SOS - Við erum að kafna úr myglu! Inga María Árnadóttir skrifar 2. febrúar 2016 14:37 Háskóla Íslands má líkja við splundraða legókubbaborg. Byggingar skólans, sem eru á þriðja tug, eru á víð og dreif um borgina. Oft þurfa nemendur að flakka á milli húsa til að sækja kennslustundir en aðrir, eins og t.a.m. hjúkrunarfræðinemar, eru afar lánsamir og hafa aðstöðu á einum stað. Nánar tiltekið í gamla Eirbergi, sem áður var heimavist hjúkrunarkvenna. Heppnir, en á sama tíma alveg stórkostlega óheppnir. Eirberg var teiknað árið 1952 og reist á sjötta áratugnum. Húsið er jafn gamalt ömmu gömlu sem hefur fengið tvo gerviliði og ígræddan gangráð á þessum tíma. Eirberg hefur hins vegar ekki fengið sambærilega yfirhalningu, heldur molnað niður og myglað eins og nesti sem gleymist í töskunni síðasta skóladaginn fyrir sumarfrí. Sérstakur antík-ilmur fyllir ganga Eirbergs. Þegar ég gegn um, fylli ég lungun af lofti og soga í mig stemninguna. Ég hugsa með mér hversu mikil þekking hefur skapast í þessu húsi og það hefur hvetjandi áhrif á mig. Þegar ég sit inni á lesstofu sé ég gömlu hjúkrunarkonurnar fyrir mér sitja við þessi sömu skrifborð, með þessi sömu lesljós. Lykt getur haft sérkennileg áhrif. Ég dýrkaði þetta umhverfi, allt þar til ég komst að því að það væri anganin af myglusvepp sem daglega fyllti vit mín, ekki angan af áratuga gamalli þekkingu og reynslu. Ég fíla hefðir og sögu, enda mikill sjarmi yfir þessari byggingu, allavega við fyrstu sýn. En nú eru nemendur hættir að nýta sér lesaðstöðuna og farnir að mæta sjaldnar í tíma sökum þessa. Margir kvarta undan síþreytu, einbeitingarleysi og stöðugum veikindum. Eins neitaði einn kennari að kenna framar í þessu húsnæði og því hafa sumir nemendur verið á vergangi þessa önnina. Hinn ágæti Tómas Guðbjartsson steig fram á síðasta ári og greindi frá þeim slæmu áhrifum sem myglan í skrifstofuhúsnæði Landspítalans hafði á heilsu hans. Fordómar eru víða gagnvart þessu heilsufarsvandamáli og hann segir að á þessum tíma hafi hann verið talinn vera þunglyndur og fúll. Ástandið í Eirbergi er afar sambærilegt því sem skapast hefur í húsnæði Landspítalans og er tilkomið vegna skorts á viðhaldi og nýbyggingu. Ég leyfi mér að fullyrða að margir nemendur í Eirbergi eru ansi langt niðri og fúlir á þessari stundu. Hvort það er beintengt við myglusveppinn eða brottnám kaffisjálfsalans, arfaslaka internettengingu og skipulagsleysi sem dæmi, er annað mál. Þó er á kristaltæru að málefni er varða Eirberg og deildirnar sem stunda þar nám hafa setið á hakanum allt of lengi. Ég gúddera alveg myglaðan ost en myglaðan húsakost læt ég ekki bjóða mér tvisvar. Hversu lengi á að kenna heilbrigðisvísindi í heilsuspillandi umhverfi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Háskóla Íslands má líkja við splundraða legókubbaborg. Byggingar skólans, sem eru á þriðja tug, eru á víð og dreif um borgina. Oft þurfa nemendur að flakka á milli húsa til að sækja kennslustundir en aðrir, eins og t.a.m. hjúkrunarfræðinemar, eru afar lánsamir og hafa aðstöðu á einum stað. Nánar tiltekið í gamla Eirbergi, sem áður var heimavist hjúkrunarkvenna. Heppnir, en á sama tíma alveg stórkostlega óheppnir. Eirberg var teiknað árið 1952 og reist á sjötta áratugnum. Húsið er jafn gamalt ömmu gömlu sem hefur fengið tvo gerviliði og ígræddan gangráð á þessum tíma. Eirberg hefur hins vegar ekki fengið sambærilega yfirhalningu, heldur molnað niður og myglað eins og nesti sem gleymist í töskunni síðasta skóladaginn fyrir sumarfrí. Sérstakur antík-ilmur fyllir ganga Eirbergs. Þegar ég gegn um, fylli ég lungun af lofti og soga í mig stemninguna. Ég hugsa með mér hversu mikil þekking hefur skapast í þessu húsi og það hefur hvetjandi áhrif á mig. Þegar ég sit inni á lesstofu sé ég gömlu hjúkrunarkonurnar fyrir mér sitja við þessi sömu skrifborð, með þessi sömu lesljós. Lykt getur haft sérkennileg áhrif. Ég dýrkaði þetta umhverfi, allt þar til ég komst að því að það væri anganin af myglusvepp sem daglega fyllti vit mín, ekki angan af áratuga gamalli þekkingu og reynslu. Ég fíla hefðir og sögu, enda mikill sjarmi yfir þessari byggingu, allavega við fyrstu sýn. En nú eru nemendur hættir að nýta sér lesaðstöðuna og farnir að mæta sjaldnar í tíma sökum þessa. Margir kvarta undan síþreytu, einbeitingarleysi og stöðugum veikindum. Eins neitaði einn kennari að kenna framar í þessu húsnæði og því hafa sumir nemendur verið á vergangi þessa önnina. Hinn ágæti Tómas Guðbjartsson steig fram á síðasta ári og greindi frá þeim slæmu áhrifum sem myglan í skrifstofuhúsnæði Landspítalans hafði á heilsu hans. Fordómar eru víða gagnvart þessu heilsufarsvandamáli og hann segir að á þessum tíma hafi hann verið talinn vera þunglyndur og fúll. Ástandið í Eirbergi er afar sambærilegt því sem skapast hefur í húsnæði Landspítalans og er tilkomið vegna skorts á viðhaldi og nýbyggingu. Ég leyfi mér að fullyrða að margir nemendur í Eirbergi eru ansi langt niðri og fúlir á þessari stundu. Hvort það er beintengt við myglusveppinn eða brottnám kaffisjálfsalans, arfaslaka internettengingu og skipulagsleysi sem dæmi, er annað mál. Þó er á kristaltæru að málefni er varða Eirberg og deildirnar sem stunda þar nám hafa setið á hakanum allt of lengi. Ég gúddera alveg myglaðan ost en myglaðan húsakost læt ég ekki bjóða mér tvisvar. Hversu lengi á að kenna heilbrigðisvísindi í heilsuspillandi umhverfi?
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun