Að snæða svikinn héra í svefnherbergi með ókunnugum Gunnar Axel Axelsson skrifar 1. mars 2016 07:00 Á dögunum var frumsýnd heimildarmyndin Halli sigurvegari, sem fjallar m.a. um ríkjandi viðhorf til mannréttindamála fatlaðs fólks á Íslandi upp úr miðri síðustu öld. Þrátt fyrir að baráttunni fyrir fullum mannréttindum fatlaðs fólks sé ekki lokið þá hefur sem betur fer orðið þar bylting í viðhorfum og engum sem dettur í hug lengur að verja opinberlega hugmyndir sem ganga út á það að svipta fatlað fólk grundvallarréttindum sínum. Staðan í málefnum aldraðs fólks á Íslandi í dag er aftur á móti um margt svipuð og hún var í málefnum fatlaðs fólks þegar Halli var barn fyrir rúmlega hálfri öld. Orsökin er ekki skortur á peningum heldur úrelt viðhorf. Viðhorf sem hafa legið eins og mara yfir málaflokknum og valdið áratuga stöðnun í málefnum eldra fólks.Hugmyndafræði síðustu aldar Flest upphafleg hjúkrunarheimili á Íslandi eru frá miðri síðustu öld. Skipulag þeirra einkenndist af menningu sjúkrahúsa þar sem íbúar (á þeim tíma kallaðir vistmenn) þurftu að aðlaga sig siðum, venjum og skipulagi stofnananna. Í flestum þessara stofnana var öldruðu fólki gert að deila svefnherbergi og öðrum vistarverum með ókunnugum og þar með svipt öllum rétti til einkalífs. Þessar stofnanir eru löngu orðin börn síns tíma og hafa þær verið aflagðar fyrir löngu í öllum nágrannalöndum okkar. Þrátt fyrir að árið 2010 hafi verið ráðist í sérstakt átak hér á landi sem miðaði að því að leggja af þessar gömlu stofnanir eru nokkrar þeirra enn í rekstri.Að missa stöðu sína sem einstaklingur Líkt og áður viðgekkst í málefnum fatlaðs fólks tíðkast það enn hér á landi að svipta fólk sem flytur á hjúkrunarheimili rétti til að stýra daglegum málefnum sínum. Þetta er sem betur fer ekki algilt og alls ekki formlega viðurkennt en er engu að síður staðreynd. Það er staðreynd að víða er fólk svipt rétti til að ákvarða um jafn sjálfsagðar og persónulegar athafnir eins og að ákveða hvenær það fer í bað, hvenær það vaknar á morgnana, hvenær það snæðir morgunmat og hvað það borðar. Sums staðar er líka enn talað um vistmenn en ekki íbúa. Og þetta skiptir máli. Þessi orð og þessi hugtök gefa tón sem síðan endurspeglast í öllu sem viðkemur málefnum þessa aldurshóps. Sá sem er vistaður einhvers staðar missir sjálfkrafa stöðu sína sem sjálfstæður einstaklingur.One size fits all Það þarf ekki að koma neinum á óvart að kannanir á meðal eldra fólks sýna að nær allir vilji búa heima hjá sér eins lengi og þeir mögulega geta. M.ö.o. það dreymir engan um að flytja á hjúkrunarheimili. En hvort fólk getur búið heima ræðst oft m.a. af þeirri þjónustu sem stendur til boða og veitt er heim. Heimsendur matur er hluti af þeirri þjónustu. Nýlega sagði Fréttablaðið frá slæmri reynslu íbúa í Hafnarfirði sem fékk vægast sagt ólystugan heimsendan mat. Bæjaryfirvöld kröfðust tafarlausra úrbóta af hálfu þjónustuaðilans. Það kom hins vegar ekki fram í fréttaflutningi af málinu að sá sem þarf að treysta á þessa þjónustu er um leið sviptur öllum sjálfstæðum rétti til að hafa skoðun á því hvað hann eða hún lætur ofan í sig. Ef það er svikinn héri í matinn þá er svikinn héri í matinn, alveg sama hvað viðkomandi finnst um það. Sá sem er háður slíkri þjónustu hefur ekki lengur frelsi til að vera með einhverjar „tiktúrur“ í matarmálum. Í heimsendum mat gildir sú gullna regla fjöldaframleiðslunnar; One size fits all.Fjárhagsvandinn er bara birtingarmynd Í dag erum við föst í umræðu um fjármál og átök milli rekstraraðila og ríkis en það fer minna fyrir umræðu um þann undirliggjandi vanda sem við er að glíma. Sá vandi er viðhorfsvandi og fjárskorturinn er ein birtingarmynda hans. Sú bylting sem orðið hefur í málefnum fatlaðs fólks hér á landi var hvorki þögul né sjálfkrafa. Ef ætlunin er að koma málefnum aldraðs fólks inn í nútímann þá þarf að byrja á grunninum, viðurkenna stöðuna eins og hún er og leggja upp í ferðalagið á grundvelli þess að mannréttindi séu algild og óháð aldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Á dögunum var frumsýnd heimildarmyndin Halli sigurvegari, sem fjallar m.a. um ríkjandi viðhorf til mannréttindamála fatlaðs fólks á Íslandi upp úr miðri síðustu öld. Þrátt fyrir að baráttunni fyrir fullum mannréttindum fatlaðs fólks sé ekki lokið þá hefur sem betur fer orðið þar bylting í viðhorfum og engum sem dettur í hug lengur að verja opinberlega hugmyndir sem ganga út á það að svipta fatlað fólk grundvallarréttindum sínum. Staðan í málefnum aldraðs fólks á Íslandi í dag er aftur á móti um margt svipuð og hún var í málefnum fatlaðs fólks þegar Halli var barn fyrir rúmlega hálfri öld. Orsökin er ekki skortur á peningum heldur úrelt viðhorf. Viðhorf sem hafa legið eins og mara yfir málaflokknum og valdið áratuga stöðnun í málefnum eldra fólks.Hugmyndafræði síðustu aldar Flest upphafleg hjúkrunarheimili á Íslandi eru frá miðri síðustu öld. Skipulag þeirra einkenndist af menningu sjúkrahúsa þar sem íbúar (á þeim tíma kallaðir vistmenn) þurftu að aðlaga sig siðum, venjum og skipulagi stofnananna. Í flestum þessara stofnana var öldruðu fólki gert að deila svefnherbergi og öðrum vistarverum með ókunnugum og þar með svipt öllum rétti til einkalífs. Þessar stofnanir eru löngu orðin börn síns tíma og hafa þær verið aflagðar fyrir löngu í öllum nágrannalöndum okkar. Þrátt fyrir að árið 2010 hafi verið ráðist í sérstakt átak hér á landi sem miðaði að því að leggja af þessar gömlu stofnanir eru nokkrar þeirra enn í rekstri.Að missa stöðu sína sem einstaklingur Líkt og áður viðgekkst í málefnum fatlaðs fólks tíðkast það enn hér á landi að svipta fólk sem flytur á hjúkrunarheimili rétti til að stýra daglegum málefnum sínum. Þetta er sem betur fer ekki algilt og alls ekki formlega viðurkennt en er engu að síður staðreynd. Það er staðreynd að víða er fólk svipt rétti til að ákvarða um jafn sjálfsagðar og persónulegar athafnir eins og að ákveða hvenær það fer í bað, hvenær það vaknar á morgnana, hvenær það snæðir morgunmat og hvað það borðar. Sums staðar er líka enn talað um vistmenn en ekki íbúa. Og þetta skiptir máli. Þessi orð og þessi hugtök gefa tón sem síðan endurspeglast í öllu sem viðkemur málefnum þessa aldurshóps. Sá sem er vistaður einhvers staðar missir sjálfkrafa stöðu sína sem sjálfstæður einstaklingur.One size fits all Það þarf ekki að koma neinum á óvart að kannanir á meðal eldra fólks sýna að nær allir vilji búa heima hjá sér eins lengi og þeir mögulega geta. M.ö.o. það dreymir engan um að flytja á hjúkrunarheimili. En hvort fólk getur búið heima ræðst oft m.a. af þeirri þjónustu sem stendur til boða og veitt er heim. Heimsendur matur er hluti af þeirri þjónustu. Nýlega sagði Fréttablaðið frá slæmri reynslu íbúa í Hafnarfirði sem fékk vægast sagt ólystugan heimsendan mat. Bæjaryfirvöld kröfðust tafarlausra úrbóta af hálfu þjónustuaðilans. Það kom hins vegar ekki fram í fréttaflutningi af málinu að sá sem þarf að treysta á þessa þjónustu er um leið sviptur öllum sjálfstæðum rétti til að hafa skoðun á því hvað hann eða hún lætur ofan í sig. Ef það er svikinn héri í matinn þá er svikinn héri í matinn, alveg sama hvað viðkomandi finnst um það. Sá sem er háður slíkri þjónustu hefur ekki lengur frelsi til að vera með einhverjar „tiktúrur“ í matarmálum. Í heimsendum mat gildir sú gullna regla fjöldaframleiðslunnar; One size fits all.Fjárhagsvandinn er bara birtingarmynd Í dag erum við föst í umræðu um fjármál og átök milli rekstraraðila og ríkis en það fer minna fyrir umræðu um þann undirliggjandi vanda sem við er að glíma. Sá vandi er viðhorfsvandi og fjárskorturinn er ein birtingarmynda hans. Sú bylting sem orðið hefur í málefnum fatlaðs fólks hér á landi var hvorki þögul né sjálfkrafa. Ef ætlunin er að koma málefnum aldraðs fólks inn í nútímann þá þarf að byrja á grunninum, viðurkenna stöðuna eins og hún er og leggja upp í ferðalagið á grundvelli þess að mannréttindi séu algild og óháð aldri.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar