Viðskipti innlent

Eftirlitsstofnun EFTA skoðar íslenska mjólkurgeirann

ingvar haraldsson skrifar
Rjómi er meðal þeirra vara sem ESA telur falla undir samkeppnisreglur EES-samningsins.
Rjómi er meðal þeirra vara sem ESA telur falla undir samkeppnisreglur EES-samningsins.
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) er með til skoðunar hvort undanþágur aðila í íslenskum mjólkuriðnaði frá samkeppnislögum standist evrópska samkeppnislöggjöf. ESA sendi fyrr á þessu ári spurningar til íslenskra stjórnvalda hvers vegna búvörulögin veiti mjólkuriðnaði undanþágur frá samkeppnislögum.

Verði niðurstaða ESA sú að undan­þága búvörulaga standist ekki samkeppnisreglur EES-samningsins geti Samkeppniseftirlitið og ESA beitt sér á mjólkurmarkaði, t.d. með sektum, þrátt fyrir óbreytt ákvæði búvörulaga, að sögn Gjermunds Mathiesen, yfirmanns samkeppnismála hjá ESA.

„Fyrirtæki með markaðsráðandi stöðu sem selur mjólkurafurðir má ekki misnota markaðsráðandi stöðu sína því það brýtur í bága við 54. grein EES-samningsins,“ segir Mathiesen.

Mathiesen segir ekki allar mjólkur­afurðir heyra undir samkeppnisreglurnar, heldur séu það í meginatriðum rjómi, jógúrt og gerjaðar mjólkurafurðir. Meðal mjólkurvara sem teljast gerjaðar eru skyr og súrmjólk.

Mathiesen segir málið skammt á veg komið og að enn sé verið að afla upplýsinga. Íslensk stjórnvöld höfðu frest til 15. febrúar til að svara spurningum ESA en ekkert svar hefur enn borist.

„Samkeppniseftirlitið hefur um langa hríð bent á skaðsemi þessarar undanþágu í búvörulögunum,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.


Tengdar fréttir

Samkeppniseftirlitið boðar hærri sektir

Forstjóri Samkeppniseftirlitsins býst við að sektir eftirlitsins muni hækka á næstu árum. Sektir hefðu ekki komið í veg fyrir ítrekuð brot og væru lægri en víða í Evrópu. ESA gæti orðið meira áberandi hér á landi á næstu áru






Fleiri fréttir

Sjá meira


×