Telja að sonur hæstaréttardómara kunni að hafa haft fjárhagslega hagsmuni af niðurstöðu Al Thani-málsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. júlí 2015 11:15 Sigurður Einarsson, Hreiðar Már Sigurðsson og Kolbeinn Árnason. vísir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, telja að Árni Kolbeinsson, hæstaréttardómari í Al Thani-málinu hafi verið vanhæfur til að dæma í því vegna tengsla sonar hans, Kolbeins Árnasonar, við slitastjórn Kaupþings. Kolbeinn starfar nú sem framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hreiðar og Sigurður hafa því farið fram á endurupptöku málsins auk þess sem þeir telja að sönnunargögn í málinu hafi verið rangt metin. Eins og kunnugt er sitja þeir báðir í fangelsi vegna Al Thani-málsins.Telur hagsmuni slitastjórnar Kaupþings af sakfellingu augljósa Í endurupptökubeiðni Hreiðars, sem er efnislega samhljóða endurupptökubeiðni Sigurðar, segir að eftir að dómur gekk í málinu hafi komið fram upplýsingar í fjölmiðlum um tengsl Kolbeins við slitastjórn Kaupþings: „Fyrir liggur að sonur dómarans, Kolbeinn Árnason, starfaði sem forstöðumaður lögfræðisviðs slitastjórnar Kaupþings á árunum 2008-2013. Slitastjórn Kaupþings hafði mikla hagsmuni af því að sakfellt yrði í málinu, enda telur hún slitabúið hafa orðið fyrir tjóni vegna viðskiptanna. Í þessu skyni hefur slitastjórnin stefnt dómfellda Hreiðari og Ólafi Ólafssyni til greiðslu skaðabóta vegna lánveitingar til félagsins Gerland og krafist hárra fjárbóta.“ Hreiðar telur hagsmuni slitastjórnarinnar af sakfellingu í Al Thani-málinu augljósa. Auk þess megi telja afar líklegt að sonur hæstaréttardómarans hafi tekið þátt í ákvörðun um að höfða skaðabótamál vegna fyrrnefndar lánveitingar. Þá telur Hreiðar jafnframt að Kolbeinn sé einn af þeim starfsmönnum slitasjórnarinnar sem muni fá „háar fjárhæðir í kaupauka verði gengið frá nauðsamningum við kröfuhafa.“ Því hafi hann haft hagsmuna að gæta af niðurstöðu í málinu sem að mati Hreiðars geti jafnvel verið fjárhagslegir.Einnig rangur „Óli“ að mati Hreiðars Ólafur Ólafsson, sem einnig var dæmdur í fangelsi vegna Al Thani-málsins, hefur áður farið fram á endurupptöku málsins. Gerir hann það vegna þess að telur sönnunargögn í málinu rangt metin af Hæstarétti. Að mati Ólafs lagði Hæstiréttur rangt mat á símtal tveggja manna, þar sem annar vísar til samtals við ótilgreindan mann sem kallaður var „Óli“, um tiltekna þætti viðskiptanna sem málið tók til. Í tilkynningu frá Þórólfi Jónssyni lögmanni Ólafs segir að í vitnisburðum fyrir héraðsdómi og öðrum sönnunargögnum málsins komi skýrt fram að þar hafi verið átt við Ólaf Arinbjörn Sigurðsson lögmann. Samkvæmt endurupptökubeiðni Hreiðars tekur hann í öllu undir sjónarmið Ólafs um að sönnunargögn hafi verið ranglega metin í málinu. Eins og áður segir er endurupptökubeiðni Sigurðar Einarssonar efnislega samhljóða beiðni Hreiðars. Hún mun því byggja á sömu röksemdum og raktar eru í þeirri beiðni sem Vísir hefur undir höndum. Tengdar fréttir Bankamenn berast á í betrunarvistinni Kaupþingsmennirnir á Kvíabryggju sker sig nokkuð úr í hópi þeirra fanga sem nú eru í afplánun – ekki fer á milli mála að þeir eru talsvert betur settir en aðrir fangar. 9. júní 2015 10:44 Ólafur Ólafsson óskar eftir endurupptöku á máli sínu Hann segir sönnunargögn í málinu hafa verið ranglega metin. 17. maí 2015 10:43 Fara fram á endurupptöku Al Thani-málsins Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, hafa farið fram á endurupptöku Al Thani-málsins. 23. júlí 2015 09:14 Rangt mat sönnunargagna þarf að hafa haft áhrif á niðurstöðuna Til þess að fallast megi á endurupptökubeiðni Ólafs Ólafssonar þarf að sýna fram á að rangt mat sönnunargagna hafi haft áhrif á niðurstöðu málsins. 17. maí 2015 19:00 Helmingur telur refsingar í al-Thani málinu of vægar Prófessor í afbrotafræði segir niðurstöður rannsóknar á viðhorfi almennings til dóma í al-Thani málinu benda til þess að enn sé mikil reiði út í bankamenn. Íslendingar telja að efnahagsbrot séu alvarlegustu brotin. 5. júní 2015 07:00 Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, telja að Árni Kolbeinsson, hæstaréttardómari í Al Thani-málinu hafi verið vanhæfur til að dæma í því vegna tengsla sonar hans, Kolbeins Árnasonar, við slitastjórn Kaupþings. Kolbeinn starfar nú sem framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hreiðar og Sigurður hafa því farið fram á endurupptöku málsins auk þess sem þeir telja að sönnunargögn í málinu hafi verið rangt metin. Eins og kunnugt er sitja þeir báðir í fangelsi vegna Al Thani-málsins.Telur hagsmuni slitastjórnar Kaupþings af sakfellingu augljósa Í endurupptökubeiðni Hreiðars, sem er efnislega samhljóða endurupptökubeiðni Sigurðar, segir að eftir að dómur gekk í málinu hafi komið fram upplýsingar í fjölmiðlum um tengsl Kolbeins við slitastjórn Kaupþings: „Fyrir liggur að sonur dómarans, Kolbeinn Árnason, starfaði sem forstöðumaður lögfræðisviðs slitastjórnar Kaupþings á árunum 2008-2013. Slitastjórn Kaupþings hafði mikla hagsmuni af því að sakfellt yrði í málinu, enda telur hún slitabúið hafa orðið fyrir tjóni vegna viðskiptanna. Í þessu skyni hefur slitastjórnin stefnt dómfellda Hreiðari og Ólafi Ólafssyni til greiðslu skaðabóta vegna lánveitingar til félagsins Gerland og krafist hárra fjárbóta.“ Hreiðar telur hagsmuni slitastjórnarinnar af sakfellingu í Al Thani-málinu augljósa. Auk þess megi telja afar líklegt að sonur hæstaréttardómarans hafi tekið þátt í ákvörðun um að höfða skaðabótamál vegna fyrrnefndar lánveitingar. Þá telur Hreiðar jafnframt að Kolbeinn sé einn af þeim starfsmönnum slitasjórnarinnar sem muni fá „háar fjárhæðir í kaupauka verði gengið frá nauðsamningum við kröfuhafa.“ Því hafi hann haft hagsmuna að gæta af niðurstöðu í málinu sem að mati Hreiðars geti jafnvel verið fjárhagslegir.Einnig rangur „Óli“ að mati Hreiðars Ólafur Ólafsson, sem einnig var dæmdur í fangelsi vegna Al Thani-málsins, hefur áður farið fram á endurupptöku málsins. Gerir hann það vegna þess að telur sönnunargögn í málinu rangt metin af Hæstarétti. Að mati Ólafs lagði Hæstiréttur rangt mat á símtal tveggja manna, þar sem annar vísar til samtals við ótilgreindan mann sem kallaður var „Óli“, um tiltekna þætti viðskiptanna sem málið tók til. Í tilkynningu frá Þórólfi Jónssyni lögmanni Ólafs segir að í vitnisburðum fyrir héraðsdómi og öðrum sönnunargögnum málsins komi skýrt fram að þar hafi verið átt við Ólaf Arinbjörn Sigurðsson lögmann. Samkvæmt endurupptökubeiðni Hreiðars tekur hann í öllu undir sjónarmið Ólafs um að sönnunargögn hafi verið ranglega metin í málinu. Eins og áður segir er endurupptökubeiðni Sigurðar Einarssonar efnislega samhljóða beiðni Hreiðars. Hún mun því byggja á sömu röksemdum og raktar eru í þeirri beiðni sem Vísir hefur undir höndum.
Tengdar fréttir Bankamenn berast á í betrunarvistinni Kaupþingsmennirnir á Kvíabryggju sker sig nokkuð úr í hópi þeirra fanga sem nú eru í afplánun – ekki fer á milli mála að þeir eru talsvert betur settir en aðrir fangar. 9. júní 2015 10:44 Ólafur Ólafsson óskar eftir endurupptöku á máli sínu Hann segir sönnunargögn í málinu hafa verið ranglega metin. 17. maí 2015 10:43 Fara fram á endurupptöku Al Thani-málsins Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, hafa farið fram á endurupptöku Al Thani-málsins. 23. júlí 2015 09:14 Rangt mat sönnunargagna þarf að hafa haft áhrif á niðurstöðuna Til þess að fallast megi á endurupptökubeiðni Ólafs Ólafssonar þarf að sýna fram á að rangt mat sönnunargagna hafi haft áhrif á niðurstöðu málsins. 17. maí 2015 19:00 Helmingur telur refsingar í al-Thani málinu of vægar Prófessor í afbrotafræði segir niðurstöður rannsóknar á viðhorfi almennings til dóma í al-Thani málinu benda til þess að enn sé mikil reiði út í bankamenn. Íslendingar telja að efnahagsbrot séu alvarlegustu brotin. 5. júní 2015 07:00 Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Bankamenn berast á í betrunarvistinni Kaupþingsmennirnir á Kvíabryggju sker sig nokkuð úr í hópi þeirra fanga sem nú eru í afplánun – ekki fer á milli mála að þeir eru talsvert betur settir en aðrir fangar. 9. júní 2015 10:44
Ólafur Ólafsson óskar eftir endurupptöku á máli sínu Hann segir sönnunargögn í málinu hafa verið ranglega metin. 17. maí 2015 10:43
Fara fram á endurupptöku Al Thani-málsins Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, hafa farið fram á endurupptöku Al Thani-málsins. 23. júlí 2015 09:14
Rangt mat sönnunargagna þarf að hafa haft áhrif á niðurstöðuna Til þess að fallast megi á endurupptökubeiðni Ólafs Ólafssonar þarf að sýna fram á að rangt mat sönnunargagna hafi haft áhrif á niðurstöðu málsins. 17. maí 2015 19:00
Helmingur telur refsingar í al-Thani málinu of vægar Prófessor í afbrotafræði segir niðurstöður rannsóknar á viðhorfi almennings til dóma í al-Thani málinu benda til þess að enn sé mikil reiði út í bankamenn. Íslendingar telja að efnahagsbrot séu alvarlegustu brotin. 5. júní 2015 07:00