkum. Ef virkjanakostur sem slíkur er settur í verndarflokk án þess að tilgreina sérstaklega það svæði sem nýtur verndar hlýtur það að skoðast sem ábending um að mögulega geti aðrar útfærslur virkjunar komið til greina. Annars hittir Snorri Baldursson naglann á höfuðið í sinni grein þegar hann talar annars vegar um sátt Landsvirkjunar og hins vegar um sátt Landverndar. Í raun snýst málið um að menn geti haft gerólík sjónarmið en geti verið sammála um að halda lögin, viðhafa góða stjórnsýsluhætti og vinna af heilindum að upplýstum ákvörðunum í opnu og lýðræðislegu ferli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Á síðustu áratugum hafa orðið stórstígar framfarir í aðkomu náttúruverndarsjónarmiða að skipulagi og framkvæmdum. Sjálft skipulagsferlið, aðkoma og umsagnarréttur almennings hefur batnað m.a. með tilkomu sjálfstæðra úrskurðarnefnda. Rammaáætlun er dæmi um ferli, þar sem þegar á áætlunarstigi er reynt að greina meginþætti í áhrifum skipulags og framkvæmda og veita almennan aðgang að og möguleika til umsagnar. Eftir rammaáætlun tekur síðan við umhverfismat framkvæmda og ákvörðun um að fá að reisa og reka virkjun er háð mörgum leyfum svo sem framkvæmdaleyfi sveitarfélagsins, starfsleyfi heilbrigðisnefndar og virkjunarleyfi Orkustofnunar svo dæmi séu tekin. Stjórnsýsla sem bregst við erfiðum málum með því að kippa þeim út úr hinu eðlilega stjórnsýslulega ferli og stinga þeim niður í skúffu er ekki vanda sínum vaxin. Hlutverk verkefnisstjórnar rammaáætlunar er að stjórna ferli þar sem allir virkjanakostir eru greindir af faghópum og flokkaðir í tillögu, sem síðan er kynnt í umsagnarferli þar sem allir hafa aðkomu. Ráðherra leggur síðan þingsályktunartillögu fyrir alþingi til umfjöllunar og ákvörðunar. Með því að hafna því að taka virkjanakost til meðferðar er verkefnisstjórnin að koma í veg fyrir faglega umfjöllun faghópa, aðkomu fólks og fyrirtækja að umsagnarferlinu og síðast en ekki síst alþingis Íslendinga. Slíkt valdarán fámennrar klíku þekkist sem betur fer ekki í okkar heimshluta og engar líkur á að löggjafinn hafi haft slíkt í huga þegar lög um rammaáætlun voru sett. Það var frá upphafi veikleiki í starfi verkefnisstjórnarinnar, að staða hennar og ábyrgð innan stjórnsýslunnar var ekki vel skilgreind. Orkustofnun hefur frá upphafi gert athugasemdir við vinnulag verkefnisstjórnar. Fyrstu tillögur að starfsreglum verkefnisstjórnarinnar voru mjög í rétta átt en voru ekki nægilega skýrar til þess að taka af öll tvímæli í þeim atriðum, sem ágreiningur var um. Þær bárust ekki Orkustofnun til umsagnar og því hafði stofnunin ekki möguleika á að koma með sínar athugsemdir áður en þær voru gefnar út.Án afskipta Orkustofnunar Í grein Snorra Baldurssonar í Fréttablaðinu 23. febrúar hafnar hann því að þau drög að reglum sem nú liggja fyrir séu „samkvæmt bókstaf og anda rammaáætlunarlaga“. Hann vitnar réttilega í athugasemdir með frumvarpinu, þar sem segir, að þau útiloki ekki að virkjanakostir í verndar- og nýtingarflokki geti flust í aðra flokka, en hans eigin ályktun þar virðist samt vera að það eigi að vera útilokað. Hann átelur það vald sem Orkustofnun sé falið að skikka verkefnisstjórnina til þess að endurmeta svæði sem ber að friðlýsa að lögum. Orkustofnun skikkar ekki verkefnisstjórnina til eins eða neins. Það er einfaldlega samkvæmt lögunum hlutverk verkefnisstjórnar að fjalla um þau verkefni sem til hennar berast með faglegum hætti og skila tillögum áfram til ráðuneytis umhverfis- og auðlindamála. Umfjöllun og niðurstaða verkefnisstjórnarinnar er algjörlega án afskipta Orkustofnunar. Ef verkefnisstjórn ákveður að stinga málum niður í skúffu og útiloka þau frá áframhaldandi umfjöllun til þess bærra aðila er hún hins vegar að taka sér vald sem ekki verður séð að hafi stoð í lögunum. Lögin gera í ákvæði um verndarflokk greinarmun á virkjunarkostum sem ekki er rétt að ráðast í og landsvæðum sem ástæða er talin til þess að friðlýsa. Að mati Orkustofnunar er því í mörgum tilfellum nauðsynlegt að endurvinna matið út frá nákvæmari skilgreiningu á svæðismörkum. Ef virkjanakostur sem slíkur er settur í verndarflokk án þess að tilgreina sérstaklega það svæði sem nýtur verndar hlýtur það að skoðast sem ábending um að mögulega geti aðrar útfærslur virkjunar komið til greina. Annars hittir Snorri Baldursson naglann á höfuðið í sinni grein þegar hann talar annars vegar um sátt Landsvirkjunar og hins vegar um sátt Landverndar. Í raun snýst málið um að menn geti haft gerólík sjónarmið en geti verið sammála um að halda lögin, viðhafa góða stjórnsýsluhætti og vinna af heilindum að upplýstum ákvörðunum í opnu og lýðræðislegu ferli.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar