Skýrar reglur eru forsenda sáttar Hörður Arnarson skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Rammaáætlun er, að mati okkar hjá Landsvirkjun og flestra annarra, forsenda þess að sátt náist um nýtingu og vernd landsvæða gagnvart orkuvinnslu á Íslandi. Vega þarf saman það sem vinnst og það sem glatast við nýtingu þeirra óviðjafnanlegu endurnýjanlegu orkuauðlinda sem við Íslendingar erum svo lánsamir að búa að. Landsvirkjun styður heilshugar við markmið rammaáætlunar. En til þess að þessi sátt náist með rammaáætluninni verða reglur um hana að vera skýrar. Við hjá Landsvirkjun höfum ítrekað sett fram þá skoðun okkar, að þetta ferli þurfi að bæta. Þetta sögðum við strax á haustfundi okkar árið 2014. Reglurnar hafa ekki lagastoð Núgildandi starfsreglur verkefnisstjórnar um rammaáætlun komu seint fram – í lok maí 2015 – þegar verkefnisstjórnin hafði starfað í um tvö ár. Þessar nýju reglur fóru ekki í opinbert umsagnarferli og að mati Landsvirkjunar hafa þær ekki lagastoð og beinlínis brjóta í bága við fyrirmæli laga um verndar- og nýtingaráætlun. Athugasemdir Landsvirkjunar hafa aldrei lotið að neinu öðru en því að gera starfsreglurnar skýrari og í samræmi við lög. Landsvirkjun hefur aldrei farið fram á að svigrúm verkefnisstjórnar til að skipa virkjunarkostum í verndar-, bið- eða nýtingarflokk yrði takmarkað. Hins vegar telur Landsvirkjun ótvírætt, og styðst við lögfræðiálit í þeim efnum, að það sé Orkustofnun sem ákveði hvaða virkjunarkostir séu nægilega skilgreindir til þess að verkefnisstjórn taki þá til umfjöllunar, samkvæmt 2. mgr. 9. gr. laga um verndar- og orkunýtingaráætlun nr. 48/2011. Verkefnisstjórn getur þar af leiðandi ekki, og það er kjarni málsins, hafnað að taka virkjunarkost til umfjöllunar sem Orkustofnun telur nægilega skilgreindan til umfjöllunar, enda er verkefnisstjórn ráðgefandi lögum samkvæmt. Hún hefur ekki völd til að taka slíka stjórnvaldsákvörðun enda skortir alla stjórnsýslulega umgjörð um hana til þess. Fjölmargar ábendingar Landsvirkjun gerði grein fyrir þessum sjónarmiðum með bréfi til umhverfis- og auðlindaráðherra þann 17. ágúst 2015. Í svarbréfi frá ráðherra í desembermánuði kom fram að starfsreglurnar væru í endurskoðun, í ljósi þeirra athugasemda sem fram hefðu komið. Þar var ekki einungis um að ræða athugasemdir Landsvirkjunar, heldur fjölmargar ábendingar hinna ýmsu aðila, meðal annarra Alþingis. Endurskoðaðar starfsreglur voru svo lagðar fram og óskað eftir athugasemdum núna í byrjun febrúar. Það er von okkar að endurskoðaðar starfsreglur stuðli að þeirri nauðsynlegu sátt sem þarf að ríkja um rammaáætlun, þannig að hún nái því markmiði sínu að miðla málum á hlutlægan hátt í málefnum orkunýtingar og náttúruverndar í íslensku samfélagi og sé í samræmi við gildandi lög. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Arnarson Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Sjá meira
Rammaáætlun er, að mati okkar hjá Landsvirkjun og flestra annarra, forsenda þess að sátt náist um nýtingu og vernd landsvæða gagnvart orkuvinnslu á Íslandi. Vega þarf saman það sem vinnst og það sem glatast við nýtingu þeirra óviðjafnanlegu endurnýjanlegu orkuauðlinda sem við Íslendingar erum svo lánsamir að búa að. Landsvirkjun styður heilshugar við markmið rammaáætlunar. En til þess að þessi sátt náist með rammaáætluninni verða reglur um hana að vera skýrar. Við hjá Landsvirkjun höfum ítrekað sett fram þá skoðun okkar, að þetta ferli þurfi að bæta. Þetta sögðum við strax á haustfundi okkar árið 2014. Reglurnar hafa ekki lagastoð Núgildandi starfsreglur verkefnisstjórnar um rammaáætlun komu seint fram – í lok maí 2015 – þegar verkefnisstjórnin hafði starfað í um tvö ár. Þessar nýju reglur fóru ekki í opinbert umsagnarferli og að mati Landsvirkjunar hafa þær ekki lagastoð og beinlínis brjóta í bága við fyrirmæli laga um verndar- og nýtingaráætlun. Athugasemdir Landsvirkjunar hafa aldrei lotið að neinu öðru en því að gera starfsreglurnar skýrari og í samræmi við lög. Landsvirkjun hefur aldrei farið fram á að svigrúm verkefnisstjórnar til að skipa virkjunarkostum í verndar-, bið- eða nýtingarflokk yrði takmarkað. Hins vegar telur Landsvirkjun ótvírætt, og styðst við lögfræðiálit í þeim efnum, að það sé Orkustofnun sem ákveði hvaða virkjunarkostir séu nægilega skilgreindir til þess að verkefnisstjórn taki þá til umfjöllunar, samkvæmt 2. mgr. 9. gr. laga um verndar- og orkunýtingaráætlun nr. 48/2011. Verkefnisstjórn getur þar af leiðandi ekki, og það er kjarni málsins, hafnað að taka virkjunarkost til umfjöllunar sem Orkustofnun telur nægilega skilgreindan til umfjöllunar, enda er verkefnisstjórn ráðgefandi lögum samkvæmt. Hún hefur ekki völd til að taka slíka stjórnvaldsákvörðun enda skortir alla stjórnsýslulega umgjörð um hana til þess. Fjölmargar ábendingar Landsvirkjun gerði grein fyrir þessum sjónarmiðum með bréfi til umhverfis- og auðlindaráðherra þann 17. ágúst 2015. Í svarbréfi frá ráðherra í desembermánuði kom fram að starfsreglurnar væru í endurskoðun, í ljósi þeirra athugasemda sem fram hefðu komið. Þar var ekki einungis um að ræða athugasemdir Landsvirkjunar, heldur fjölmargar ábendingar hinna ýmsu aðila, meðal annarra Alþingis. Endurskoðaðar starfsreglur voru svo lagðar fram og óskað eftir athugasemdum núna í byrjun febrúar. Það er von okkar að endurskoðaðar starfsreglur stuðli að þeirri nauðsynlegu sátt sem þarf að ríkja um rammaáætlun, þannig að hún nái því markmiði sínu að miðla málum á hlutlægan hátt í málefnum orkunýtingar og náttúruverndar í íslensku samfélagi og sé í samræmi við gildandi lög.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun