Skriftamál Samfylkingarinnar 1. mars 2016 07:00 Ef við misstígum okkur í eigin lífi, finnst okkur eðlilegt að játa þau mistök. Ef þau snerta aðra, að viðurkenna mistökin gagnvart viðkomandi. Þegar um er að ræða stjórnmálaflokk í vanda, er flókið að sammælast um hver mistökin séu. Skýrt er hins vegar, að ef um mistök er að ræða, þá snúa þau að almenningi, eru ekki einkamál örfárra, a.m.k. ekki hjá flokki sem vill vera fjöldahreyfing. Samfylkingin missti mikið fylgi í síðustu kosningum. Og þrátt fyrir ríkisstjórn sem gengur gróflega gegn almannahagsmunum, minnkar fylgið enn. Nauðsynlegt er að flokkurinn greini undirliggjandi orsakir. Hvaða mistök voru gerð? Hvað var á hans valdi? Formaðurinn Árni Páll Árnason fór þá óvenjulegu leið að gera sína greiningu á fylgistapinu opinbera með bréfi til allra flokksmanna og hefja fundaferð um landið, samræður við flokksmenn um vanda Samfylkingarinnar. Um einstök atriði greiningar Árna Páls má deila, en mörgum eins og mér var létt að málin skyldu sett upp á borðið og öllum boðið til opinnar umræðu. Samfylkingin var í blindgötu. Í stað þess að taka þessu fagnandi og ganga til rökræðu með félögum sínum, hafa sumir þeirra kvartað yfir því að ekki sé horft fram á við og lögð áhersla á okkar stefnumál. Vandinn er sá að þjóðin hefur takmarkaðan áhuga á Samfylkingunni og hennar stefnumálum. E.t.v. vegna þess hversu margt tókst ekki í framkvæmd þeirra á síðasta kjörtímabili, þrátt fyrir góðan árangur á mörgum sviðum. Jafnaðarmannaflokkar eiga í vanda víðast í Evrópu, eins og hefðbundnir flokkar almennt. Fylgi minnkar, félögum fækkar. Við sem teljum stjórnmálaflokka mikilvægar almannahreyfingar og jafnaðarstefnuna um jöfn tækifæri og réttlátt samfélag eiga brýnt erindi, eigum að taka boði Árna Páls með opnum huga og setjast á rökstóla um orsakir vanda Samfylkingarinnar og leiðir fram á við. Sá sem skilur ekki eigin fortíð, mun eiga erfitt með að fóta sig í framtíðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Ef við misstígum okkur í eigin lífi, finnst okkur eðlilegt að játa þau mistök. Ef þau snerta aðra, að viðurkenna mistökin gagnvart viðkomandi. Þegar um er að ræða stjórnmálaflokk í vanda, er flókið að sammælast um hver mistökin séu. Skýrt er hins vegar, að ef um mistök er að ræða, þá snúa þau að almenningi, eru ekki einkamál örfárra, a.m.k. ekki hjá flokki sem vill vera fjöldahreyfing. Samfylkingin missti mikið fylgi í síðustu kosningum. Og þrátt fyrir ríkisstjórn sem gengur gróflega gegn almannahagsmunum, minnkar fylgið enn. Nauðsynlegt er að flokkurinn greini undirliggjandi orsakir. Hvaða mistök voru gerð? Hvað var á hans valdi? Formaðurinn Árni Páll Árnason fór þá óvenjulegu leið að gera sína greiningu á fylgistapinu opinbera með bréfi til allra flokksmanna og hefja fundaferð um landið, samræður við flokksmenn um vanda Samfylkingarinnar. Um einstök atriði greiningar Árna Páls má deila, en mörgum eins og mér var létt að málin skyldu sett upp á borðið og öllum boðið til opinnar umræðu. Samfylkingin var í blindgötu. Í stað þess að taka þessu fagnandi og ganga til rökræðu með félögum sínum, hafa sumir þeirra kvartað yfir því að ekki sé horft fram á við og lögð áhersla á okkar stefnumál. Vandinn er sá að þjóðin hefur takmarkaðan áhuga á Samfylkingunni og hennar stefnumálum. E.t.v. vegna þess hversu margt tókst ekki í framkvæmd þeirra á síðasta kjörtímabili, þrátt fyrir góðan árangur á mörgum sviðum. Jafnaðarmannaflokkar eiga í vanda víðast í Evrópu, eins og hefðbundnir flokkar almennt. Fylgi minnkar, félögum fækkar. Við sem teljum stjórnmálaflokka mikilvægar almannahreyfingar og jafnaðarstefnuna um jöfn tækifæri og réttlátt samfélag eiga brýnt erindi, eigum að taka boði Árna Páls með opnum huga og setjast á rökstóla um orsakir vanda Samfylkingarinnar og leiðir fram á við. Sá sem skilur ekki eigin fortíð, mun eiga erfitt með að fóta sig í framtíðinni.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar