Ekki sýnt fram á að synir hæstaréttardómara hafi fjárhagslega hagsmuni af niðurstöðu í Al Thani-málinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. febrúar 2016 10:55 Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson, tveir sakborninga í Al Thani-málinu, og Kolbeinn Árnason, sonur Árna Kolbeinssonar, hæstaréttardómara, og framkvæmdsstjóri SFS. vísir Ekki var sýnt fram á að tveir synir hæstaréttardómara sem dæmdu í Al Thani-málinu hafi haft eða muni njóta fjárhagslegra, eða annarra hagsmuna, af niðurstöðu málsins. Þetta er mat endurupptökunefndar sem hefur hafnað beiðni þeirra Hreiðars Más Sigurðssonar, Sigurðar Einarssonar og Ólafs Ólafssonar um að Al Thani-málið verði tekið upp að nýju. Þremenningarnir fengu allir langa fangelsisdóma í Hæstarétti vegna málsins.Sjá einnig: Hafið yfir skynsamlegan vafa að „Óli“ sé Ólafur Ólafsson Úrskurðir endurupptökunefndar hafa verið birtir á vefnum en Hreiðar, Sigurður og Ólafur fóru allir fram á endurupptöku meðal annars vegna þess að þeir töldu tvo hæstaréttardómara hafa verið vanhæfa til að fara með Al Thani-málið vegna tengsla sona þeirra við slitastjórn Kaupþings. Um var að ræða dómarana Árna Kolbeinsson og Þorgeir Örlygsson en sonur Árna, Kolbeinn Árnason, var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs slitabús Kaupþings frá 2008 til 2013. Sonur Þorgeirs, Þórarinn Þorgeirsson, tók við starfinu af Kolbeini sem nú gegnir stöðu framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Mátu Hreiðar, Ólafur og Sigurður það sem svo að vegna skaðabótamáls slitastjórnarinnar á hendur þeim tveimur fyrrnefndu gætu þeir Kolbeinn og Þórarinn haft fjárhagslega hagsmuni af niðurstöðu Al Thani-málsins. Vísuðu þeir meðal annars í fréttir DV frá því í maí 2015 þar sem kom fram að nokkrir starfsmenn slitastjórnar Kaupþings myndu fá greiddar háar fjárhæði í kaupauka ef gengið yrði frá nauðasamningum við kröfuhafa. Niðurstaða endurupptökunefndar er sú að hvorki Kolbeinn né Þórarinn hafi notið eða muni njóta fjárhagslegra hagsmuna, eða annarra hagsmuna, vegna niðurstöðu í Al Thani-málinu: „Hvorki Kolbeinn né Þórarinn sitja, eða hafa setið, í slitastjórn Kaupþings hf. og hvorugur þeirra hefur rekið bótamálið sem höfðað var af Kaupþingi hf. gegn endurupptökubeiðanda og Ólafi Ólafssyni 7. október 2014 fyrir héraðsdómi. Þá hefur ekki verið sýnt fram á að Kolbeinn eða Þórarinn hafi notið eða muni njóta hagsmuna, fjárhagslegra eða annarra, af niðurstöðu í hæstaréttarmáli nr. 145/2014. Ályktanir þær sem dregnar eru í grein er birtist í DV 27.-28. maí 2015 um ætlaðar háar fjárhæðir í kaupauka til nokkurra núverandi og fyrrverandi starfsmanna slitabús Kaupþings hf., vegna nauðasamninga við kröfuhafa búsins, breyta engu þar um,“ eins og segir í einum úrskurði endurupptökunefndar vegna málsins. Tengdar fréttir Telja að sonur hæstaréttardómara kunni að hafa haft fjárhagslega hagsmuni af niðurstöðu Al Thani-málsins Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, telja að Árni Kolbeinsson, hæstaréttardómari í Al Thani-málinu hafi verið vanhæfur til að dæma í því vegna tengsla sonar hans, Kolbeins Árnasonar, við slitastjórn Kaupþings 23. júlí 2015 11:15 Endurupptökunefnd hafnar beiðni Ólafs Ólafssonar um endurupptöku Al Thani-málsins Endurupptökunefnd hefur hafnað beiðni Ólafs Ólafssonar sem dæmdur var í fjögurra og hálfs árs langt fangelsi í Al Thani-málinu um að málið verði tekið upp aftur. 9. febrúar 2016 11:28 Ólafur Ólafsson óskar eftir endurupptöku á máli sínu Hann segir sönnunargögn í málinu hafa verið ranglega metin. 17. maí 2015 10:43 Allir Kaupþingsmenn í afplánun með mál fyrir endurupptökunefnd Allir fjórir Kaupþingsmennirnir sem eru í afplánun á Kvíabryggju vegna dóms í Al-Thani málinu reka nú mál fyrir endurupptökunefnd. 21. desember 2015 19:00 Ríkissaksóknari telur ekki tilefni til endurupptöku Al Thani-málsins Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, hefur skilað umsögn sinni til endurupptökunefndar vegna beiðni Ólafs Ólafssonar um að Al Thani-málið verði tekið upp aftur. 17. september 2015 11:14 Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Ekki var sýnt fram á að tveir synir hæstaréttardómara sem dæmdu í Al Thani-málinu hafi haft eða muni njóta fjárhagslegra, eða annarra hagsmuna, af niðurstöðu málsins. Þetta er mat endurupptökunefndar sem hefur hafnað beiðni þeirra Hreiðars Más Sigurðssonar, Sigurðar Einarssonar og Ólafs Ólafssonar um að Al Thani-málið verði tekið upp að nýju. Þremenningarnir fengu allir langa fangelsisdóma í Hæstarétti vegna málsins.Sjá einnig: Hafið yfir skynsamlegan vafa að „Óli“ sé Ólafur Ólafsson Úrskurðir endurupptökunefndar hafa verið birtir á vefnum en Hreiðar, Sigurður og Ólafur fóru allir fram á endurupptöku meðal annars vegna þess að þeir töldu tvo hæstaréttardómara hafa verið vanhæfa til að fara með Al Thani-málið vegna tengsla sona þeirra við slitastjórn Kaupþings. Um var að ræða dómarana Árna Kolbeinsson og Þorgeir Örlygsson en sonur Árna, Kolbeinn Árnason, var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs slitabús Kaupþings frá 2008 til 2013. Sonur Þorgeirs, Þórarinn Þorgeirsson, tók við starfinu af Kolbeini sem nú gegnir stöðu framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Mátu Hreiðar, Ólafur og Sigurður það sem svo að vegna skaðabótamáls slitastjórnarinnar á hendur þeim tveimur fyrrnefndu gætu þeir Kolbeinn og Þórarinn haft fjárhagslega hagsmuni af niðurstöðu Al Thani-málsins. Vísuðu þeir meðal annars í fréttir DV frá því í maí 2015 þar sem kom fram að nokkrir starfsmenn slitastjórnar Kaupþings myndu fá greiddar háar fjárhæði í kaupauka ef gengið yrði frá nauðasamningum við kröfuhafa. Niðurstaða endurupptökunefndar er sú að hvorki Kolbeinn né Þórarinn hafi notið eða muni njóta fjárhagslegra hagsmuna, eða annarra hagsmuna, vegna niðurstöðu í Al Thani-málinu: „Hvorki Kolbeinn né Þórarinn sitja, eða hafa setið, í slitastjórn Kaupþings hf. og hvorugur þeirra hefur rekið bótamálið sem höfðað var af Kaupþingi hf. gegn endurupptökubeiðanda og Ólafi Ólafssyni 7. október 2014 fyrir héraðsdómi. Þá hefur ekki verið sýnt fram á að Kolbeinn eða Þórarinn hafi notið eða muni njóta hagsmuna, fjárhagslegra eða annarra, af niðurstöðu í hæstaréttarmáli nr. 145/2014. Ályktanir þær sem dregnar eru í grein er birtist í DV 27.-28. maí 2015 um ætlaðar háar fjárhæðir í kaupauka til nokkurra núverandi og fyrrverandi starfsmanna slitabús Kaupþings hf., vegna nauðasamninga við kröfuhafa búsins, breyta engu þar um,“ eins og segir í einum úrskurði endurupptökunefndar vegna málsins.
Tengdar fréttir Telja að sonur hæstaréttardómara kunni að hafa haft fjárhagslega hagsmuni af niðurstöðu Al Thani-málsins Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, telja að Árni Kolbeinsson, hæstaréttardómari í Al Thani-málinu hafi verið vanhæfur til að dæma í því vegna tengsla sonar hans, Kolbeins Árnasonar, við slitastjórn Kaupþings 23. júlí 2015 11:15 Endurupptökunefnd hafnar beiðni Ólafs Ólafssonar um endurupptöku Al Thani-málsins Endurupptökunefnd hefur hafnað beiðni Ólafs Ólafssonar sem dæmdur var í fjögurra og hálfs árs langt fangelsi í Al Thani-málinu um að málið verði tekið upp aftur. 9. febrúar 2016 11:28 Ólafur Ólafsson óskar eftir endurupptöku á máli sínu Hann segir sönnunargögn í málinu hafa verið ranglega metin. 17. maí 2015 10:43 Allir Kaupþingsmenn í afplánun með mál fyrir endurupptökunefnd Allir fjórir Kaupþingsmennirnir sem eru í afplánun á Kvíabryggju vegna dóms í Al-Thani málinu reka nú mál fyrir endurupptökunefnd. 21. desember 2015 19:00 Ríkissaksóknari telur ekki tilefni til endurupptöku Al Thani-málsins Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, hefur skilað umsögn sinni til endurupptökunefndar vegna beiðni Ólafs Ólafssonar um að Al Thani-málið verði tekið upp aftur. 17. september 2015 11:14 Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Telja að sonur hæstaréttardómara kunni að hafa haft fjárhagslega hagsmuni af niðurstöðu Al Thani-málsins Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, telja að Árni Kolbeinsson, hæstaréttardómari í Al Thani-málinu hafi verið vanhæfur til að dæma í því vegna tengsla sonar hans, Kolbeins Árnasonar, við slitastjórn Kaupþings 23. júlí 2015 11:15
Endurupptökunefnd hafnar beiðni Ólafs Ólafssonar um endurupptöku Al Thani-málsins Endurupptökunefnd hefur hafnað beiðni Ólafs Ólafssonar sem dæmdur var í fjögurra og hálfs árs langt fangelsi í Al Thani-málinu um að málið verði tekið upp aftur. 9. febrúar 2016 11:28
Ólafur Ólafsson óskar eftir endurupptöku á máli sínu Hann segir sönnunargögn í málinu hafa verið ranglega metin. 17. maí 2015 10:43
Allir Kaupþingsmenn í afplánun með mál fyrir endurupptökunefnd Allir fjórir Kaupþingsmennirnir sem eru í afplánun á Kvíabryggju vegna dóms í Al-Thani málinu reka nú mál fyrir endurupptökunefnd. 21. desember 2015 19:00
Ríkissaksóknari telur ekki tilefni til endurupptöku Al Thani-málsins Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, hefur skilað umsögn sinni til endurupptökunefndar vegna beiðni Ólafs Ólafssonar um að Al Thani-málið verði tekið upp aftur. 17. september 2015 11:14